mánudagur, 23. júlí 2012

Risahvönn og aðrar risahvannir


Risahvönn, ætihvönn, tröllakló, bjarnarkló (bjarnarhvönn)
-smellið til að stækka-
"Víða í görðum á Íslandi er að finna risahvannir sem sumar geta orðið 2-3 metrar á hæð og eru oft til mikillar prýði og stolt margra garðeigenda. Þarna er einkum um að ræða bjarnarkló en til eru fleiri tegundir risahvanna (af ættinni Heracleum). Risahvannir eru svo nefndar vegna þess að þær líkjast og eru skyldar ætihvönn en eru miklu stærri. Nokkrar tegundir risahvanna vaxa hér og er dálítill ruglingur á nafngiftum þannig að handbókum ber ekki saman en algengastar eru bjarnarkló, tröllahvönn og tromsöpálmi. Í því samhengi sem hér um ræðir eru allar tegundir risahvanna álíka eitraðar. Risahvannir er að finna í görðum víða um land. 
Risahvannir eru eitraðar á þann hátt að berist safi úr blöðum eða stönglum á húð, veldur það ljósertiexemi. Í safa plöntunnar eru efni (einkum efnið psoralen) sem sogast fljótt inn í húðina og valda því að hún verður ofurviðkvæm fyrir útfjólubláu ljósi. Við minnstu birtu fær viðkomandi annars stigs bruna með vessandi blöðrum og sárum sem oft eru í rákum eða skellum þar sem plöntusafinn straukst eða draup á húðina en slíkt kallast ljósertiexem. Útbrotin koma oftast 5-18 klst. eftir sólbað og eru verst eftir 1½ til 2 sólarhringa. Húðin er viðkvæm í nokkrar vikur og eina ráðið er að verja viðkomandi húðsvæði fyrir ljósi en það getur verið erfitt til dæmis í andliti. Þegar brunasárin hafa gróið skilja þau oftast eftir brúna bletti sem geta verið mörg ár að hverfa."
- Magnús Jóhannsson. „Eru hættulegar jurtir allt í kringum okkur?“. Vísindavefurinn1.4.2009. http://visindavefur.is/?id=52204. (Skoðað 23.7.2012).

sunnudagur, 22. júlí 2012

Gróðursetning trjágróðurs

Af vefnum birkihlid.is sem aðgengilegur er í gegnum vefsafn.is:



Gróðursetning trjágróðurs
  • Undirbúningur
  • Hversu djúpt á að planta
  • Millibil á plöntum




Gultoppur
Undirbúningur:
Góður undirbúningur jarðvegs er nauðsynlegur til að fá góð þrif og heilbrigðan vöxt. Þar sem þarf að skipta um jarðveg er þumalfingursreglan að skipta um jarðveg fyrir stórt tré allt að 60 - 80 cm dýpi og 1,0 meter í þvermál og 50 til 60 cm dýpi fyrir runnagróður. Því meira sem við leggjum í góð jarðvegsskipti því betri árangri getum við búist við.

Plöntur sem ræktaðar eru í pottum er hægt að planta hvenær sem er hvort sem er sumar eða haust, en berróta plöntum er best að planta á vorin, snemma sumars, eða að haustinum þegar þær hafa lokið ársvexti.

Þó tré geti vaxið og þrifist við lélegar aðstæður, þá er reglan sú að lengi býr af fyrstu gerð. Húsdýraáburð ætti að blanda við jarðveginn eða einhverjum öðrum lífrænum áburði, það eykur örverulífið í jarðveginum og stuðlar þannig að auknum efnaskiptum sem kemur plöntunum til góða. 

Fosfór (þrífosfat) það örvar rótarvöxtinn, setja 5-10 kg á hverja 100 fermetra.
Kalk ætti að setja í jarðvegurinn ef hann er súr, setja 25 kíló á 100 fermetra, jarðvegur er oft súr á þeim svæðum þar sem mikið rignir.

Þetta er eingöngu almennar reglur, en jarðvegur getur verið mjög mismunandi og getur haft mismunandi eiginleika. Blanda skal áburðinum saman við moldina eins mikið og mögulegt er. Þó þarf að hafa í huga að þegar plantað er, að forðast að húsdýraáburður liggi í haugum að rótum trjánna, það getur brennt ræturnar og og í versta falli drepið tréð.

Hversu djúpt á að planta:
Það er mismunadi hvers djúpt skal planta. Reglan er að víðirtegundir og alaskaösp ætti að planta þannig að jarðvegurinn fari allt að 10-20 cm upp á stofninn, þetta eru tegundir sem auðveldlega setja út nýjar rætur út úr stofninum og fá þannig öflugra rótarkerfi með því að planta þeim djúpt. Ágræddar rósir ætti að planta þannig að ágræðslustaðurinn sé um 10 cm undir yfirborð jarðvegsins

Flestum tegundum trjáa og runna er plantað þannig að jarðvegur rétt hylji ræturnar. Birki, hlynur, álmur, elri og gullregn eru dæmu um tegundir sem ætti að forðast að planta of djúpt.
Flestir skrautrunnar þola auðveldlega þó þeim sé plantað djúpt, en reglan er að planta þeim þannig að rótin sé rétt hulin með mold. Þegar plantað er skal reyna að dreifa úr rótunum eins og hægt er, ef rætur á litlum trjám eru mjög langar þá ætti frekar að klippa á þær en að kuðla þeim mikið saman.

Ef pottaplöntur eru með þéttan rótarhnaus sem vex í hringi ætti að greiða aðeins úr rótunum, svo þær geti vaxið út en vaxi ekki í hringi.

