laugardagur, 31. mars 2012

Mynd viku - Norðurlandsskógar

Norðurlandsskógar

Vinna við frjóvgun á kynbættu lerki hafin (30. 03. 2012).  Í fræhúsinu á Vöglum í Fnjóskadal er þessa dagana verið að vinna við frjóvgun milli valdra einstaklinga af rússalerki og evrópulerki. Blendingurinn sem af fræinu kemur hefur reynst vel í ræktun og er kallaður Hrymur. Það er Þröstur Eysteinsson fagmálastjóri Skógræktar ríkisins sem hefur veg og vanda af fræframleiðslunni. Á þessum tíma, ár hvert, fer fram frjóvgun í húsinu en þá er frjókornum víxlað milli tegundanna. Fyrst þarf að safna frjókornum af báðum tegundum, bera það svo á milli og frjóvga kvenblóm af gagnstæðri tegund. Frjókornum er safnað á hvít pappírsblöð með því að slá létt á greinar með karlblómum og losa þau þannig úr. Síðan þarf að pensla kvenblómin með frjókornunum. Myndirnar hér að með sýna verkferillinn við frjóvgunina.

Kvenblóm evrópulerkis - tilvonandi köngull



Slegið létt á greinina til þess að losa frjókorn karlblómsins

Búið að safna nokkru magni af frjókornum evrópulerkis

Síðan er frjókornum penslað á kvenblóm rússalerkis - Þröstur Eysteinsson með pensilinn

Séð yfir fræhúsið á Vöglum þegar vinna var í gangi





References

  1. ^ Permalink (page2rss.com)
  2. ^ View Entire Page (page2rss.com)

Source:http://page2rss.com/p/9e6080c16f4ae3a447cbb54a8c6182c9_5916261_5918987
Powered by Reader2Blogger

fimmtudagur, 29. mars 2012

Atriði sem gott er að hafa í huga þegar klippt er

Grein af vef um garðyrkju eftir Karl Guðjónsson, garðyrkjustjóra Kirkjugarða Reykjavíkur (islandia.is//kalli/). Afrit af vefnum er aðgengilegt á archive.org.

Nota skal beitt verkfæri, góðar klippur og sög.

Athuga vel vaxtarlag plöntunnar, hver trjátegund og hver einstaklingur er sérstakur, og þarf að klippast með tilliti til hvernig vaxtarlagið er, og með tilliti til þess hvað hægt er að ná út úr honum.

Leitast skal við að klippa plöntuna á sem eðlilegastan hátt. Skilja aldrei eftir greinastubb þegar grein hefur verið tekin burtu, það þýðir það að klippa og eða saga alltaf inn að næstu grein.
Öll sár eftir klippingu skulu vera hrein og slétt, þá á sárið mun auðveldar með að gróa.

Klipping getur ekki rétt alla hugsanlega galla á tré eða runna, t.d. við skakka staðsetnigu, þar sem plönturnar hefur ekki nægilegt pláss til að vaxa eðlilega.

Þegar um er að ræða tré eða runna, sem skulu hafa eðlilegt vaxtarlag, skal leitast við að útfæra klippinguna þannig að sem minnst sjáist að klippt hafi verið.

Með klippingu er hægt að hafa áhrif á stærð, lögun, og blómgun trjágróðurs, einnig er hægt með klippingu að yngja upp gamla runna, eða einfaldlega að hreinsa af og fjarlægja, dauðar, sárar eða sjúkar greinar.

Fólk í dag er farið að sjá fegurðina í eðlilegum vexti hjá trjágróðri, í þeim sérkennum sem hver tegund hefur þróað með sér, í greinaskipan, lögun trjábols og áferð barkar.

Góð klipping er þannig gerð að sem allra minnst sjáist að tréð hafi verið klippt. En að sjálfsögðu koma fram tilfelli þar sem klipping er sýnileg, t.d. þegar um er að ræða klippingu á gömlum og hirðulausum runnum og trjákrónum, og við klippingu limgerða og runna í form.
Afleiðing mikillar klippingar er að það myndast mikið af nýjum greinum, þannig að maður hefur kannski skapað sér mikla grisjunarvinnu næstu árin.

