Þrjár sæmilega áhugaverðar skýrslur hafa rekið á fjörur síðuhaldara.
I.
Áhrif jarðvegsfyllinga á heilbrigði og vöxt trjágróðurs (hér er
varatengill) er skýrsla sem gefin var út í nóvember 2011 og unnin af EFLU verkfræðistofu o.fl.
Skýrslan fjallar um áhrif þess að jarðvegi sé fyllt upp að stofni trjáa, aðallega öspum:
Þau tré sem verða verst úti við miklar jarðvegsfyllingar eða djúpa útplöntun eru stærri tré. Nýjar rætur sem myndast á stofni geta aldrei séð stóru tré fyrir nægjanlegu framboði næringarefna og vatns þar sem eldra rótarkerfi drepst. Leiða má líkum að því að ef fyllt er meira en t.d. 100 cm upp að stórum trjám (> 5 m) munu þau bera varanlegan staða og skapa hættu innan fárra ára.
II.
Misheppnuð tilraun til að eyða lúpínu með sauðfjárbeit (hér er
varatengill) eftir Þröst Eysteinsson hjá Skógrækt ríkisins, úr Skógræktarritinu 2011.
Um er að ræða samantekt um áhrif beitar á lúpínu og annan gróður innan beitarhólfs. Niðurstöðurnar eru nokkuð afgerandi, sauðkindinni í óhag.
|
Aspir við Kringlumýrarbraut, haustið 2010,
úr skýrslunni Áhrif jarðvegsfyllinga á heilbrigði og vöxt trjágróðurs (2011) |
|
Úr samantektinni Misheppnuð tilraun til að eyða lúpínu með sauðfjárbeit (2011) |
III.
Áhrif landgræðsluaðferða á dýralíf. (hér er
varatengill), meistaraverkefni við LBHÍ frá janúar 2012. Á ruv.is segir frá skýrslunni með eftirfarandi hætti:
Brynja Davíðsdóttir segir að sumir fuglar forðist lúpínu, t. d. heiðlóa og lóuþræll en aðrir, svo sem skógarþrestir, þúfutittilingar og og hrossagaukar sæki í lúpínubreiður.
Í samantekt í skýrslunni segir m.a.:
Heildarþéttleiki fugla og smádýra jókst við uppgræðslu. Hæstur var hann í lúpínu, en minnstur á lítt grónu landi. Jákvæð fylgni var á milli þéttleika fugla og smádýra.
Flestar fuglategundir fundust í mólendi; alls 16, 14 í lúpínu og 10 á lítt grónu landi.
|
Úr skýrslunni Áhrif landgræðsluaðferða á dýralíf á Íslandi (2012) |