laugardagur, 30. mars 2013

Elliðaárdalur - myndir 1989 og 2008

Af vef Orkuveitunnar (or.is):
Elliðaárdalurinn er eitt fjölsóttasta útivistarsvæði Reykvíkinga enda býður hann upp á fjölbreytta möguleika til útivistar. Í Elliðaárdal eru stígar og brautir fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur sem og fræðsluskilti um jarðfræði og gróður dalsins. 
Jarðfræði Elliðaárdals er einstök vegna margbreytileika síns. Við Elliðaárósa eru merkileg setlög, kölluð Elliðavogslögin og má þar finna leifar ýmissa plantna sem uxu við Elliðavog fyrir nokkur hundruð þúsund árum og skeljar af grunnsævi. Það má einnig finna jökulrákaðar grágrýtisklappir, hraun frá nútíma og sjávarhjalla. Elliðaárnar hafa oft verið nefndar perla Reykjavíkur, enda einstakt að laxveiðiá renni í gegnum höfuðborg. 
Reykjavíkurborg keypti Elliðaárnar árið 1906 til beislunar vatnsafls en Elliðaárstöð hefur framleitt rafmagn frá árinu 1921. Trjárækt í Elliðaárdalnum hófst um 1950 og hefur uppgræðslu verið haldið áfram sleitulaust síðan. Félagsheimili Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðaárdal var tekið í notkun um 1960.
Mynd af vefnum midborg.blog.is frá 2008
Mynd sem birtist í Skógræktarritinu 1989
Sjá einnig skýrslu Jóhanns Pálssonar, Flóra Elliðaárdals frá 2004 sem unnin var fyrir Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur árið 2004 (varatengill).

Íslensk trjáheiti - yfirlit yfir nöfn trjáa (1987)

Ágætis yfirlit Óla Vals Hanssonar í Skógræktarritinu 1987, síðu 123 í vefskjalinu (bls. 121 í ritinu), yfir hvað tré heita á íslensku. Þar gefur einnig að líta nöfn yfir yrki á ensku og sænsku, auk latínu að sjálfsögðu.

Smelltu á myndina til að stækka hana


föstudagur, 29. mars 2013

Lúpína og sitkagreni

Úr grein eftir Þröst Eysteinsson, Áhrif alaskalúpínu á vöxt grenis, í Skógræktarritinu 1988 (bls. 75).




miðvikudagur, 20. mars 2013

Yndisgróður - Samanburður á runnaklónum fyrir skjólbelti

20. mars 2013


Runnagróður er mikilvægur þáttur í uppbyggingu skjólbelta til að halda þeim
þéttum niður að jörðu þar sem hávaxnari trjátegundir verða flestar gisnar að
neðan með aldrinum. Runnar sem mynda eiga varanlegt neðsta lag í blönduðum
skjólbeltum þurfa að vera skuggþolnir, úthaldsgóðir og hafa endurnýjunarhæfni.
Standi runnar mjög áveðurs reynir meira á vindþol, saltþol og rótarfestu þeirra.
Þar henta því fremur frumherjategundir, þær eru hinsvegar almennt ljóselskar
og koðna gjarnan niður við samkeppni og skuggavarpi hávaxnari tegunda. Því
getur það verið kostur fyrir slíkar runnategundir að skríða lítillega til hliðar og
þannig endurnýja sig.
Í safni Yndisgróðurs eru yfir 500 yrki af um 175 tegundum og þar af um 76
harðgerð yrki af 43 tegundum sem fullnægja að einhverju eða verulegu leyti
þeim kröfum sem gerðar eru til skjólbeltaplantna.

Greinina má nálgast hér. Hún birtist fyrst í Riti Mógilsár nr.27/2013.


Source: http://yndisgrodur.lbhi.is/pages/2604

Powered by Reader2Blogger

þriðjudagur, 12. mars 2013

RÚV: Okkar á milli - Sigurður Arnarson

Viðtal aðgengilegt sem hlaðvarp (MP3, 35,7 MB) á vef RÚV.

"Rætt er við Sigurð Arnarson, kennara á Akureyri, sem er mikill áhugamaður um skógrækt og ekki síður landgræðslu. Hann segir frá því hvernig ræktunaráhuginn byrjaði hjá honum sem strák í Hafnarfirði og ræðir um tilraunir sem hann gerði með niturbindandi plöntur þegar hann var skógarbóndi í Eyrarteigi í Skriðdal.

Sigurður ræðir um eðli íslensks jarðvegs sem skortir einkum nitur en einnig brennistein og hversu mikilvægt er að rækta niturbindandi plöntur og friða land fyrir beit til að endurheimta landgæði og snúa við gróður- og jarðvegseyðingu. Sigurður gagnrýnir Landgræðsluna og segir hana ekki stunda eðlilega landgræðslu heldur viðhald á beitarlandi. Hann gagnrýnir líka lausagöngu sauðfjár á Íslandi og telur mikilvægt að bændum verði gert að halda sauðfé sínu innan girðinga og beit verði stýrt á land sem þolir beit. Umsjón: Pétur Halldórsson peturh@ruv.is"
Mynd Hrafns Arnórssonar 2012
af lúpínureit á Melrakkasléttu ekki langt frá Leirhafnarbæjum.

Mynd Aðalsteins Sigurgeirssonar 2012
af beit skammt austan Grindavíkur