|
Fræbelgir af gullregni. |
Þann 12. ágúst 2012 spruttu upp umræður í fésbókarhópnum 'Ræktaðu garðinn þinn' um söfnun og sáningu fræs af gullregni. Til svara var einkum Hafsteinn nokkur Hafliðason og ekki verður undan því komist að birta bestu bitana hér á eftir:
Spurning:
Mig langar til að koma til fræjum úr gullsóp og gullregni. Er góður tími núna að safna belgjum eða er rétt að bíða aðeins. Á að taka belgi sem hafa fallið til jarðar eða taka belgi sem eru á plöntunni?
Svar:
Fullþroskað fræ er í brúnum belgjum. Best að sá strax í sáðreit utandyra og fylgjast vel með þegar þau spíra næsta vor. Dreifsett (priklað) þegar komin eru fjögur til fimm blöð umfram kímblöðin ...
Það er ekki víst að öll fræin spíri fyrsta vorið - en á öðru vori ætti allt að hafa sýnt sig. ...
Innskot:
Svo er nokkuð víst að þú færð engin gullregn ef fræin eru af garðagullregni, en af fjallagullregni gæti komið hellingur af nýjum trjám.
Viðbótarspurning:
Er þá hægt að greina hvora tegundina maður er með í garðinum, það finnast græðlingar í garðinum svo að þá ætti ég að vera með fjallagullregn.
Svar:
Mjög líklega - einkum ef gullregnið þitt er fjallagullregn. Það er uppréttara og með stinnari greinum en garðagullregnið. Garðagullregnið er oftast runni með útsveigðum greinum.
|
Apríl. |
|
Maí. |
|
Júní. |
|
Ágúst. |
Viðeigandi er að fylgja þessu eftir með tilvitnun í Hafliða Jónsson úr Morgunblaðinu (30.06.1989), bls.B 7:
Venjulega blómgast gullregn ekki fyrr en það hefur náð 12-14 ára aldri og ég hugsa að klipping hafi lítil áhrif á blómgunartíma þess. Hinsvegar er nauðsynlegt að stjórna vexti þess ef stefnt er að fallega vöxnu tré. Gullregnið þarf frjóan jarðveg en ekki áburðar- gjöf og fyrstu árin eftir gróðursetningu er sjálfsagt að veita því stuðning og fyrstu árin vetrarskjól. Þarf kalkríkan jarðveg og sólríkan vaxtarstað. Gullregni er aðeins fjölgað með fræi.
Í Morgunblaðinu 12. júlí 2001 segir Guðríður Helgadóttir frá garða- og fjallagullregni á þennan hátt:
Til er blendingur milli strandgullregns og fjallagullregns sem ýmist er kallaður garðagullregn eða blendingsgullregn, Laburnum x watereri. Blendingsgullregn sameinar helstu kosti beggja foreldra sinna, blómklasarnir eru langir eins og hjá fjallagullregni og blómin stór eins og hjá strandgullregni. Yrkið Laburnum x watereri ‘Vossi’, sem er upprunnið í Hollandi um 1875, er sérstaklega verðmæt garðplantna. Það er ágrætt og blómstrar því strax en fjallagullregn blómstrar ekki fyrr en það verður kynþroska allt að 15-20 ára gamalt. Blómklasar ‘Vossii’ yrkisins geta orðið allt að 50 cm langir. Einn af aðalkostum blendingsgullregns er sá að það myndar örsjaldan fræ og þá einungis örfá í einu en fræin eru einmitt eitraðasti hluti gullregna.
Jafnframt má við þetta bæta smá fróðleik af nrk.no:
[Garðagullregn - Laburnum x walterei 'Vossii'] vil ha en solrik plass med vanlig godt drenert hagejord. Nord for Vestfjorden (Nord-Norge) bør man bruke L. alpinum [Fjallagullregn].
Ef ekki er sáð beint í jörð, þá er mælt með að láta fræið liggja í vatni í 24 tíma og svo í mold (eða kaldörvað í 4 vikur og sáð þegar frost fer úr jörð). Önnur leið er að setja fræið í heitt vatn líkt og segir á treeseedonline.com:
The [easiest] method is place the seeds in a heat proof container and pour hot (not boiling!) water 70-80 degrees Celsius over them and leave them to soak for between 12 and 24 hours. Seeds that have been successfully pretreated will have swollen to around 3 times their previous size. Remove all swollen seeds as these will be damaged by further pretreatments. These can be sown immediately. This hot water treatment can be repeated up to 3 times, making the water a little hotter each time. Seeds that remain small need to be dried for further treatment.
[...]
Sow in pots or seed trays of good quality compost at a depth of about 2 cm (just less than 1 inch). The seed usually germinates in under 4 weeks at 15-20°C. It is important that temperatures are not greatly higher than this or germination will be reduced. Growth in the first year is modest, usually between 20 and 40 cm.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli