mánudagur, 28. janúar 2013

Barrtré / köngultré

coniferous: of or relating to or part of trees or shrubs bearing cones and evergreen leaves. (Vocabulary.com)

Barrtré bera nálar í stað laufblaða, en á yrkja.is segir að nálarnar séu "í raun upprúlluð laufblöð". Þau blómstra ekki né bera ávexti, heldur köngla (að frátöldum eininum). Eftirfarandi er listi leikmanns yfir barrtré:

enska/latneska heitið - íslenska heitið

spruce/Picea – greni

larch/Larix – lerki

fir/Abies – þinur

pine/Pinus – fura

hemlock/Tsuga – þöll

Juniper/Juniperus – einir

Douglas-fir/Pseudotsuga – Douglasgreni*

(* einnig þekkt sem degli, dögglingsviður/döglingsviður, douglasviður, þallarbróðir og myrkárþöll /-þöllur.)

Af sígrænum plöntum má einnig nefna ývið (Taxus baccata), buxus (Buxus) og sýprus (Chamaecyparis).
-----

ÁHB skiptir þallarættinni í eftirfarandi undirættir og ættkvíslir:
Pinoideae: Pinus (furur).

Piceoideae: Picea (greni).

Laricoideae: Larix (lerki), Cathaya (sínaviðir) og Pseudotsuga (döglingsviðir).

Abietoideae: Abies (þinir), Cedrus (sedrusviðir), Keteleeria (ketuviðir), Nothotsuga (blendingsþallir), 

Pseudolarix (ljómalerki) og Tsuga (þallir).

-----
Smella má á myndirnar hér að neðan til að stækka þær.
Marþöll í Kópavogi
Hvítþinur í Lystigarði Akureyrar.
Blágreni í Garðabæ.
Döglingsviður (Douglasgreni) við Mógilsá
Sitkagreni í Kópavogsdal
Rússalerki í Kópavogsdal
Stafafurur í Brekkuskógi

þriðjudagur, 22. janúar 2013

Fjallaþinur

21. janúar 2013 - Norðurlandsskógar - Mynd viku

Fjallaþinur í Fossselsskógi (21.01.2013).

Fjallaþinur er ekki algengur í íslenskum skógum, þó víða leynist fallegir einstaklingar. Þessi glæsilegi fjallaþinur er í Fossselsskógi í S-Þingeyjarsýslu. Hann er gróðursettur upp úr 1960 og er líklega af kvæminu Sapinero.




View Entire Page (page2rss.com)

---
Upplýsingar um fjallaþin úr ýmsum áttum

Fjallaþinur (l. abies lasiocarpa, n. fjelledelgran, e. subalpine fir) er háfjallatré sem á uppruna sinn í Klettafjöllum N-Ameríku, í 1200-2600 m hæð yfir sjó samkvæmt vef Lystigarðs Akureyrar en allt að 3600 m skv. Skógræktarfélagi Rvk.

Fjallaþini er lýst sem meðalharðgerðum og skuggþolnum, með dökkgrænt og mjúkt barr á vefnum 'Trjágróður við sjávarsíðuna' (upprunalega úr grein Auðar I. Ottesen um 'flokkun trjágróðurs við sjávarsíðuna eftir harðgerði' í tímaritinu 'Við ræktum').

Samkvæmt vef Grísarár er fjallaþinur frekar harðgerður, verður venjulega 6-18 m á hæð, með stuttar greinar, nærri súlulaga og allt tréð ilmar. Á ingibjorg.is er honum lýst sem sígrænu stóru tré sem þrífist ágætlega og sé skuggþolið.

Storð.is lýsir fjallaþin sem 6-20 m keilulaga ilmandi tré með dökkblágrænum nálum, ljósari á neðra borði. Tréð þarf skv. vef gróðrastöðvarinnar skjól og rakan jarðveg og er mjög skuggþolið.

Vaxtahraði fjallaþins er hægur, sérstaklega framan af ævi skv. Lystigarði Akureyrar og kjörlendi hans “sól, hálfskuggi, skuggi, skjól.” Þar segir að tréð þoli illa umhleypinga og komi “aðeins til greina á köldum svæðum”, það er því spurning hvort höfuðborgarveðrið henti því illa. Helgi Þórsson segir að fjallaþinur sé “kalsækinn og dyntóttur” í Bændablaðinu 18. tbl. 2008.