Venjuleg trjágrein hefur bæði endabrum og hliðarbrum. Við klippingu á ársvexti eru það aðalega sýnilegu hliðarbrumin sem munu vaxa fram og mynda nýjar greinar.
þegar tré eru ekki klippt, vilja venjulega öll endabrumin vaxa fram, en aðeins hluti af hliðarbrumunum. Þau hliðarbrum sem ekki vaxa fram eru samt lifandi áfram, og við mikla klippingu munu þau fara að vaxa fram og mynda nýjar greinar. Það eru þessi brum sem við treystum á að fari að vaxa út og myndi nýjar greinar við mikla klippingu.

En þessi mikla greinamyndun sem oft verður við mikla klippingu, orsaka einnig önnur brum, brum sem myndast þegar klipping eða meiðsli hafa átt sér stað. Þessi brum myndast í vaxtarvefnum, sem er undir berkinum. Þau geta myndast hvar sem er hvort heldur er á greinum eða frá rótinni. Mest koma þau samt fram í kringum sárastaðinn, jafnvel svo mikið að það krest nýrrar grisjunar fljótt. Við mikla klippingu eru það þessi "sofandi brum" sem við treystum á að vaxi út og myndi nýjar greinar.

Plöntur hafa ólíka eiginleika til að mynda þessi brum, og það þýðir það að vissu leiti, að ekki öll tré þola mikla klippingu.

miðvikudagur, 28. mars 2012

Gróðursetning

Eftirfarandi er af vef Fossvogsstöðvarinnar (centrum.is/fossvogsstodin), sem hætti rekstri árið 2000. Afrit af vef stöðvarinnar er aðgengilegt á archive.org.

Gróðursetning
Besti tíminn til að gróðursetja tré og runna er á vorin, áður en plöntur hefja vöxt, en harðgerðar plöntur úr pottum má gróðursetja nærri hvenær sem er, ef rétt er á haldið. Á haustin, eða þegar sumarvöxtur er fullþroskaður, má einnig gróðursetja. Það getur verið hentugt þar sem frost er lengi í jörðu á vorin, t.d. í graslendi kringum sumarbústaði. Ef ekki á að gróðursetja strax, skal vökva potta- og bakkaplöntur en annars konar plöntur skal setja í mold til bráðabirgða og vökva. Forðast skal að sól skíni á plönturætur og rétt er að vinna aðeins með eina plöntu í einu.



Potta- og hnausplöntur
Ef gróðursetja á plöntu úr potti eða með rótarhnaus þarf holan að vera 10 - 30 sm víðari og dýpri en rótarkökkurinn og í kringum hann er þá fyllt með mold sem er ríflega blönduð búfjáráburði. Ef gróðursett er planta úr beði og lítil mold fylgir rótunum þarf svo rúma holu að hægt sé að greiða úr rótum þannig að þær liggi jafn eðlilega og áður. Það er betra að stytta rætur en að kuðla þeim saman. Milli rótanna er fyllt með áburðarblandaðri mold og þess gætt að öll holrúm fyllist.
Holan er fyllt að mestu og vökvað vel. Þegar vatn er sigið er hún fyllt alveg og moldin þjöppuð dálítið. Plantan á að standa lóðrétt og þola nokkurt átak án þess að losna. Trjáplöntur eru yfirleitt settar jafndjúpt og þær stóðu áður nema ösp og víðir sem planta má dýpra. Kringum plöntuna má ekki vaxa gras eða illgresi fyrstu árin því samkeppnin um raka, hita og næringu dregur úr vexti og þrifum. Þegar plöntur eru gróðursettar á berangri getur verið nauðsynlegt að skýla þeim fyrstu árin. Er þá hægt að notast við skjólgirðingar eða trjáhlífar sem settar eru utan um hverja plöntu.

---------------

Úr DV, 14. maí 1983.

GRÓÐURSETNING 

Takið plönturnar úr umbúðum sem fyrst. Ef ekki á að gróðursetja strax eru þær settar í mold til bráðabirgða og vökvaðar. Forðist að gróðursetja í sólskini og vinnið aðeins með eina plöntu í einu.

