Að hækka eða lækka sýrustig jarðvegsins25.4.2013 | 18:40
[...]
Til að lækka sýrustig er notað kalk
Til þess að auka sýrustig um 1
Prófið að nota 100 grömm af kalki á hvern fermetra ef jarðvegurinn er sendinn
Þrefalt það magn, 300 grömm, ef jarvegurinn er leirkenndur
Tvöfalt það magn, 200 grömm, ef jarðvegurinn er mitt á milli, moldarjarðvegur
Sveppamassi gerir jarðveginn basískari
Til að hækka sýrustig er notaður brennsteinsáburður
Til að minnka sýrustig um 1
Prófið að nota 35 grömm á hvern fermetraer jarðvegur er sendinn
Þrefalt það magn fyrir annan jarðveg.
Það þarf að raka þetta vel í moldina.
Sag, laufmold og mómold gerir jarðveg súrari
(Höf. Brynhildur Bergþórsdóttir)
Við þetta má bæta nokkrum orðum af vef Ólafs Arnalds um íslensku moldina:
Íslenskur jarðvegur er afar sérstakur á alþjóðlegan mælikvarða. Jarðvegur gróinna svæða myndast í gjósku sem fellur til við áfok og í eldgosum. Þessi efni eru basísk, þau veðrast afar hratt og það myndast eldfjallajörð (Andosol), einkennisjarðvegur hins eldvirka beltis jarðar. Þetta er í eðli sínu mjög frjósöm jörð sem safnar mikið af lífrænum efnum, sé landið ekki ofnýtt.