Vefur Skógræktarfélags Reykjavíkur segir börk ungra trjáa gráan með harpixblöðrum, vöxturinn sé keiluulaga og góður ilmur sé af trénu öllu. Tréð þoli vel að vaxa í skugga.

Lúsin virðist angra fjallaþin skv. findmeacure.com:
Prefers growing on a north-facing slope. Occasionally planted for timber in N. Europe but this species does not thrive in Britain. It is a very cold-hardy tree but the milder winters of this country make it susceptible to damage by aphis and late frosts.

Fjallaþinur við Melgerði 1 í Rvk var tré febrúarmánaðar 2010 hjá SR, þá 9 metra hátt og rúmlega 40 ára gamalt. Hæsti fjallaþinur Íslands árið 2003 mun hafa veirð í Múlakoti, Fljótshlíð, um 10 m.

Eftirfarandi er útdráttur úr viðtali við Sigurð Blöndal í Sunnudagsblaði Mbl. 15. ágúst 1993.
Þinur er fallegt nafn. Það er trjáheiti sem Hákon Bjarnason og Steindór Steindórsson frá Hlöðum fundu í nafnaþulu Snorra-Eddu. Þetta er gamalt trjáheiti sem finnst reyndar ekki nema í einni útgáfunni af Eddunni. Fjallaþinurinn virðist vera eina þintegundin sem auðvelt er að rækta á Íslandi. Sérstaklega í innsveitum norðan og austanlands vegna veðurfars. Hann er amerísk háfjallategund sem hefur í aðalatriðum sama útbreiðslusvæði og blágrenið. Ofurmjó króna eða spjótsoddur einkennir hann.
Fjallaþinslundurinn í Trjásafninu [Hallormsstað] er vaxinn upp af trjám komin frá gróðrarstöðinni í Alastarhaugi á Hálogalandi í Noregi. Og eins og skuggþolnum trjám sæmir vex hann hægt, einn til tvo metra fyrstu 20 árin.

Verð á fjallaþin árið 2011:  Mörk: 60-70 cm á 3700 kr., Nátthagi 40 cm á 2900.

Hreinsun á þinfræi (af fésbókarsíðu Nátthaga 30. nóv. 2011):
Hreinsa eðalþinsfræið úr könglunum. Þeir detta í sundur og svo tínir maður fræin úr. Svo er að mylja vængina af og blása hratið burt og eftir er hreint fræið. Set það í raka mómold í plastpoka í kuldameðhöndlun inn í ísskáp með 2 stiga hita.
Úr erindi Sigvalda Ásgeirssonar og Árna Þórólfssonar, Nýjustu íslensku trjátegundirnar, á fagráðstefnu skógræktar 2012:
Fjallaþinur. Abies lasiocarpa hentar í jólatré, en er vangæfur í ræktun, nema undir skerm fyrstu árin og telst skuggaþolinn. Verður aðeins runni á miklum berangri. Gefur ekki jólatré, nema trén fái fulla dagsbirtu, er frá líður. Vex á svipuðu útbreiðslusvæði og þallirnar. Getur náð 20-30 m hæð, þar sem best lætur og vex sums staðar hérlendis nær jafnhratt og sitkagreni. Myndar þroskað fræ á tiltölulega ungum aldri og getur fjölgað sér með sveiggræðslu nærri skógarmörkum.

Garðheimar - Garðanördinn - umpottun pottaplantna

22.01.2013
Umpottun pottaplantna

Nú er sól farin að hækka á lofti og þá þarf að huga að umpottun á pottaplöntunum. Umpottun ætti aðallega að fara fram í febrúar eða mars, c.a annað hvert ár, en það fer eftir tegundum og vexti. Þegar keyptar eru nýjar plöntur þarf ekki að umpotta þær það árið. Það er auðvelt að sjá hvort plantan þarfnast umpottunar, það er hægt að athuga það með því að losa plöntuna úr pottinum. Ef ræturnar fylla út í pottinn og sést nánast engin mold, eða að ræturnar eru farnar að vaxa í hringi (komin rótarflækja) þá er alveg nauðsynlegt að umpotta. Ef einhver mold er sjáanleg setjið þá plöntuna aftur í pottinn með viðbættum jarðvegi og hagræðið henni vel. Ef rætur fara að vaxa í gegnum botngatið á pottinum og vöxtur verður hægur, þá er allur áburður búin úr jarðveginum og plantan nær ekki lengur súrefni, jarðvegurinn orðin alltof þéttur og skilar þess vegna ekki eðlilegum vexti. Nú er sól farin að hækka á lofti og þá þarf að huga að umpottun á pottaplöntunum. Umpottun ætti aðallega að fara fram í febrúar eða mars, c.a annað hvert ár, en það fer eftir tegundum og vexti. Þegar keyptar eru nýjar plöntur þarf ekki að umpotta þær það árið. Það er auðvelt að sjá hvort plantan þarfnast umpottunar, það er hægt að athuga það með því að losa plöntuna úr pottinum. Ef ræturnar fylla út í pottinn og sést nánast engin mold, eða að ræturnar eru farnar að vaxa í hringi (komin rótarflækja) þá er alveg nauðsynlegt að umpotta. Ef einhver mold er sjáanleg setjið þá plöntuna aftur í pottinn með viðbættum jarðvegi og hagræðið henni vel.