Hafið holurnar svo stórar að hægt sé að greiða vel úr rótum.

Notið hálfrotinn búfjáráburð. — Setjið lag af honum neðst í holu og einangrið með mold. Til- búinn áburð er varasamt að nota nema afar lít- ið. — Milli rótanna er fyllt með blöndu af fún- um áburði og bestu moldinni og plantan hreyfð varlega svo að öll holrúm fyllist.

Holan er fyllt að mestu og vökvað vel. — Þegar vatnið er sigið er hún fyllt alveg og moldin þjöppuð vel með fótunum. — Plantan á að standa lóðrétt og þola nokkurt átak án þess að losna. — Trjáplöntur eru yfirleitt settar jafndjúpt og þær stóðu áður [...].

Ýmis stór tré þarf að styðja meðan þau eru að festa rætur og er stoðin þá sett í holuna á undan trénu svo að ræturnar skemmist ekki.

Jarðvegur (moltumars)

Af vef Fossvogsstöðvarinnar (centrum.is/fossvogsstodin), sem hætti rekstri árið 2000. Afrit af vef stöðvarinnar er aðgengilegt á archive.org.

Jarðvegur
Þorsteinn Úlfar Björnsson, (höfundur bókarinnar Villigarðurinn), 18. júní 1998.

Fæstir vita nógu vel hvað jarðvegur er og halda að hann sé bara eitthvað sem kemur á skóna og undir neglurnar þegar unnið er í garðinum. En jarðvegur er meira en efni til miðlunar á næringu eða eitthvað sem plöntur nota til að festa ræturnar í. Jarðvegur er ekki efni sem hægt er að ráðskast með og bæta í hinum og þessum áburði til að fóðra plönturnar. Jarðvegurinn er lifandi! Hann er lífkerfi, fullt af lifandi verum með ákveðna eiginleika og efnaskipti sem stuðla að þrifnaði og heilbrigði hans og plantnanna.

Af öllum samverkandi þáttum ræktunar er jarðvegurinn sá mikilvægasti. Í moldinni vaxa plönturnar og þar fá þær stærstan hluta af næringu sinni. En hvað er þá mold? Mold er flókið, náttúrlegt efni með efna-, líffræði-, steindarfræði- og áferðarfræðilegum eiginleikum. Hún verður til fyrir áhrif veðurfars, lífvera og fleiri þátta á löngum tíma. Hún er lengur að verða til í köldu loftslagi eins og hér en þar sem heitara er. Þar af leiðandi er hún öllu dýrmætari hér en í heitari löndum. Þess vegna er það svo sárgrætilegt að horfa á tonn eftir tonn af dýrmætri mold fjúka á haf út. Aldur moldar hefur bein áhrif á suma eiginleika hennar og þess vegna er hún mismunandi eftir því hversu djúpt hún liggur. Yfirborðslagið er nýjast og oftast með mest af rotnandi jurta- eða dýraleifum og því frjósamast að öllu jöfnu. Segja mætti að jarðvegur væri blanda af sandi (kornastærð 0.05-2 mm), mélu (kornastærð 0.002-0.05 mm), lífrænu efni, leir (kornastærð minni en 0.002 mm), vatni og lofti.

