Fífur – Eriophorum
Skrifað um October 7, 2013
Ættkvíslin fífur (Eriophorum L.) telst til hálfgrasaættar (Cyperaceae). [...][...]
Ættkvíslarnafnið Eriophorum er komið úr grísku, erion, ull og foros, sá sem ber eða hefur.
Hér á landi vaxa tvær tegundir, hrafnafífa eða einhneppa og klófífa eða marghneppa. Í gömlum plöntulistum eru taldar þrjár tegundir aðrar, sem eiga að hafa fundizt hér: E. gracile, E. latifolium og E. vaginatum. Tveimur fyrr nefndu er oft ruglað saman við klófífu (E. angustifolium) og hinni síðast nefndu saman við hrafnafífu.
[...]
Klófífan er áberandi planta, bæði blöð og aldin. Nöfnin eru því mörg. Af blöðum hefur plantan hlotið nöfnin brok, fjallabrok og hringabrok en vegna litar nöfnin rauðbroti og rauðbreyskingur. Nafnið fífa þekkja flestir, en einnig eru kunn nöfnin mýrafífa, krossfífa, klófífa og marghneppa, dregið af því, að fífuhnoðrar eru venjulega nokkrir saman (3-6).
[...]
Brokflói var víða sleginn. Bærinn Brok í Út-Landeyjum var alltaf kallaður Brók og því var nafni hans breytt í Hvítanes. - Ljóst er, að Hallgerður langbrok (hin síðhærða) hefur verið rauðhærð; að öðrum kosti hefði hún aldrei verið kennd við brok. Hún var því af keltneskum ættum.
Sjá greinina í heild: http://ahb.is/fifur-eriophorum/
Myndin er ekki úr tilvísaðri grein heldur af Wikipedia (Wikimedia commons), úr þýskri grein um Schlanke Wollgras (Eriophorum gracile) |
Engin ummæli:
Skrifa ummæli