[...]

References
^ Umpottun pottaplantna (www.gardheimar.is)

þriðjudagur, 15. janúar 2013

Stórþinur - Norðurlandsskógar - Mynd viku

15. janúar 2013

Stórþinur (15.01. 2013)
Skógarbændur á Norðurlandi sem stunda nám í Grænni skógum II, fóru í námsferð til Danmerkur sl. haust. Ein af þeim trjátegundum sem hópnum var sýndur var stórþinur (Abies grandis) Þessi tegund vex gríðarlega hratt, en árlegur vöxtur á hektara er um 40 m3 til samanburðar vex rauðgreni um helmingi minna eða um 20 m3 á ári. Viður stórþins er hins vegar mjög lélegur og til lítils nýtilegur þar sem hann er mjög laus í sér. Danir flytja megnið af stórþininum út til Indlands þar sem hann er nýttur með ýmsum hætti.




Permalink[1] | View Entire Page[2]

References
^ Permalink (page2rss.com)
^ View Entire Page (page2rss.com)

Source:http://page2rss.com/p/9e6080c16f4ae3a447cbb54a8c6182c9_6325881_6337659

Powered by Reader2Blogger

laugardagur, 12. janúar 2013

Det store ahorntræ er fældet


[Myndasería af garðahlyn sem felldur var í dönsku garði. Neðst er mynd af trénu í fullum skrúða.]



Her er det sidste billede af det store ahorntræ, som stod alt for tæt huset.

Træet skulle fældes for ikke at gøre skade på huset, og det er sket i denne uge.



Vi havde ikke mod på selv at gå i gang med fældningen af så stort et træ, for tænk hvis noget gik helt galt. Derfor havde vi bestilt en professionel skovmand til at udføre opgaven, for at være sikre på, det var en, der havde 100% styr på tingene og forsikringen i orden, hvis træet mod al forventning skulle tage et forkert drej.



Forhugget er taget, og jeg må tilstå jeg havde lidt kriller i maven.



Der blev gået sikkert og professionelt til værks, og inden vi fik set os om, begyndte træet at hælde helt efter planen :-)







Sikke et brag der lød, da træet ramte plænen. Pyha, ikke mere mavekriller ;-)



De største stammer blev savet op i 30 cm stykker, så de er klar til at blive kløvet. Jeg er dybt imponeret over, hvad en professionel skovmand kan klare på en time !

Herfra tager vi selv over. Der er vist arbejde nok til os et pænt stykke tid, inden der er ryddet op efter det her ;-)
[Mynd af trénu frá sept. sl.:]



Source:http://mitgronneunivers.blogspot.com/2013/01/det-store-ahorntr-er-fldet.html
Powered by Reader2Blogger

Sagan af förgun viðarins er svo hér frá 1. apríl 2013: http://mitgronneunivers.blogspot.com/2013/04/det-store-ahorntr-skrumper-ind.html

miðvikudagur, 9. janúar 2013

Dagatal ársins 2013 | SR



Út er komið dagatal Skógræktar ríkisins fyrir árið 2013 og er rafræn útgáfa þess aðgengileg hér á skogur.is.
Þema dagatalsins að þessu sinni eru rannsóknir í skógrækt. Sérfræðingar Rannsóknastöðvar skógræktar á Mógilsá eru höfundar texta en ritstjórn og umbrot var í höndum Estherar Aspar Gunnarsdóttur.

