Í gær, á Degi íslenskrar náttúru, opnaði verkefnabanki Lesið í skóginn – sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi.
Í þróunarverkefninu Lesið í skóginn með skólum hafa safnast mörg verkefni á sviði útikennslu. Ása Erlingsdóttir, Margrét Lára Eðvarðsdóttir og Ólafur Oddsson hafa síðustu ár safnað verkefnunum frá þeim skólum sem tóku þátt í verkefninu. Þörf kennara fyrir aðgang að rafrænum hugmyndabanka hefur ítrekað komið fram en verkefni á sviði náttúrulæsis geta einnig nýst aðilum í ferðaþjónustu, landvörslu, skógrækt og landbúnaði.
Aðalnámsskrá grunnskóla gerir kröfur um kennslu námsgreina utandyra, menntun til sjálfbærni og aukið náttúrulæsi. Verkefnabankinn kemur til móts við þessar lögboðnu skyldur. Í honum er að finna verkefni fyrir allar námsgreinar, alla aldurshópa á grunnskólastigi og allar árstíðirnar. Verkefnin bjóða upp á fjölbreytt námsefni og kennsluaðferðir.
Verkefnin hafa nú verið gerð aðgengileg á vef Skógræktar ríkisins og telur bankinn þegar 70 verkefni. Er það von höfunda að notendur bankans muni senda inn ný verkefni svo bankinn verði lifandi, stækki með árunum og verði sívaxandi uppspretta hugmynda fyrir kennara og aðra áhugasama um ókomna framtíð.
Source:http://www.skogur.is/um-skograekt-rikisins/frettir/nr/1824
Powered by Reader2Blogger
Engin ummæli:
Skrifa ummæli