Drumbabót í Fljótshlíð - Fornskógur sem varð Kötlu að bráð? (01.02. 2012)
Sumarið 2003 kannaði Rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá fornar skógarleifar sem finnast við eyrar Þverár í Fljótshlíð.Þar stendur fjöldi lurka um 20-60 cm upp úr sendnum árframburði. Gildustu lurkarnir eru yfir 30 cm í þvermál. Svæðið sem um ræðir er um 2000 hektarar og þéttleiki lurkana 500-600 tré á hektara. Þeir reyndust allir vera af birki. Allir lurkarnir hafa svipaða hallastefnu, til suð-vesturs og árhringjarannsóknir sýndu að skógurinn hefur allur falllið í einum atburði, árhringurinn næst berki hefur myndast sama árið í öllum trjám. Hann hefur því að öllum líkindum eyðst í jökulhlaupi sem komið hefur vestur úr Mýrdalsjökli.
Heimild: Ólafur Eggertsson, Óskar Knudsen, Hjalti J. Guðmundsson, 2004. Drumbabót í Fljótshlíð – fornskógur sem varð Kötlu að bráð? Fræðaþing landbúnaðarins 2004. BÍ, LBH, L.r., RALA, S.r. bls. 337-340.


Þéttleiki lurkana er um 500 - 600 tré á hektara. | ||
![]() |
Powered by Reader2Blogger
Engin ummæli:
Skrifa ummæli