Dagatal Skógræktar ríkisins 2013[1]

Mynd: Brynja Hrafnkelsdóttir

References

  1. ^ Dagatal Skógræktar ríkisins 2013 (www.skogur.is)

Source:http://www.skogur.is/um-skograekt-rikisins/frettir/nr/1864
Powered by Reader2Blogger


þriðjudagur, 8. janúar 2013

Heit- kaldörvun

[...] Heit- kaldörvun:
a. Fræið er tekið úr berjum ef þörf er á því (t.d. reynir, rósir o.fl.) og látið standa í vatni í tvo sólarhringa. Oft eru í fræunum efni sem hindra spírun. Þessum efnum þarf að eyða, þau skolast út í vatnið.
b. Fræið er geymt rakt í 2-4 vikur við stofuhita (15-25°C). Sennilega er heppilegast að blanda fræið með jafnmiklu af hreinum og rökum vikursandi eða sphagnum mosa til að forðast myglumyndun í heitörvuninni. Sandinn eða mosann má sótthreinsa áður (hita í bakarofni í 1 klst. Við 60-70°C).
c. Fræið (ásamt sandinum/mosanum ef við á) er geymt í plastpoka í kæliskáp við 2-5°C hita í 90-120 daga.
Varast skal að láta fræið þorna, en samt má það ekki liggja í vatni. Það er mjög mikilvægt að fræið sé alltaf rakt.
Ég vona að þessar upplýsingar komi ykkur að gagni og veiti ykkur hér með leyfi til að nota þær, en að sjálfsögðu að því tilskildu að málfræðin sé leiðrétt.
-Þórarinn Benedikz, Mógilsá

Source: http://www.grodur.is/index.php/component/content/article/141-raegjoef-vor/43-medlun-trjfyrir-sngu



---

Til eru ýmsar aðferðir við að "búa til vetur" fyrir fræ, eins og lesa má um á netinu. Tillaga að leitarorðum: easy cold stratification. Hér eru fínar leiðbeiningar þar sem mælt er með því að nota aðeins nokkra dropa af vatni í plastpoka með sandi og fræjum.

föstudagur, 4. janúar 2013

Ræktun stafafuru í sáðbakka

I. Conifers/Pine trees in general
Af http://en.allexperts.com/q/Conifers-713/2008/8/Pine-trees-general.htm - Expert: Jim Hyland - 8/5/2008

Get a tray that is suitable to plant your pine cone seeds in and fill it with a good seed starter soil. Then take the pine cone seeds you have gathered and polk the seeds into the soil so they are about an inch [2,5 cm] apart. Water the seeds well and cover the tray with some plastic so the seeds stay moist. Keep the tray of pine cone seeds in a warm preferably sunny spot. Keep the seeds moist until the seeds spout into little plants. Then you can take the plastic off of the tray and make sure the tray is in a sunny location. Keep the little pine tree seedlings watered.

After the seedlings are about an inch or two [2,5-5 cm] high you can transfer them into a pot of there own. Use good potting soil for the pine trees and gently transfer them into their own pot. At this point you can give these little pine tree seedlings to friends and relatives or you can continue to care for them until they are big enough to plant outside. They should be between six inches [15 cm ] tall to a foot [30 cm] tall before they are planted outside. After they are planted outside they will need the weeds cut around them for a few years until they can take off on their own. When the pine trees grow to be taller then the weeds around them then they can pretty much take care of themselves. Growing pine trees from seed is a long commitment but a good one for our earth.

II. Ræktun undir dagblaði
Helga R. Einarsdóttir (4. janúar 2013, á facebooksíðunni ræktaðu garðinn þinn):
Ég hef margoft sáð furu af ýmsum gerðum. Fæ mér bara mold í bakka í apríl eða maí dreifi fræjumum á moldina og þek svo yfir með þunnu moldarlagi. Breiði dagblöð yfir á þvottahúsborðinu og passa að halda röku. Spírar vel og á þremur vikum verða til litlar furuplöntur tilbúnar til að fara út í kalt gróðurhús í júní og svo í potta. Það er reyndar líka sniðugt að nota svona "pottabakka" og láta eitt fræ í hvert hólf, þá geta greyin fengið að vera á upprunastað fyrsta árið, eða tvö.
H. Hafliðason segir svo frá því á fb.vef Trjáræktarklúbbsins í apríl 2015 að best sé fyrir ungplöntur að notast hrjúfa mold í pottunum, gjarnan úr í furulundi og blönduð með vikri og holtasandi til helminga.
Tvær furur í Brekkuskógi í ágúst 2011.
Hugsanlega bergufra til vinstri og stafafura til hægri.
III. Grow a Pine Tree from Seed
Af http://www.desertmud.com/articles_details/ArticleID/1

The right time to start:
For ideal growth, you want to have the trees spend their first weeks in non-freezing weather. I plant my seeds in the end of December or in Jan. and expect them due by March-April. However this is extrememly vairable depending on what you do to your seeds before planting as certain processes may speed this up: soaking, stratification, scarification.

