11. 09. 2012 kl. 13:07 - 60 ára gamall skógur grisjaður á Klofningi | |
Skógurinn á Klofningi er víða mjög þéttur. Ljósm.: Kristján Torfi Einarsson. Kræklóttar rætur benda til erfiðra upphafsára. Í Klofningsskógi. 11. 09. 2012 kl. 13:07 - 60 ára gamall skógur grisjaður á Klofningi
Undanfarna daga hefur verið unnið að grisjun á greni í reit Skógræktarfélags Önundarfjarðar á Klofningi.
Fyrst var gróðursett á Klofningi á sjötta áratug síðustu aldar og eru trén því um sextíu ára gömul.
Gústaf Jarl Viðarsson, skógarhöggsmaður, sem er að grisja reitinn, telur að trén hafi átt erfitt uppdráttar fyrstu árin. Þetta megi sjá á margstofna og kræklóttum stofnum trjánna sem bendi til þess að fyrstu toppar trjánna hafi drepist. Fyrstu árin eða áratugina hafi líklega lítill árangur verið sjáanlegur af gróðursetningu. Trén hafi átt erfitt uppdráttar lengi vel sökum veðurfars en með tíð og tíma hafi vöxturinn færst í aukanna og nú í dag er lundurinn gróskumikill.
Skógræktarfrélag Önundarfjarðar heldur aðalfund sinn á fimmtudaginn nk. og auðvita vonum við að sem flestir sjái sér fært að mæta.
Eins og sést á toppunum, hafa trén vaxið hratt síðustu ár.
Eins og sést á toppunum, hafa trén vaxið hratt síðustu ár.
Talsvert fellur til af timbri við grisjunina.
Ýmislegt er hægt að smíða úr timbrinu sem til fellur.
Skráð af: Kristján Torfi Einarsson. - Björn Ingi Bjarnason
|
Original source: http://www.vestur.is/skoda/2737/
Engin ummæli:
Skrifa ummæli