Erum við eins moldrík eins og við höldum?
Þær
eru nokkrar aldirnar síðan Ingólfur og félagar tóku land á óbyggðri
eyju langt norður í hafi og settust þar að. Sagan segir að þar hafi
verið búsældarlegt um að litast; grasi grónir vellir, skógi vaxnar
brekkur og tærir fjallalækir. Flest allt sem hugurinn girntist árið 874.
Það tókst nú samt ekki betur en svo hjá ágætum forfeðrum okkar að innan
fárra alda höfðu þeir rústað stórum hluta vistkerfa eyjunnar sem lofaði
svo góðu þegar þeir stukku í land.
Stærsta ástæða þess, eitthvað sem þeir höfðu engar forsendur til að geta sér til um, var jarðvegsgerðin. Auðlindin dulda var nefnilega gædd öðrum eiginleikum en þeir þekktu frá fyrri heimkynnum sínum. Þótt gróðurfarið minnti á gamla landið var samspil gróðursins og eldfjallajarðvegsins íslenska gjörólíkt. Íslenska moldin er frjósöm en hún er að sama skapi mjög viðkvæm og rofgjörn og þegar aðgangshörð landnýting bættist ofan á harðneskjulegt veðurfar og eldvirkni þá var ekki við góðu að búast. Þetta vissu Ingólfur og félagar alls ekki og hjuggu og beittu skóga og gróna bala sem í Noregi væru.
Náttúruleg ásýnd eða ásýnd eyðileggingar?
Afkomendur þeirra náðu ekki heldur að byggja upp þekkingu á eðliseiginlegum íslensku moldarinnar og því fór sem fór. Frá landnámi höfum við tapað tugmilljónum tonna af frjósamri mold úr vistkerfum okkar og við horfum enn á eftir henni fjúka úr rofnu landi á haf út. Alltof víða þar sem við dásömum ósnortna náttúru Íslands og tölum af innlifun um mikilvægi þess að vernda hana í þeirri mynd, þá erum við í raun að horfa á eydd eða jafnvel hrunin vistkerfi; illa snortin af ofnýtingu fyrri alda. Ísland er vistfræðilega verst farna land Evrópu.
Er það raunverulega eitthvað til að hampa?
Maður skyldi ætla að í dag værum við búin að átta okkur á mikilvægi moldarinnar. Að nú væri allri auðlindanýtingu stýrt útfrá þeirri staðreynd að tilvera okkar og annarra lífvera byggir að mestu á jarðveginum og getu hans til að að meðal annars framleiða lífmassa, brjóta niður lífrænar leyfar með aðstoð örvera og smádýra, að hreinsa og geyma vatn og binda kolefni úr andrúmslofti í samvinnu við gróðurinn sem í honum vex.
En nei, því fer fjarri. Þrátt fyrir alla þá þekkingu sem við höfum blessunarlega náð að byggja upp síðustu aldirnar þá virðist moldin jafn ósýnileg sem áður og alltof fáir meðvitaðir um gildi jarðvegsverndar í hagrænu og vistfræðilegu samhengi.
[...]
Sjá greinina í heild sinni.
Stærsta ástæða þess, eitthvað sem þeir höfðu engar forsendur til að geta sér til um, var jarðvegsgerðin. Auðlindin dulda var nefnilega gædd öðrum eiginleikum en þeir þekktu frá fyrri heimkynnum sínum. Þótt gróðurfarið minnti á gamla landið var samspil gróðursins og eldfjallajarðvegsins íslenska gjörólíkt. Íslenska moldin er frjósöm en hún er að sama skapi mjög viðkvæm og rofgjörn og þegar aðgangshörð landnýting bættist ofan á harðneskjulegt veðurfar og eldvirkni þá var ekki við góðu að búast. Þetta vissu Ingólfur og félagar alls ekki og hjuggu og beittu skóga og gróna bala sem í Noregi væru.
Náttúruleg ásýnd eða ásýnd eyðileggingar?
Afkomendur þeirra náðu ekki heldur að byggja upp þekkingu á eðliseiginlegum íslensku moldarinnar og því fór sem fór. Frá landnámi höfum við tapað tugmilljónum tonna af frjósamri mold úr vistkerfum okkar og við horfum enn á eftir henni fjúka úr rofnu landi á haf út. Alltof víða þar sem við dásömum ósnortna náttúru Íslands og tölum af innlifun um mikilvægi þess að vernda hana í þeirri mynd, þá erum við í raun að horfa á eydd eða jafnvel hrunin vistkerfi; illa snortin af ofnýtingu fyrri alda. Ísland er vistfræðilega verst farna land Evrópu.
Er það raunverulega eitthvað til að hampa?
Maður skyldi ætla að í dag værum við búin að átta okkur á mikilvægi moldarinnar. Að nú væri allri auðlindanýtingu stýrt útfrá þeirri staðreynd að tilvera okkar og annarra lífvera byggir að mestu á jarðveginum og getu hans til að að meðal annars framleiða lífmassa, brjóta niður lífrænar leyfar með aðstoð örvera og smádýra, að hreinsa og geyma vatn og binda kolefni úr andrúmslofti í samvinnu við gróðurinn sem í honum vex.
En nei, því fer fjarri. Þrátt fyrir alla þá þekkingu sem við höfum blessunarlega náð að byggja upp síðustu aldirnar þá virðist moldin jafn ósýnileg sem áður og alltof fáir meðvitaðir um gildi jarðvegsverndar í hagrænu og vistfræðilegu samhengi.
[...]
Sjá greinina í heild sinni.