Vatns- og loftheldni jarðvegsins ákvarðast að verulegu leyti af því hversu grófur hann er. Góður jarðvegur á að vera frá fjörutíu til sextíu prósent vatn og loft. Lífræni hlutinn er sá hluti sem hefur mest áhrif á köfnunarefnisframleiðslu moldarinnar. Þessi hluti er einn mikilvægasti þáttur jarðvegsins vegna þeirra milljóna örvera sem eru öllu plöntulífi nauðsynlegar. Auk þess geymir jarðvegurinn vatn, kolsýru og fleiri efni sem örverurnar framleiða. Rotnunargerlar lifa í efsta lagi jarðvegsins svo að þegar þú rakar ofan af beðunum ertu í raun og veru að fjarlægja endurvinnslukerfi garðsins. Og það sem þú stingur gafflinum í þegar þú ert að stinga upp beðin eru meltingarfæri garðsins. Svo að ef þú hvorki rakar né stingur upp, þarftu ekki heldur að gefa áburð. Það er nefnilega þannig að plöntur eru betur færar um að viðhalda, og reyndar bæta, frjósemi jarðvegsins en ég og þú. Við þetta njóta þær aðstoðar ýmissa lífvera. Stórvirkasta lífveran sem hjálpar þeim er gamli góði ánamaðkurinn. Það eru reyndar til ellefu tegundir ánamaðka hér á landi. En ánamaðkurinn er svo stórvirkur að það sem þú gerir með gaffli eru smámunir hjá því sem hann gerir. Í fyrsta lagi fer hann miklu dýpra en þú getur farið. Hann fer niður fyrir frost og hefur fundist á næstum fimm metra dýpi. Maðkar eru svo margir að undrum sætir. Þar sem land er frjósamt og gróður er nægur getur samanlagður þungi ánamaðkanna undir yfirborðinu orðið meiri en sem nemur þyngd dýranna á yfirborðinu. Ánamaðkar og þráðormar, sem eru enn fleiri, loftræsa jarðveginn, þ.e. hleypa súrefni inn og kolsýru út. Þeir stuðla að jafnari vökvun þar sem vatn á greiða leið um göng þeirra. Og þeir brjóta niður lífræn efni eins og sölnað lauf og gras. Það gerir einnig fjöldinn allur af öðrum lífverum sem við verðum ekki vör við

Það hefur komið á daginn að ýmis efni sem áður var haldið að eyddust og brotnuðu niður í jarðveginum, haga sér öðruvísi en menn áttu von á. Meira að segja efni sem áður var talið að væru mjög skammlíf eins og Ethylene dibromide. Auk þess verða sum skordýraeitur, einkum þau sem skyld eru Parathion, miklu eitraðri og langlífari þegar þau brotna niður og bindast öðrum efnum. Og þau geta safnast saman í jarðvegi á löngum tíma. Þegar slíkt gerist geta þau staðið gróðri fyrir þrifum og verið beinlínis hættuleg heilsu manna og dýra. Þetta á sérstaklega við um skordýralyf og blýmengun frá útblæstri ökutækja eins og jarðvegssýnið sem tekið var á eplabúgarði í New Yorkfylki í Bandaríkjunum. Það innihélt slíkt magn arseniks, blýs og skordýraeiturs að jarðvegurinn var lagalega skilgreindur sem hættulegur úrgangur!

Fátt er það sem hjálpar jarðveginum eins mikið til að viðhalda réttu sýrustigi og moltan. Hún virðist hafa þann eiginleika að geta jafnað út og leiðrétt of hátt og of lágt sýrustig. Þessvegna er mjög nauðsynlegt að auka lífrænt innihald jarðvegsins og þar með gerlagróður. Það hefur einnig sýnt sig að ýmis eiturefni sem geta verið hættuleg bindast motunni og eyðast. Það er því ekki rétt sem margir trúa að betra sé að dauðhreinsa moldina þegar sáð er. Í raun og veru er þessu öfugt farið. Rannsóknir hafa sýnt að smáplöntur sem ræktaðar eru í moltublandaðri mold eru heilbrigðari en þær sem ræktaðar eru í dauðhreinsaðri mold. Lífverur sem lifa á sveppum drepast og sveppagró eru allstaðar. Þau lenda í moldinni og vaxa ef skilyrðin eru rétt,. Auk þess hefur hiti áhrif á ýmis næringarefni svo það getur komið upp misvægi í næringarefnupptöku ungplantnanna. Útbúðu þér því safnhaug og framleiddu þína eigin moltu. Betri áburð er ekki hægt að fá.

Bókina mun vera hægt að nálgast
hjá höfundi bókarinnar: steini[att]vortex.is

Elri á Íslandi - reynsla og möguleikar


Rit Mógilsár Rannsóknastöðvar skógræktar nr. 26/2012, bls. 8
Gráelri (Alnus incana).
Mynd af rettarholl.is

Elri á Íslandi – reynsla og möguleikar 
Halldór Sverrisson.
Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá; Landbúnaðarháskóla Íslands
Útdráttur erindis á Fagráðstefnu skógræktar, Húsavík 27.-29. mars 2012.

Elriættkvíslin (Alnus Miller) er af bjarkarætt (Betulaceae). Tegundir ættkvíslarinnar eru útbreiddar um norðurhvel jarðar. Þrátt fyrir að elri líkist birki um margt er þó einn afgerandi munur á ættkvíslunum; elri lifir í samlífi með bakteríum (Frankia-geislasveppum) sem tillífa nitur úr andrúmsloftinu líkt og belgjurtir. Þessi hæfileiki elris til þess að afla sér niturs gerir því fært að vaxa vel í mögrum jarðvegi. Elritegundir eru oft frumherjar á röskuðu landi og hverfa síðan vegna samkeppni frá hærri trjám, en sums staðar á norðlægum slóðum er elri ríkjandi í varanlegum kjarrskógum.

Á Íslandi hefur elri ekki vaxið á síðustu hlýskeiðum ísaldar. Enginn vafi er hins vegar á því að hefðu einhverjar elritegundir borist hingað eftir lok síðasta ísaldarskeiðs, hefðu skilyrði hér verið mjög ákjósanleg fyrir t.d. gráöl eða grænöl.

Þrátt fyrir að menn hafi lengi vitað um gagnlega eiginleika elris, og hafi snemma flutt inn gráöl frá Norðurlöndunum og síðar sitkaöl frá Ameríku og grænöl (kjarröl) frá Alpafjöllum, hafa þessar tegundir ekki verið mikið notaðar í skógrækt og landgræðslu lengst af. Undir lok síðustu aldar óx þó áhugi á að nýta elri í landgræðslu og voru flutt inn mörg kvæmi af sitkaöl, grænöl og blæöl sem safnað var í Alaska og Kanada haustið 1985. Plantað var í 26 kvæmatilraunir með alls 50 kvæmum af þessum tegundum víðs vegar um landið 1988. Tilraunirnar voru teknar út á árunum eftir útplöntun, og vann Hreinn Óskarsson úr þeim úttektum og birti í BS-ritgerð sinni við Landbúnaðarháskólann í Danmörku árið 1995. Síðan hefur engin skipuleg úttekt farið fram á þessum tilraunum. Vegna þess hvernig tilraunirnar voru settar upp og vegna mikilla affalla reyndist einungis unnt að meta hversu vel eða illa ólíkar landgerðir hentuðu til elriræktunar.

Árið 1989 var safnað hrísöl og hæruöl í Magadan í Austur-Síberíu og árið 1993 á Kamtsjatka. Þessi efniviður fór á nokkra staði en hefur ekki verið skoðaður skipulega síðan.

Þær elritegundir sem hugsanlega gætu nýst til viðarframleiðslu eru gráölur, blæölur, rauðölur (svartölur) og hugsanlega ryðölur (rauðölur). Engar kvæmatilraunir hafa verið gerðar með þessar tegundir, sem er mjög bagalegt. Mest er reynslan af gráöl, sem víða hefur vaxið vel og áfallalaust. Vaxtarformið er hins vegar ekki gott, en mætti vafalaust bæta með kynbótum. Gráölur hentar mjög vel í skjólbelti.

Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar með smitun elris með mismunandi stofnum af Frankia. Niðurstöður leiddu í ljós að töluverður munur var á smitunarhæfni stofnanna. Einnig voru gerðar tilraunir með svepprótarsveppi ásamt geislasveppnum í einni af þessum tilraunum.

Nauðsynlegt er að stofna sem fyrst til kvæmatilrauna með þeim tegundum sem henta í skógrækt.
Gráelri, mynd af plantetorvet.dk
Gráelri, mynd af Natthagi.is
-----------------------------
Umræður um svartölri  / svartelri á facebook 18. mars 2012:

