fimmtudagur, 20. desember 2012

Timbur sótt í Skarfanes í fyrsta sinn | Fréttir SR

20.12.2012

Timbur sótt í Skarfanes í fyrsta sinn

20122012-(1)
20122012-(2)Skarfanes á Landi er eitt af skóglendum Skógræktar ríkisins. Þegar landið var keypt af Skógrækt ríkisins um 1940 var landið að mestu uppblásið utan að örfáar skógartorfur vaxnar lágu kjarri voru eftir. Mesti skógurinn var í Lambhaganum og má sjá hversu lágvaxið kjarrið var á myndinni hér að neðan sem Hákon Bjarnason tók um miðja 20. öld. Hefur birki og víðikjarr í dag vaxið upp og sáð sér út yfir hundruðir hektara. Gróðursettur skógur í Skarfanesi er mun umfangsminni en hefur vaxið vel á síðustu árum og var kominn tími til að grisja elstu reitina. Frá því í október hefur verið unnið að grisjun í furureitum sem gróðursettir voru árið 1965 en þar voru þrjú kvæmi af stafafuru grisjuð: Skagway, Alberta og Wansa lake. Auk þess var rauðgreni sem var gróðursett árin 1952 og 1953 af kvæmunum Fellingfors og Rana grisjað. Alls komu um 80 rúmmetrar af timbri út úr þessum grisjunum og hefur það síðustu daga verið flutt úr Skarfanesi við nokkuð erfiðar aðstæður, en skaflar og ís er á veginum úr Skarfanesi að Landvegi. Mest af timbrinu verður selt til Elkem en sverustu bolirnir, auk spíruefnis fyrir fiskihalla var flokkað frá og verður selt sérstaklega.

20122012-(3)20122012-(4)20122012-(5)20122012-(6)20122012-(7)Það má draga heilmikinn lærdóm af starfinu í Skarfanesi og má nýta það starf sem fordæmi að því sem hægt er að gera á svipuðu landi víða um land. Þar var hafist handa við beitarfriðun og uppgræðslu lands sem var að verða örfoka vegna jarðvegseyðingar fyrir um 70 árum. Í kjölfarið voru gróðursett nytjatré og í dag eru farnar að koma timburafurðir. Þess má einnig geta að á árum áður var tekinn mikill fjöldi jólatrjáa úr þeim reitum sem grisjaðir voru nú.

Meðfylgjandi myndir sýna skóga eftir grisjun og lestun timburs.







































Texti og myndir: Hreinn Óskarsson (og Hákon Bjarnason)


Source: http://www.skogur.is/um-skograekt-rikisins/frettir/nr/1861
Powered by Reader2Blogger

Engin ummæli:

Skrifa ummæli