Growin' the trees:
First find a sunny window INdoors to place the pots. If you start the trees outdoors you're asking for trouble from birds and squirrels & THESE EXTREMELY FOUL SMELLING CRAP WHITE MINI WORMS DESTROYING YOUR PRECIOUS SEED. Get some small growing cubicles (like the six pack ones that you can buy small flowers or tomatos in). The most important thing is depth not width & don't go overboard! I use Kellog's all purpose potting soil, others will do, but I just like Kellogs. Fill the pots up with the potting soil and water them very well. Push the seed vertically into the soil (one per cubicle) so that the top is barely below the surface of the soil and cover the top of the seed with a very thin layer of soil. Make sure you put the proper end of the seed facing down into the soil. The end of the seed which should enter the soil first is pointier than the other end. If it is hard to tell which end is pointier I think you have a defective seed ;-). Water occasionally, don't soak 'em but just keep the soil throughly watered at all times and just wait, be patient it may take a few months to see anything change..
A friend of mine uses the following technique with great success for Pinon pine: soak the seeds overnight and then place the seeds between a few layers of very damp paper towels. Keep the paper towels consistently very damp by spraying with a squirt bottle very often. Once the seed cracks open and the tap root begins to extend, the seeds need to be planted in potting soil, root end down (duh). The root (and future tree) will die quickly if it does not begin to get nutrition from actual soil, not paper towels.

When the seeds start rising:
This is a good sign. When the needles start bowing out you need to watch to make sure they continue to bow or grow longer. If they do, leave the tree alone; if they are bowed somewhat and then don't change for about two days, hold the tree in place gently but firmly and slowly pull the seed off. Also important, the tree will lean towards the window so it is necessary to turn the pots around so that the tree remains roughly verticle. As soon as the seed falls off, take the tree outside and plant it in about a 1 gal. [3,7 lítra] sized pot (in potting soil) and keep it watered. If you take good care of it and give it exactly what it needs (who knows what this is?) it may grow up to a foot [30 cm] or so in the first two years. After the first two years it will likely be outgrowing the 1 gallon [3,7 lítra] pot and it should be planted, preferably in its permanent location in the ground. Coulter pines that are planted in larger and larger pots tend to grow slower and are easier to kill (sometimes hard to keep alive). Water them well, very few trees are drought resistant in a pot and Coulter pine is not one of them.

An interesting note:
If you are lucky enough to find an unopened but ripe cone, it may contain ~170-200 viable seeds!! Getting all the seeds out without injuring them should take a few hours, water & pliers help.

Stafafura við Kópavogstjörn.
Stafafura nálægt Kópavogstúni.
Stafafura í Kópavogsdal.
Síðast uppfært í apríl 2015.

Sáning - Kristinn H. Þorsteinsson í Mbl. 1999

Kristinn H. Þorsteinsson, formaður Garðyrkjufélags Íslands segir að í öllum aðalatriðum gildi sömu reglur, hvort sem um er að ræða sumarblóm, fjölæringa eða tré. [...]
Hér er tekið dæmi um sáningar á birki
Moldin
Sáðmold er hægt að kaupa tilbúna í verslunum, hún er myldin og í henni er hæfilegt magn næringarefna og því því heppileg til sáningar. Ekki er nauðsynlegt að sá í sérstaka sáðbakka, heldur má notast við nær hvaða ílát sem er, til dæmis undan ís eða skyri, svo framarlega sem stungin eru göt í botninn og framræsla tryggð. Bakkinn er fylltur að þremur fjórðu hlutum og þjappað létt á moldina. Sé þjappað of fast fer súrefni úr moldinni og spírun gengur verr, en sé moldin ekki þjöppuð er hætta á að fræ liggi laus ofan á moldinni og nái síður tengslum við jarðveginn. Fræi er sáldrað yfir moldina. Hæfilegt er að gera ráð fyrir um 100 spíruðum fræjum í bakka sem er 20x30 sentímetrar, en sú stærð hentar vel í venjulega gluggakistu. Sé spírunarhlutfall 50% sem oft er hjá birki má hæglega sá 200 fræjum í bakka af þeirri stærð en í einu grammi af birkifræi eru hátt í 900 fræ. Sé spírunarhlutfall hærra en 50% er rétt að fækka sáðum fræjum sem því nemur.