Aðalsteinn Sigurgeirsson: Ef ætlunin er að rækta tré á jarðvegi sem er sendinn og blautur, væri svartölur (Alnus glutinosa) áhugaverður valkostur. 
Sigurður Arnarson: Gráölur hefur líka verið reyndur á svona svæðum en skv. minni reynslu hentar þetta honum ekki. Hann þarf ferskan jarðraka þ.e. vatnið þarf að vera á hreyfingu. Svartelrið er sennilega betri kostur. 
Hafsteinn Hafliðason: Svartölur (sem áður var kallaður rauðelri - en ég hef tilhneigingu í að kalla límelri - eftir sænskunnar klibbal!) vex meðfram vatnsfarvegum og ætti að þola frost og leysingar. Samt kemur það oft fyrir í heimkynnum hans að trjánum er rykkt upp af vatnavöxtum á vorin - og í sumarstórveðrum eins og farin eru að gera sig þar heimakomin á síðustu árum. 
Aðalsteinn Sigurgeirsson: Víða í Evrópu vex svartölur í mýrarfenjum þar sem grunnvatnsstaðan er há og vatnið kyrrstætt og súrefnissnautt, eins og myndin frá Þýskalandi hér að ofan sýnir glögglega. Lítil sem engin reynsla er (mér vitanlega) af því hér á landi að rækta svartöl á óframræsti mýri.
Gráelri (að ég tel) í Kópavogsdal, smellið til að stækka.

þriðjudagur, 20. mars 2012

Mark's Veg Plot: Mid-March update



I sowed my Chillis on 25th February. Most of them germinated in little over a week. However one variety - "Amando F1" has done very badly. I sowed four seeds (two to a 7.5cm pot) but only one germinated. In theory I should leave them at least a month because peppers and chillis can sometime take that long to germinate, but if I do, they will be way behind all the others (or they might never germinate at all), so I have sowed another two. My aim is to have two plants each of four different varieties.

The plants are now between 5 and 7cm tall - and predictably a bit leggier than I would like, though they will probably be OK. I have thinned them to one plant per pot, discarding the weaker of the two seedlings.


I am particularly pleased that some of the seeds I brought back from Turkey have germinated. So far, only two out of the eight I sowed, but two is all I need, so any more will be a bonus. I'm doing my best to give these little ones as much light as possible, but it's not easy. Now that my Tomatoes have germinated too, I can no longer move the Chillis to the other side of the house at lunchtime! I think if we get any sunshine on a day when I'm at home and able to supervise them closely I will put them outside for a couple of hours, but still inside their propagators.

My plastic mini-greenhouses are already occupied, mostly with those wooden wine boxes I wrote about the other day. I have got Baby Leaf Salad in one, and Radishes in the other. Filling them with compost made me realise how much bigger they are than the old washing-up bowls I sometimes use. They took about half a bag each!


My plastic storage boxes have also been brought into use. As you can see in my next photo, two of them fit neatly into my big wooden planter. In one I have sown seeds for Carrot "Mini Finger" and in the other one I have planted my Strawberries.
Meanwhile, out at the front, the Daffodils around the base of the Crab Apple tree are looking good now. All the Irises have died off though.
March and April are the chief seed-sowing months round here, so there's not much to see in the vegetable garden just now - mostly "potential"!


Just look at the mess the Blackbirds have made, scratching around in the compost looking for worms and bugs!

The bright green patch in the middle is the Swiss Chard and Perpetual Spinach, which is growing quite strongly again.


Nearly forgot to mention the Broccoli... There is not so much of it this year, but it's nearly ready for picking:

*********************************************************************************

P.S. I'm working in London this week - setting off at the crack of dawn and getting home late, so I'm afraid I don't have much time or energy for blogging, and I'm relying on posts I created at the weekend, so you may not hear much from me for a few days....


Source:http://marksvegplot.blogspot.com/2012/03/mid-march-update-chillis-etc.html
Powered by Reader2Blogger

laugardagur, 17. mars 2012

Besta mold í heimi (moltumars)

Fróðleiksbásinn - Vilmundur Hansen garðyrkjufræðingur
Bændablaðið fimmtudagur 15. mars 2012, bls. 34

