Frétt á vef Skógræktarinnar:
Skógrækt ríkisins - fréttir - 17.01.2014
Birki breiðist út á Krossáraurum - gjörbreytt gróðurlendi á rúmum tuttugu árum
Náttúrlegt íslenskt birki hefur breiðst mjög út á Þórsmerkursvæðinu síðustu áratugi eins og meðfylgjandi myndir sýna. Þetta er áberandi á aurum Krossár og ár sem rennur úr Strákagili og mætti kalla Strákagilsá á Goðalandi.
Þegar ferðafélagið Útivist setti upp fyrsta skálann í Básum um 1980 voru settir varnargarðar svo að Strákagilsáin rynni ekki yfir svæðið og síðar voru settar bakkavarnir á Krossá svo hún færi ekki yfir landið. Fyrir því stóð Landgræðsla ríkisins ásamt Vegagerð ríkisins. Aurarnir voru græddir upp með ýmsum aðferðum af starfsfólki Útivistar og fleirum og eru þar nú tjaldsvæði félagsins. Meðal annars var seyra úr kömrum sett í aurinn fyrstu árin. Greri hann því hratt upp og birki tók að sá sér út.
[---]
Myndir: Hreinn Óskarsson. Upphaflegur myndatexti: Meðfylgjandi myndir sem skógarvörðurinn á Suðurlandi tók árið 1990 og aftur árin 2010-13 segja meira en mörg orð um útbreiðslu birkiskógarins. |
Færslan í heild og fleiri myndir af uppgræðslunni eru á vef Sr.
Myndin hér að neðan birtist á vef Skógræktarinnar árið 2010 og sýnir varnargarðana sem halda Krossá frá Básum.