Timbur sótt í Skarfanes í fyrsta sinn
.jpg)
Það má draga heilmikinn lærdóm af starfinu í Skarfanesi og má nýta það starf sem fordæmi að því sem hægt er að gera á svipuðu landi víða um land. Þar var hafist handa við beitarfriðun og uppgræðslu lands sem var að verða örfoka vegna jarðvegseyðingar fyrir um 70 árum. Í kjölfarið voru gróðursett nytjatré og í dag eru farnar að koma timburafurðir. Þess má einnig geta að á árum áður var tekinn mikill fjöldi jólatrjáa úr þeim reitum sem grisjaðir voru nú.Meðfylgjandi myndir sýna skóga eftir grisjun og lestun timburs.
Texti og myndir: Hreinn Óskarsson (og Hákon Bjarnason)
Source: http://www.skogur.is/um-skograekt-rikisins/frettir/nr/1861
Powered by Reader2Blogger
Engin ummæli:
Skrifa ummæli