Þegar plantað er skal passa að rætur plantanna séu alltaf rakar, þegar sól skín ætti alltaf að hafa berróta plöntur í plastpoka eða hylja ræturnar með öðrum hætti þar til þær fara í jörðu. Jafnvel fáeinar sekúndur í sól og þurrki geta nægt til að tré verði fyrir áfalli. Berróta plöntur ætti alltaf að geyma þannig að jarðvegur hylji ræturnar þar til þeim er plantað út, og gæta að því að þær séu vökvaðar.

Millibil á plöntum:
Í limgerði sem á að klippa ætti millibil milli plantan að vera um 40 cm. [Annars staðar er mælt með 30-50 cm - aths. frá Sumar og sól.]

Skrautrunnar sem eiga að vaxa frjálst ættu að hafa minnst 70 cm milli plantana. Því stærri sem runninn er því meira bil ætti að vera milli plantnanna. Tré sem eiga að verða stór og vaxa frjálst ætti að planta með minnst 2 metrar millibili. Því stærri sem trén verða þegar þau eldast því meiri ætti millibilið að vera.

Oft er plantað þétt í upphafi og grisjað síðar, með því að fella tré eða flytja þau lifandi. Það virkar betur fyrir augað að sjá þétt plantað, auk þess sem trén njóta skjóls af hverju öðru í uppvextinum, og árangurinn verður þannig betri, en samt þarf að hafa í huga að grisja þegar fram líða stundir.

föstudagur, 13. júlí 2012

Lækur þornar upp eftir jarðskjálfta




Bæjarlækurinn hjá Óla í Nátthagi þornaði upp eftir skjálftann í Ingólfsfjalli

Ólafur Sturla Njálsson, garðyrkjubóndi á Nátthagi í Ölfusi segir að eitthvað mikið hafi gerst varðandi vatnsrennsli á svæðinu eftir jarðskjálftann í Ingólfsfjalli upp á 3,1 richter síðasta sunnudag.
"Skjálftann fundum við sem eitt kröftugt högg.  Skömmu eftir skjálftann bað ég aðstoðarkonu mína um að fara út í læk og ná í vatn í garðkönnuna og vökva nokkrar plöntur sem bíða gróðursetningar heima við hús mitt.  Styst var að sækja vatnið í lækinn þar.   Í læknum er hylur, þannig að þó lítið vatn sé í honum vegna þurrka undanfarið, er alltaf vatn í þessum hyl nógu djúpt til að dýfa garðkönnu í og fylla hana.   Daginn eftir áundir kvöld  átti ég leið fram hjá læknum á þessum stað og snarstoppa.  Allur lækjarfarvegurinn var þornaður upp eftir jarðskjálftann.   
Ekki er nú ábætandi eftir alla þurrkana hugsaði ég.  Djúpagrafningslækur sem rennur í gegnum allt land Nátthaga hefur aðeins einu sinni áður náð að þorna alveg, en það var í hitunum í ágúst 2004, þegar mældist upp í 28 stiga hiti fjóra daga í röð. Lækurinn hefur ekki þornað upp síðan, þrátt fyrir fimm undangengin þurrkasumur og svo þetta þurrkasumar líka.  Mér sýnist sem skjálftinn hafi haft þessi áhrif, hvað svo sem það táknar síðar meir?  Kaldavatnsborholan mín gefur ennþá vatn.  Skjálftinn hefur því ekki haft áhrif á rennslið í hana. 
Tilfinning mín er sú að þessi skjálfti sé undanfari stærri skjálfta í Ingólfsfjalli, eins og það sé ekki allt búið sem byrjaði í Ölfusinu í maí 2008.  Maður leiðir bara svona hjá sér alveg eins og væntanlegt gos í Kötlu, Heklu, Öskju. Vatnsleysið fer nú örugglega að hrjá fleiri en mig úr þessu á Suður- og Vesturlandi", sagði Ólafur Sturla í samtali við DFS

föstudagur, 6. júlí 2012

Flett í brúargólf | Fréttir | Um SR

06.07.2012

Starfsmenn Vesturlandsdeildar Skógræktar ríkisins hafa á undan förnum vikum unnið hörðum höndum við aðfletta timbri sem  verður notað í dekkið á brúnni yfir ginnungagapið sem myndaðist í Almannagjá á Þingvöllum (sjá mynd á forsíðu Fréttablaðsins 3. júlí[2]). Í þetta verkefni er notað sitkagreni úr Stálpastaðaskógi sem plantað var 1956 og er því 56 ára. Tvær sagir eru notaðar til verksins; gamla góða Wood Mizer bandsögin og svo nýja rammasögin sem var fengin frá Hallormstað í þetta verkefni.
[1]

Á meðfylgjandi myndum má sjá framleiðsluna.

06072012-3


06072012-4

Myndir og texti: Valdimar Reynisson

References

  1. ^ forsíðu Fréttablaðsins (vefblod.visir.is)
  2. ^ 3. júlí (vefblod.visir.is)

Source:http://www.skogur.is/um-skograekt-rikisins/frettir/nr/1734
Powered by Reader2Blogger

þriðjudagur, 3. júlí 2012

Balcony Gardener » /Strawberries

July 3, 2012 – 10:10 am

I found this copy of The Planter's Guide for the Home Gardener and Orchardist in my parent's garage. It was published by Tobe's Treery in Ontario. You might think that 'grow your own', and 'buy local' are new concepts created because of the threat of monoculture, peak oil and GM crops. But right after the war, grow your own in Canada was about feeding a family and sometimes about building a business.

[...]

[...]
Source:http://www.balconygardener.ca/2012/07/what-im-reading-3/
Powered by Reader2Blogger