þriðjudagur, 25. desember 2012

Samantekt um starf Hekluskóga 2012


Stutt samantekt um starf Hekluskóga árið 2012 (24.12.2012)

Starf Hekluskóga gekk vel eins og undanfarin fimm ár sem verkefnið hefur starfað formlega. Fjárveiting ársins var 20,2 milljónir og hefur framlag til verkefnisins lækkað ár frá ári í krónutölu frá árinu 2008 þegar 50 milljónum var veitt til verkefnisins. Árið 2013 verður hins vegar jákvæð breyting á þessari þróun með 10 milljón kr. tímabundnu viðbótarframlagi.

Gróðursettar voru tæplega 262 þúsund plöntur þetta árið, 255.637 birki og 6.330 reyniviðir og var þeirri gróðursetningu dreift um starfssvæði Hekluskóga sem nær frá Gunnarsholti í suðri og norður í Hrauneyjar. Rúmlega 180 landeigendur voru með samning við Hekluskóga um gróðursetningu í eigin lönd, sjálfboðaliðahópar bæði innlendir og erlendir komu að verkefninu, sem og Landsvirkjun, Skógrækt ríkisins og Landgræðsla ríkisins og ýmsir hópar verktaka t.d. íþróttafélög komu að gróðursetningu. Um 350 tonnum af kjötmjöli var dreift til uppgræðslu í Þjórsárdal, bæði á lítt gróna vikra sem og í jaðra Búrfellsskógar. Er ljóst að uppgræðsla með kjötmjöli skilar mjög góðum árangri til lengri tíma og hefur á síðustu árum breytt hundruðum ha úr fjúkandi vikrum í gróið land. Standa vonir til að heimild fáist til að dreifa kjötmjöli víðar um starfssvæði Hekluskóga. 

Tveir starfsmenn störfuðu við verkefnið, Hreinn Óskarsson verkefnisstjóri á launum í þrjá mánuði og sumarstarfsmaður Ívar Örn Þrastarson skógfræðinemi í tvo mánuði. 

Styrkir sem verkefninu bárust á þessu ári voru 130 þús. kr frá True North og 500 þús kr frá sumarvinnuátaki Vinnumálastofnunar. Nýr styrktaraðili Endurvinnslan hf. ákvað að bæta Hekluskógum við sem einu af fjórum samfélagslegum verkefnum sem þau styrkja og geta þeir sem skila einnota umbúðum íafgreiðslustöðvum Endurvinnslunnar í Knarrarvogi 4 og Dalvegi 28 hafa möguleika á að styrkja Hekluskóga með skilagjaldi sem fæst fyrir flöskur og annað, verður samstarfið kynnt betur á vordögum. 

Birkifræsöfnun Hekluskóga tókst ágætlega þetta haustið og barst fræ víða að bæði frá móttökustöð Endurvinnslunnar hf. og frá ýmsum aðilum, skólum og leikskólum sem sendu fræ beint til skrifstofu Hekluskóga. Á meðfylgjandi mynd sést einn hópurinn frá leikskólanum Álfheimum á Selfossi. Þakka Hekluskógar sérstaklega þennan góða hug.

Source: http://www.hekluskogar.is/frettir.htm

fimmtudagur, 20. desember 2012

Timbur sótt í Skarfanes í fyrsta sinn | Fréttir SR

20.12.2012

Timbur sótt í Skarfanes í fyrsta sinn

20122012-(1)
20122012-(2)Skarfanes á Landi er eitt af skóglendum Skógræktar ríkisins. Þegar landið var keypt af Skógrækt ríkisins um 1940 var landið að mestu uppblásið utan að örfáar skógartorfur vaxnar lágu kjarri voru eftir. Mesti skógurinn var í Lambhaganum og má sjá hversu lágvaxið kjarrið var á myndinni hér að neðan sem Hákon Bjarnason tók um miðja 20. öld. Hefur birki og víðikjarr í dag vaxið upp og sáð sér út yfir hundruðir hektara. Gróðursettur skógur í Skarfanesi er mun umfangsminni en hefur vaxið vel á síðustu árum og var kominn tími til að grisja elstu reitina. Frá því í október hefur verið unnið að grisjun í furureitum sem gróðursettir voru árið 1965 en þar voru þrjú kvæmi af stafafuru grisjuð: Skagway, Alberta og Wansa lake. Auk þess var rauðgreni sem var gróðursett árin 1952 og 1953 af kvæmunum Fellingfors og Rana grisjað. Alls komu um 80 rúmmetrar af timbri út úr þessum grisjunum og hefur það síðustu daga verið flutt úr Skarfanesi við nokkuð erfiðar aðstæður, en skaflar og ís er á veginum úr Skarfanesi að Landvegi. Mest af timbrinu verður selt til Elkem en sverustu bolirnir, auk spíruefnis fyrir fiskihalla var flokkað frá og verður selt sérstaklega.

20122012-(3)20122012-(4)20122012-(5)20122012-(6)20122012-(7)Það má draga heilmikinn lærdóm af starfinu í Skarfanesi og má nýta það starf sem fordæmi að því sem hægt er að gera á svipuðu landi víða um land. Þar var hafist handa við beitarfriðun og uppgræðslu lands sem var að verða örfoka vegna jarðvegseyðingar fyrir um 70 árum. Í kjölfarið voru gróðursett nytjatré og í dag eru farnar að koma timburafurðir. Þess má einnig geta að á árum áður var tekinn mikill fjöldi jólatrjáa úr þeim reitum sem grisjaðir voru nú.

Meðfylgjandi myndir sýna skóga eftir grisjun og lestun timburs.







































Texti og myndir: Hreinn Óskarsson (og Hákon Bjarnason)


Source: http://www.skogur.is/um-skograekt-rikisins/frettir/nr/1861
Powered by Reader2Blogger

föstudagur, 7. desember 2012

Meira af nóvemberóveðrinu 2012

Af fb síðu Skógræktarfélags Íslands:

"Ástandið var sérstaklega slæmt meðfram nýjum útivistarstíg sem liggur um skógræktarsvæðið og tengir saman stígakerfi Mosfellsbæjar og Reykjavíkur. "

Skógræktarsvæðinu við Hamrahlíð í Mosfellsbæ
- Mynd: Einar Jónsson frá Skógræktarfélagi Íslands 
Aðrar myndir af afleiðingum óveðursins.

laugardagur, 1. desember 2012

Kálfamói - Þróun búsetulandslags við breytta landnýtingu

"Það hefur sýnt sig að skógur er hið eðlilega gróðurfar á láglendi Íslands,
en á nútíma hefur flóra landsins búið yfir mjög fábreytum trjágróðri og skógarbotnstegundir eru
af skornum skammti. Til þess að fjölbreyttir skógar geti vaxið upp nægja ekki þær tegundir sem
voru fyrir í landinu."

Mæla má með ritinu Kálfamóa, eftir Jóhann Pálsson. (Varatengill.)