þriðjudagur, 9. október 2012

Grágæsadalur - yndisleg frásögn

Eftirfarandi innslag var birt í sjónarpsþættinum landanum, í október 2012.

Úr umræðum um innslagið, í hópnum Vinir lúpínunnar, sunnudaginn 7. okt. 2012:

Einar Gunnarsson:
Völundur er bróðir Hrings listmálara og fleiri merkra bræðra frá Haga í Aðaldal. Hann rak trésmiðju Kaupfélags Héraðsbúa um áratuga skeið og var einn helsti frumkvöðull í Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs. 
Hrafn Arnórsson:
Frábært að sjá þetta. Það fer síðan ekki hjá því, jafnvel þó ljóst sé að mikla vinnu og natni hafi þurft til að skapa þennan reit, að hann gefi vísbendingu um hvernig gróðurfar ætti í raun að vera á þessum slóðum. Auðnin er manngerð, íslensk náttúra er ónáttúruleg! 
::: Viðbót, júlí 2015:

Í þættinum Ferðastiklur þann 14. júní 2015 birtu Lára Ómarsdóttir og Ómar Ragnarsson meðfylgjandi umfjöllun um Grágæsadal ásamt viðtali við Völund.

::: Viðbót, september 2021:

Völundur lést 2021.


1 ummæli: