Af vef Ávaxtaklúbbs Garðyrkjufélags Íslands á facebook.
mánudagur, 18. ágúst 2014
fimmtudagur, 7. ágúst 2014
Hvenær er best að klippa trjágróður?
Frekar seint er að klippa tré og runna þegar komið er fram í ágúst, fyrir utan víði og ösp. Trén eru að ljúka vexti og ganga frá brumum fyrir veturinn.
Sumarklipping er gerð tímabilið 20. júní til 20. júlí, þá nær gróðurinn að ljúka vextinum á eðlilegum tíma.
Formklippingar og stærri inngrip er best að ráðast í að vetri til (febrúar og mars) á meðan gróðurinn er lauflaus.
Að mestu byggt á þjóðráðum H. Hafliðasonar
Sumarklipping er gerð tímabilið 20. júní til 20. júlí, þá nær gróðurinn að ljúka vextinum á eðlilegum tíma.
Formklippingar og stærri inngrip er best að ráðast í að vetri til (febrúar og mars) á meðan gróðurinn er lauflaus.
Að mestu byggt á þjóðráðum H. Hafliðasonar
Limgerði með kasmírreyni. |
mánudagur, 4. ágúst 2014
Lítið um ertuyglu
Minna er um ertuyglu þessa dagana en á sama tíma síðustu sumur. Ertuygla lifir einkum á plöntum af belgjurtaætt (ertuætt) en leggst einnig talsvert á annan gróður. Alaskavíðir er henni t.d. vel að skapi.
Árið 2007 fór hún að gera vart við sig fyrr en áður, í lok júlí, en hafði í mörg sumur fram að því verið mest áberandi í ágúst og september, eins og sagt er frá í frétt á vef Hekluskóga 24. júlí 2008:
Árið 2007 fór hún að gera vart við sig fyrr en áður, í lok júlí, en hafði í mörg sumur fram að því verið mest áberandi í ágúst og september, eins og sagt er frá í frétt á vef Hekluskóga 24. júlí 2008:
Yglurnar hafa fundist í miklu magni víða um Suðurland síðustu ár og þá í ágúst og september. Hafa þær þá verið svo seint á ferðinni, að flestar trjátegundir hafa verið búnar að mynda brum og hausta sig. Hafa tré því sjaldnast beinlínis drepist af völdum yglunnar, heldur hefur þetta hægt á vexti eða valdið kali þegar trén hafa reynt að mynda nýja sprota.
Nú virðast ertuyglurnar þó vera heldur fyrr á ferðinni en síðustu sumur og hugsanlega í meira magni.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)