Garðyrkja & ræktun

Besta mold í heimi
Áhugi á jarðgerð eykst hratt og fjölmargir hafa komið sér upp safnkassa í þeim tilgangi að nýta lífrænan úrgang sem fellur til í eldhúsinu og garðinum. Góð safnhaugamold er besta mold sem hægt er að hugsa sér og fólk ætti hiklaust að stunda jarðgerð hafi það aðstöðu til. Ýmsar aðferðir eru þekktar þegar kemur að jarðgerð og mismunandi hver þeirra hentar á hverjum stað. Algengast er að garðeigendur komi sér upp einum eða fleiri kössum fyrir lífrænan úrgang og hann sé látinn jarðgerast í þeim. Hægt er að velja á milli þess að kassinn sé einfaldur að gerð eða flóknari, lokaður og einangraður. Jarðgerð í einföldum kassa kallast köld en heit í lokuðum og einangruðum kassa og gengur hún mun hraðar fyrir sig. Hvort sem um er að ræða kalda eða heita jarðgerð skal koma kassanum fyrir á þurrum og skjólgóðum stað þar sem auðvelt er að komast að honum. Kassinn þarf að standa á möl eða moldarjarðvegi og gott er að setja trjágreinar í botninn þannig að jarðvegsdýr eigi auðveldan aðgang upp í hann. [...]

Best að blanda öllu saman
Þegar lagt er í jarðgerð er gott að setja um 15 sentímetra lag af misgrófum greinum í botninn á kassanum og mikið af þurru efni, til dæmis heyi, í neðsta lagið. Best er að hafa úrganginn sem fer í kassann sem smágerðastan og hræra öllu vel saman. Ef ekki er hægt að hræra í kassanum skal fyllt á hann í þunnum lögum og gott er að setja mold eða þurran garðaúrgang á milli laga. Auka má loftstreymi í kassanum með því að stinga í eða hræra í innihaldinu með stungugaffli af og til. Til að flýta fyrir jarðgerðinni er gott að sáldra gamalli, fíngerðri mold eða þurrum búfjárskít á milli laga. Þumalfingursreglan segir að ef sett sé í kassann ein fata af grænmeti skuli setja með 1/3 úr fötu af þurru efni, til dæmis þurru laufi eða heyi. Komi sterk rotnunarlykt úr kassanum er efnið í honum líklega of blautt. Yfirleitt er nóg að blanda þurru heyi eða sagi í innihaldið til að kippa þessu í lag og minnka fnykinn. Við aðstæður sem þessar ætti jarðgerðin að taka 8 til 10 mánuði í lokuðum, einangruðum kassa en nokkrum mánuðum lengur í einföldum, óeinangruðum kassa eða tunnu.

Lífið í jarðgerðinni
Til þess að jarðgerðin heppnist þarf vatn, súrefni og hita. Örverurnar sem umbreyta efninu í kassanum í jarðveg þurfa vatn svo að lífsstarfsemi þeirra gangi eðlilega. Of mikið vatn getur aftur á móti hægt á starfseminni þar sem það dregur úr súrefni, en það er ekki síður nauðsynlegt svo að niðurbrot geti átt sér stað. [...]

Greinina í heild má lesa í Bændablaðinu.

mánudagur, 12. mars 2012

Tiny Green Bugs on Your Plants: Pictures to Identify Aphids

Noticing tiny green bugs[1] on your plants…

..But not sure what they are?

Those annoying little bastids are aphids[2].

There a billion different varieties of them, but what's that matter to you?

You just need to know what the are.

In the rest of this post, I'll share some characteristics, pictures and ways to get rid of them.

Here we go…

Those annoying little green bastids in your garden are aphids. — Tweet This[3]

Characteristics of Aphids

  • The larger ones are 10mm. That aint' very large.
  • You'll find them on the underside of leafy greens.
  • They hang out in clusters.
  • Besides green, they can be black, brown or pink.

Pictures of Aphids to Help Identify

How to Get Rid of Aphids

Since aphids are soft-bodied you can squish them, but that isn't a great use of time. Here are three other options for you.

Keep your container garden[4] ant free. Fern from Life on the Balcony wrote a post on how this is a preventative method because ants help to shuttle aphids around. She goes into further depth on this post[5] on her site.

Make a homemade spray. Boil up some water with onions, garlic and cayenne pepper. Let it steep for a bit, then spray down the aphids and undersides of leaves.

Buy an organic[6] pesticide. One solution for an organic pesticide[7] is from Safer Brand (one of my sponsors). Their EndAll organic insect killer[8] will help to solve most of your insect problems and is OMRI listed.

