Illviðri og vonskuveður gekk yfir landið föstudaginn 2. nóvember 2012.
Hér eru myndir sem birtust á ýmsum miðlum, af áhrifum veðursins á gróður.
 |
Sjór gengur yfir Sæbraut - Mynd: Pjetur |
 |
Skúrþak fokið við Vallarengi (nálægt Vættaskóla í Grafarvogi)
- Mynd: Hjörtur |
 |
Tré svigna í Mosfellsbæ - Mynd: Anna Kristín Pálsdóttir |
 |
Tré við Laufásveg - Mynd: Brjánn Fransson |
 |
Tré við Miðstræti - Mynd: Páll V. Bjarnason |
 |
Tré við Miðstræti, annað sjónarhorn - Mynd: Páll V. Bjarnason |
 |
Tré á Kirkjubæjarklaustri - mynd af ruv.is |
 |
Tré í Mosfellsbæ - Mynd: Vignir Kristjánsson |
 |
Sitkagreni við hlið Sigurðar G. Tómassonar útvarpsmanns,
á Sveinseyri í Mosfellssveit - Mynd: GVA/Vísir |
---
Innlent | Morgunblaðið | 3.11.2012 | 5:30 | Uppfært 7:11
Rokið á við fellibyl

Í kalda kvikar alda. mbl.is/RAX
Meðalvindstyrkurinn á stöðum þar sem hann mældist hvað mestur í storminum í gær jafnaðist á við fyrsta stigs fellibyl.
Á Geldinganesi mældist meðalvindhraði á bilinu 31-38 metrar á sekúndu en vindhraði 1. stigs fellibylja er 33-42 m/s. Nokkrar veðurathugunarstöðvar mældu vindahraða af þessu tagi í gær.
Að sögn Óla Þórs Árnasonar, veðurfræðings á Veðurstofunni, er erfitt að bera saman fellibylji og þær lægðir sem gangi yfir hér á landi. Þær myndist á ólíkan hátt og mun meiri úrkoma fylgi fellibyljum. Sé aðeins litið til vindstyrksins hafi ástandið hér verið sambærilegt við fellibyl.
Í Morgunblaðinu í dag segir, að stormurinn sem geisað hefur á landinu sé óvenjulegur fyrir þær sakir hversu langlífur hann er með miklum vindhraða og sömu vindátt.
---
Óblíð veðrátta
Landgræðsla ríkisins - land.is - mánudagur, 05. nóvember 2012 14:09
Nú
er gengið um garð annað illviðrið á þessu hausti, um mánuði á eftir
óveðrinu í fyrri hluta september. Í báðum tilvikum komu ofsa stormar á
auða jörð sunnanlands, en snjór varði jörð á norður- og norðausturlandi.
Þessum stormum fylgdi mikill uppblástur og moldrok og lítt gróið land
og rofsvæði fóru mjög illa í þessum veðrum, bæði á láglendi og á
afréttum.
Gera verður ráð fyrir að mikið tjón hafi orðið á nýgræðingi sem hefur
verið að nema land á auðnum á afréttunum á síðustu árum, þó ekki hafi
gefist ráðrúm til að meta skemmdirnar. Sömu sögu er að segja af
nýsáningum á rofsvæðum, þar er líklegt að mikil eyðilegging hafi orðið.
Ástæða er til að ætla að versta gróðureyðingin á láglendi hafi orðið í
Eldhrauni í Skaftárhreppi, en þar hefur verið mikill uppblástur vegna
sandburðar frá Skaftá á liðnum áratugum. Mikið öskufok var einnig í
Fljótshverfi í Skaftárhreppi, Austur Eyjafjöllum og innanverðri
Fljótshlíð.
[...]
---
Ein mynd í viðbót hér.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli