mánudagur, 18. febrúar 2013

Gróður og garðar - vorhirða pottaplantna

Vorhirða pottaplantna
Vorið er sá tími sem gott er að fara að huga að hirðingu pottaplantnanna. Þá ber einna helst að huga að umpottun þar sem skipt er um mold á blómunum þannig að þau fái nýja næringu.

Umpottun
Besti tíminn til umpottunar er í febrúarlok. Til að sjá hvort plantan hefur þörf fyrir umpottun er best að taka hana úr pottinum og skoða rótarkerfið, sé það komið út um alla moldina er tímabært að skipta yfir í stærri pott. Sé potturinn þegar orðinn mjög stór nægir oft að skafa efsta lagið ofan af og bæta nýrri moldarblöndu á. Æskilegast er að nota blómamold, sem fæst í flestum blómabúðum, blandaða með örlitlu af t.d. mó, vikri eða perlusteini. Það er gert til að fá betra loftrými fyrir rætur plantnanna. Mikilvægt er að pottarnir séu vel hreinir fyrir notkun og ef hugmyndin er að nota leirpotta verður að leggja þá í bleyti fyrir notkun. Þegar búið er að taka plöntuna úr pottinum er best að fjarlægja með varúð alla lausa mold og dauðar rætur. Því næst er vikri eða perusteini komið fyrir í botni nýja pottsins ásamt smámoldarblöndu ofan á. Plöntunni er tyllt ofan á steininn og henni haldið með annarri hendinni meðan moldin er sett ofan á með hinni. Gott er að hrista pottinn síðan lauslega til að moldin falli vel í allar glufur. Varast ber að þjappa moldina of mikið. Plantan er svo vökvuð vandlega og sett á skuggsælan stað til að byrja með.

Klipping
Mörgum plöntum hættir til að verða mjög gisnum, sé þess óskað að þær séu þéttari er ekkert annað að gera en klippa þær til. Þetta á einna helst við um greinóttar plöntur. Sé hugmyndin sú að klippa plöntu niður er best að það sé gert snemma að vori áður en hún hefur vöxt eftir vetrardvala og einnig er mikilvægt að það sé gert með beittum áhöldum. Greinarnar á að skáskera beint fyrir ofan hliðarsprota eða blað og þess ber að gæta að ekki sé skilinn eftir langur stubbur þar fyrir ofan. Það fer að sjálfsögðu eftir tegund hvaða aðferð er beitt við klippingu. Sumar plöntur nægir að snyrta og eru þá dauð blóm, blöð og sprotar fjarlægðir til að auka vöxt plantnanna.

Gróður og garðar, DV 13. maí 1992


mánudagur, 4. febrúar 2013

Norðurlandsskógar: Ranabjalla Hylobius abietis og corniflex

04 Feb ' 03:37
Hylobius abietis (04.02. 2013).
Ýmsar aðferðir hafa verið prófaðar í skandinavískri skógrækt til að draga úr afföllum vegna ranabjöllutegundar (Hylobius abietis) sem þar gerir mikinn usla. Dýrið er náfrænka íslensku ranabjöllunnar en er öllu verri skaðvaldur í skógrækt . Hún nagar stofn nýgróðursettra skógarplantna og afbarkar þær þannig að plönturnar deyja Drottni sínum í unnvörpum.

Meðal tilrauna sem gerðar hafa verið til að sporna við þessu er svokölluð kúamykjuaðferð. Pappír ætlaður til endurvinnslu var bleyttur upp og blandaður bindiefnum og svo var slummu af efninu komið fyrir í kringum plöntuna í þeim tilgangi að gera umhverfið minna aðlaðandi fyrir skordýrið. Þessi aðferð virkaði illa. Sú aðferð að skýla neðsta hluta plantnanna með plasthlíf sem svo brotnaði niður á nokkrum árum, reyndist vel en var full dýr í framkvæmd.

Conniflex aðferðin er það sem virðist duga best. Þá er neðsti hluti skógarplantnanna húðaður sandi sem er festur á stofninn með límblöndu. Sandurinn fer það illa í munni ranabjöllunnar að lifun í gróðursetningum stóreykst eftir meðhöndlun plantnanna. Niðurstöður sænskra tilrauna sýna að lifun í skógarfuru jókst úr 29% í 97% ef plöntur voru húðaðar með Conniflex, eins jókst lifun í rauðgreni úr 26% í 86%. Húðun skógarplantnanna fer fram í gróðrarstöðinni áður en þær eru afhentar til skógarbænda og hér meðfylgjandi er myndband sem sýnir það ferli. [1]Conniflex myndband.[2]

References

  1. ^ Conniflex myndband. (www.youtube.com)
  2. ^ Permalink (page2rss.com)
  3. ^ View Entire Page (page2rss.com)

Ranabjöllulirfa. Myndin fylgdi ekki færslu Norðurlandaskóga.

sunnudagur, 3. febrúar 2013

Köngull -ÁHB

Könglar á svartgreni (Picea mariana). Ljósm. ÁHB.

Könglar á svartgreni (Picea mariana). Ljósm. ÁHB.

Þær plöntur, sem fjölga sér með fræi, nefnast fræplöntur. Gömul venja er að skipta þeim í tvo hópa:

a)           BERFRÆVINGA (Gymnospermae; gríska gymnos, nakinn, ber)
b)           DULFRÆVINGA (Angiospermae; gr. angeion, kista; smækkunarorð af angos, umbúðir, ílát.)

Í berfrævingum eru fræin nakin eða „ber" á milli hreisturskenndra blaða í svo kölluðum könglum. Í dulfrævingum eru fræin umlukt fræblöðum í blóminu og sjást því ekki, þau eru „dulin" í frævunni.

Flestir berfrævingar tilheyra þallarætt (Pinaceae), barrtrjám, og eru enda tré eða runnar með síðvöxt, sem merkir, að stofn þeirra gildnar af viði (viðarvef) með árunum. Viður barrtrjáa er gerður úr nær einsleitum viðartrefjum en ekki líka úr viðaræðum eins og í lauftrjám (harðviði). Blöð standa í gormlaga langröðum eða kransi, eru oftast nállaga (barr), en geta þó verið mjúk og breið. Flestar tegundir fella ekki blöðin reglubundið og eru því sígræn.

[...]


Source:http://ahb.is/kongull/
Powered by Reader2Blogger