Before you say how it's going to kill the beneficials as well, I asked them the same question and here was their response.

EndALL is also safe to use around beneficials as if you follow the usage site instructions, you will not harm beneficial insects. Pure neem oil has a history of harming bees if sprayed directly but if you treat in morning and late evening, bees do not feed during those times and will not be harmed. We use azadiractin in our EndALL product which is an extract of the neem seed and is much more gentle then straight neem…but with the same efficacy

Your Turn

Now that you can identify those little green bugs on your plant, in the comments below let me know which of your veggies aphids have attacked and how you are going to get rid of them from now on.

Main photo courtesy of Newtonia on Flickr.[9]


If you enjoyed this article, get email updates (it's free).

References

  1. ^ bugs ( http)
  2. ^ aphids ( http)
  3. ^ Tweet This (twitter.com)
  4. ^ container garden ( http)
  5. ^ this post (lifeonthebalcony.com)
  6. ^ organic ( http)
  7. ^ organic pesticide (www.saferbrand.com)
  8. ^ EndAll organic insect killer (www.saferbrand.com)
  9. ^ Newtonia on Flickr. (www.flickr.com)

Source:http://feedproxy.google.com/~r/UrbanOrganicGardener/~3/sSiVLfA873Q/
Powered by Reader2Blogger

fimmtudagur, 8. mars 2012

Mynd viku - Norðurlandsskógar

Norðurlandaskógur - mynd vikunnar 8. mars 03:26

Súlublæösp (08.03. 2012)

Súlublæösp (Populus tremula 'Erecta') er hentugt tré í minni garða, allavega mun hentugra en hin plássfreka frænka hennar alaskaöspin. Súlublæöspin er grannvaxin með súlulaga trjákrónu sem ekki verður breiðari en 1 meter. Hæð hennar í heimkynnum verður allt að 10-15 m. Þetta afbrigði er karlkyns klónn. Tréð er upprunnið í Vestur -Gautlandi í Svíþjóð, fannst þar árið 1847. Í Skandinavíu er hún talsvert notuð og þá við götur, innkeyrslur og í kirkjugörðum.

Myndin hér til hliðar var tekin á Akureyri síðastliðið sumar.

Heimild:Ólafur Njálsson (1994) Tré og runnar, fjölrit.


Powered by Reader2Blogger

föstudagur, 2. mars 2012

Grænkar á Héraði | Fréttir | Um SR

02.03.2012

Þann 28. febrúar sl. var starfsfólk Héraðs- og Austurlandsskóga að mæla skóga til grisjunar þegar þau rákust á lerkitré með svo þrútin brum að farið var að sjást í grænt. Í framhaldinu var athugað hversu útbreitt það væri að lerki væri sprungið út. Það reyndist ekki algengt en brum voru þrútin á velflestum rússalerkitrjám sem skoðuð voru og farið að sjást í grænt á stöku tré. Þá er heggur um það bil að laufgast og alaskavíðir kominn með verulega þroskuð blómbrum eins og myndirnar bera með sér.

Á árum áður grænkaði lerki oft í maí eða jafnvel ekki fyrr en í júní, en á Héraði muna menn vart eftir því hvenær það gerðist síðast. Á undanförnum árum hefur oftast borið á töluverðum grænum lit í marsmánuði og lerki orðið algrænt í apríl. Sum árin hefur það haft slæmar afleiðingar fyrir lerkið að hefja vöxt svo snemma, en þrisvar á sl. tíu árum hafa nálar lerkis orðið fyrir miklum skemmdum í maíhretum með tilheyrandi vaxtartapi trjánna.

Vegna hlýindanna í febrúar er vöxtur lerkis og fleiri tegunda trjáa og runna óvenjusnemma á ferðinni, jafnvel miðað við undanfarin ár. Ef hlýindin halda áfram má ætla að lerkið verði orðið býsna grænt í lok mars.

 Myndirnar sem hér fylgja eru teknar á Héraði 1. mars 2012.

02032012-5

02032012-4

02032012-3


Texti og myndir: Þröstur Eysteinsson


Source:http://www.skogur.is/um-skograekt-rikisins/frettir/nr/1694
Powered by Reader2Blogger