Um 1-2 millimetra þykku lagi af vikri eða sandi er sáldrað yfir fræin, en sáldrið heldur raka að moldinni. Stærri fræ t.d. greni þarf að hylja meira eða sem nemur 3-5 sinnum þvermáli fræsins. Raki er eitt af lykilatriðum til að spírun takist.

Vökvað neðan frá
Að svo búnu er moldin vökvuð og er best að vökva neðan frá í gegnum göt á sáðbakkanum. Sé vatni hellt yfir bakkann, þéttist moldin og súrefni í henni minnkar auk þess sem fræin geta skolast til ef ekki er farið varlega að. Best er að leggja bakkann í eldhúsvask með volgu vatni og láta hann standa þar í 10-15 mínútur, eða þar til sáldrið hefur dökknað.

Þá er sáðbakkanum komið fyrir í gluggakistu, helst í vesturglugga og hvítt plast lagt yfir. Það heldur raka að moldinni. Einu sinni á dag er gott að lofta um moldina og taka plastið af í nokkrar mínútur. Moldin má aldrei verða þurr né of blaut en vökvun krefst mikillar umhyggju og er eitthvert vandasamasta verkið í uppeldinu. Ef um er að ræða fræ sem spírar í myrkri þarf að leggja t.d. svart past yfir sáðbakkann og er þá betra að hann standi ekki í glugga meðan hann spírar því mikill hiti getur myndast undir plastinu

Árangur sést eftir um það bil tvær vikur
Misjafnt er hversu langan tíma tekur fyrir fræ að spíra það fer eftir tegundum en ekki er óalgengt að það taki 7-14 daga. Þegar megnið af fræjunum hefur spírað er plast tekið ofan af bakkanum og þá fer birta að skipta plönturnar mestu máli. Þær teygja sig í átt að ljósi og því er mikilvægt að láta þær standa þar sem þær fá sem mesta birtu. Markmiðið er ekki að fá langar spírur, heldur þétta og laufgaða plöntu. Nýspíruð fræ mega ekki standa í sterku sólarljósi og sé sáðbakki til dæmis hafður í suðurglugga er nauðsynlegt að skyggja örlítð á hinar viðkvæmu plöntur. Það má t.d. gera með því að setja festa dagblað á glerið á glugganum og draga þannig úr mestu birtunni. Best er að plönturnar séu í vesturglugga. Austurgluggi er næstbesti kostur og suðurgluggi er í þriðja sæti. Illt er að þurfa að notast við norðurglugga, því birta inn um hann er mjög takmörkuð.

Fljótlega eftir spírun myndast tvö lítil laufblöð, sem nefnd eru kímblöð. Í kjölfarið stækka smáplönturnar og laufblöðum fjölgar. Þá þarf að dreifplanta, til að auka vaxtarrými hverrar plöntu.

Vaxtarými aukið
Á þessu stigi má notast við venjulega gróðurmold. Stærri sáðbakki er fylltur að - hlutum af henni. Einnig má lítinn 4-6 sentímetra pott fyrir hverja plöntu. Gerð er hola í moldina, til dæmis með blýanti. Síðan er hver planta tekin varlega upp úr sáðbakkanum og henni komið varlega ofan í nýja pottinn sinn. Ekki minnkar þörf fyrir birtu, en á þessu stigi hafa plöntunar gott af ögn lægri hita ef mögulegt er. Annars geta þær orðið linar og þróttlítilar. Þegar hætta á næturfrosti er liðin hjá má fara út með smáplönturnar og venja þær smám saman við loftslagið sem þær koma til með að búa við næstu árin. Æskilegt getur verið að hylja plönturnar með trefjadúk (akríldúk) eða plasti fyrstu næturnar, en síðan er þeim komið fyrri á skjólgóðum stað í garðinum t.d. í vermireiti til næsta vors, jafnvel lengur eða þar til þær eru gróðursettar.

Birtist í Mbl. 22. maí 1999