laugardagur, 24. maí 2014

Eins, tveggja og þriggja hólfa moltukassar

Fyrsti moltukassinn er að mestu búinn til úr grisjunarvið, eitt hólf.
Kassi tvö er útbúinn tveimur hólfum fyrir venjulega moltugerð og plássi fyrir moltutunnu á kantinum.
Sá þriðji er með þremur hólfum, leiðbeiningar fyrir smíði hans má finna hér.

þriðjudagur, 20. maí 2014

Skogur.is: Fræmiðstöð Skógræktarinnar - Fræ af flestum skógartrjám sem bera fræ á Íslandi

Af vef S.r.:
Nýr uppfærður frælisti er nú kominn á vef Skógræktar ríkisins. Frælistinn er lagfærður reglulega eftir því sem berst af fræi í fræbanka Skógræktarinnar í fræmiðstöðinni á Vöglum í Fnjóskadal. Nýr hnappur fyrir frælistann hefur verið settur á forsíðu vefsins skogur.is. 
Á Vöglum í Fnjóskadal er fræmiðstöð Skógræktar ríkisins og þar er líka framleitt fræ af úrvalsbirki og lerkiyrkinu Hrym í stóru gróðurhúsi sem kallað er Fræhúsið. Fræmiðstöðin á Vöglum selur trjáfræ af flestum skógartrjám sem bera fræ á Íslandi. Á listanum er nú til dæmis fræ af ilmbjörk frá 21 stað á Íslandi (Betula pubescens), steinbjarkarblendingur frá Tumastöðum og úr Múlakoti (Betula ermanii x pubescens), nokkrar tegundir af elri frá sömu stöðum, mest af sitkaelri (Alnus sinuata). Nefna má auk ilmreynis knappareyni (Sorbus americana) og úlfareyni (Sorbus x hostii), auðvitað líka hið frábæra lerkiyrki ,Hrym' og svo mýrarlerki, líka fjallaþin, rauðgreni og að sjálfsögðu sitkagrenifræ sem tekið hefur verið af trjám á einum tíu stöðum hérlendis. Nokkrar furutegundir eru á listanum og loks er gaman að nefna fræ af tveimur tegundum eðallauftrjáa sem þarna eru á lista. Þar er bæði askur (Fraxinus excelcior) og garðahlynur (Acer pseudoplatanus). Fræin eru af trjám sem vaxa á Tumastöðum og í Múlakoti. 
[...] 
Nokkuð hefur borið á því að jafnvel reynt ræktunarfólk viti ekki af þessari þjónustu Skógræktar ríkisins og því er vakin sérstök athygli á henni hér. Þjónusta fræmiðstöðvarinnar er öllum opin og aðgengileg.
---
Svokallað fræhús - mynd af skogur.is.
Brot af frælistanum 2014.

Hnappurinn á forsíðu S.r.

laugardagur, 17. maí 2014

Rótarhormón fyrir græðlinga úr víðiberki eða víðigreinum

Uppskrift að heimatilbúnu rótarhormónaseyði (rótarhvata): 

Innihald: Fyrsta árs greinar af víði eða ösp. Börkur á einnig að virka.

Aðferð:
  1. Greinar klipptar niður í nokkurra cm búta / börkur rifinn niður.
  2. Sett í ílát, t.d. glas, og sjóðandi vatni hellt yfir.
  3. Látið kólna yfir nótt.
  4. Síað, t.d. með kaffifilter.
  5. Græðlingar látnir standa í vökvanum í nokkra klukkutíma eða yfir nótt áður en þeim er stungið niður. Einnig má vökva græðlinga sem stungið hefur verið í niður með víðisvatninu, mælt er með því að gera það tvisvar til að hámarka árangur.
Geyma má vökvann í lokuðu íláti í ísskáp í allt að tvo mánuði.


Meira um hormónaseyði vefnum Deep Green Permaculture:
“Willow Water” – How it Works
“Willow Water” is a homebrew plant rooting hormone that is easily made and can be used to increase the strike rate (growth of roots) of cuttings that you’re trying to propagate. 
The way that it works can be attributed to two substances that can be found within the Salix (Willow) species, namely, indolebutyric acid (IBA) and Salicylic acid (SA). 
Indolebutyric acid (IBA) is a plant hormone that stimulates root growth. It is present in high concentrations in the growing tips of willow branches. By using the actively growing parts of a willow branch, cutting them, and soaking them in water, you can get significant quantities of IBA to leach out into the water. 
Salicylic acid (SA) (which is a chemical similar to the headache medicine Aspirin) is a plant hormone which is involved in signalling a plant’s defences, it is involved in the process of “systemic acquired resistance” (SAR) – where an attack on one part of the plant induces a resistance response to pathogens (triggers the plant’s internal defences) in other parts of the plant. It can also trigger a defence response in nearby plants by converting the salicylic acid into a volatile chemical form. 
When you make willow water, both salicylic acid and IBA leach into the water, and both have a beneficial effect when used for the propagation of cuttings. One of the biggest threats to newly propagated cuttings is infection by bacteria and fungi. Salicylic acid helps plants to fight off infection, and can thus give cuttings a better chance of survival. Plants, when attacked by infectious agents, often do not produce salicylic acid quickly enough to defend themselves, so providing the acid in water can be particularly beneficial.
Græðlingar af hegg / heggvið (Prunus padus) um miðjan júlí.
Í maí árið eftir eru þeir flestir lifandi - ekki voru notuð rótarhormón.


laugardagur, 3. maí 2014

Blágrenisakur

Fallega myndskreytt frétt af vef Gróðrarstöðvarinnar Kjarrs, Kjarri Ölfusi:
Gleðilegt sumar 
Það vorar hratt og gróðurinn tekur framförum með hverjum deginum. Upptaka á plöntum er hafin og byrjað er að tína á sölusvæðið sýnishorn af harðgerðari tegundum. Sjaldnast er sölusvæðið fullmótað fyrr en um miðjan maí og vonandi gengur það eftir. Hér má sjá blágreni sem bíður upptöku.
Flokkar: Fréttir úr gróðrarstöð 2. maí 2014