mánudagur, 9. apríl 2012

Stýfa aspir, ekki kolla þær


(Laufblaðið 2002/2, bls. 4).
EYÐILEGGIÐ EKKI ALASKAASPIRNAR MEÐ STÝFINGU 
Töluvert hefur borið á því að undanförnu að garðeigendur og garðyrkjumenn toppstýfi stórar alaskaaspir í görðum. Afar mikilvægt er að fólk geri sér grein fyrir því hvaða afleiðingar þetta hefur í för með sér. Þetta getur auðveldlega valdið varanlegum skemmdum á gömlum trjám. Á meginlandi Evrópu er gömul hefð fyrir því klippa ofan af trjám og halda þeim þannig í ákveðinni hæð. Kallast aðferðin á ensku „pollarding“ sem hefur verið kölluð stýfing eða kollun hér á landi. 
Til þess að fá þetta form á trén þarf hins vegar að klippa þau reglulega. Einnig er yfirleitt mælt með því að byrja klippingarnar á trjánum ungum. Ekki er nóg að höggva bara ofan af trjánum, ekki síst ef um er að ræða gömul tré. Laufblaðið vill vekja athygli lesenda á að fara varlega í þessum efnum.
Fallega klipptar alaskaaspir (eða balsamaspir) í miðborg Viborg í Rússlandi. Þessi klipping kallast „pollarding“ og er algeng í garðrækt í Evrópu. Þetta form fæst ekki nema með reglulegri klippingu trjánna. Vanhugsaðar toppstýfingar geta hins vegar eyðilagt trén. Mynd: JGP.

Aspirnar fyrir framan Tæknigarð eru annað gott dæmi um stýfðar aspir.
Myndin birtist ekki með greininni í Laufblaðinu. Fleiri myndir af
snyrtingu aspanna við Tæknigarð hér.
Aspir í Kópavogi sem búið er að afskræma með kollun. Myndin birtist ekki með greininni í Laufblaðinu. 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli