þriðjudagur, 28. janúar 2014

Birki á Krossáraurum

Skógrækt ríkisins - fréttir - 17.01.2014
Birki breiðist út á Krossáraurum - gjörbreytt gróðurlendi á rúmum tuttugu árum
Náttúrlegt íslenskt birki hefur breiðst mjög út á Þórsmerkursvæðinu síðustu áratugi eins og meðfylgjandi myndir sýna. Þetta er áberandi á aurum Krossár og ár sem rennur úr Strákagili og mætti kalla Strákagilsá á Goðalandi.
Þegar ferðafélagið Útivist setti upp fyrsta skálann í Básum um 1980 voru settir varnargarðar svo að Strákagilsáin rynni ekki yfir svæðið og síðar voru settar bakkavarnir á Krossá svo hún færi ekki yfir landið. Fyrir því stóð Landgræðsla ríkisins ásamt Vegagerð ríkisins. Aurarnir voru græddir upp með ýmsum aðferðum af starfsfólki Útivistar og fleirum og eru þar nú tjaldsvæði félagsins. Meðal annars var seyra úr kömrum sett í aurinn fyrstu árin. Greri hann því hratt upp og birki tók að sá sér út.
[---]
Myndir: Hreinn Óskarsson. Upphaflegur myndatexti: Meðfylgjandi myndir
sem skógarvörðurinn á Suðurlandi tók árið 1990 og aftur árin 2010-13
segja meira en mörg orð um útbreiðslu birkiskógarins.
Færslan í heild og fleiri myndir af uppgræðslunni eru á vef Sr.

Myndin hér að neðan birtist á vef Skógræktarinnar árið 2010 og sýnir varnargarðana sem halda Krossá frá Básum.

mánudagur, 27. janúar 2014

Áhrif lúpínu - Loftmyndir

Hreyfimyndin hér að neðan sýnir uppgræðslu lúpínu við Fagurhólsmýri í Öræfum. Myndirnar eru frá fyrirtækinu Loftmyndum, teknar 2003 og 2013. Þær birtust í frétt á mbl.is í gær.

Upprunalegur myndatexti: Í kringum Fagurhólsmýri í Öræfum hefur dreifing lúpínu verið mikil síðasta áratuginn. Þetta sést mjög vel á meðfylgjandi myndum, en á seinni myndinni, frá árinu 2013, sést mikill grænn flekkur norðan við bæinn sem ekki var til staðar tíu árum áður. Um er að ræða svæði sem er á bilinu fjórir til sex ferkílómetrar og sést berlega hversu þrautseig lúpínan er í nýju umhverfi. Lofmyndir
Fagurhólsmýri 1952. Öræfajökull í baksýn.

föstudagur, 24. janúar 2014

Skogur.is - Skógurinn á Kirkjubæjarklaustri - hæsta tréð á Íslandi

Úr frétt á vef Skógræktar ríkisins, skogur.is:
Almennt um skóginn 
Á Kirkjubæjarklaustri er alllöng hefð fyrir skógrækt og eru skógarlundir sitt hvorum megin við Systrafoss. Í skóginum vaxa aðallega birki og sitkagreni og var stofnað til hans af fjölskyldunni á Klaustri og er skógurinn í eign Klausturbænda. Á seinni árum hefur ýmsum trjátegundum verið bætt við, stígar gerðir í gegnum skóginn og borðbekkir settir upp.
[...]
Saga skógarins 
Upphaf skógarins má rekja til þess að heimafólk á Klaustri girti af brekkurnar ofan við bæinn og gróðursetti þar 60.000 birkiplöntur [árið 1946]. Áttu hjónin Helgi Lárusson og Sigurlaug Helgadóttir stóran þátt í því að til skógarins var stofnað. Á næstu árum var bætt inn sitkagreni, lerki og furutrjám. Um 1964 var gerður samningur við Skógrækt ríkisins um viðhald girðinga og umsjón með skóginum. Hefur Skógræktin á síðustu árum bætt aðgengi að skóginum auk þess að bæta við sjaldgæfum trjátegunum.
Trjárækt í skóginum 
Mest er af birki og sitkagreni í skóginum. Á seinni árum hefur ýmsum tegundum verið bætt við, t.d. hlyni, álmi, reynitegundum, aski, þöll og lífviði.
Annað áhugavert í skóginum 
Eitt hæsta sitkagrenitré landsins er að finna í reitnum við Kirkjubæjarklaustur [gróðursett 1949] og mældist það 25,3 m á hæð árið 2012. Raunar er ekki vitað um hærri tré á Íslandi.
Umfjöllunina í heild sinni ásamt myndum má finna hér: http://www.skogur.is/thjodskogarnir/sudurland/nr/10
---
Systrafoss 2012. Mynd af gonguleidir.is.
Í færslu sem er horfin af skogur.is en aðgengileg á vefsafn.is má finna fleiri upplýsingar um skóginn:
Upphaf skógarins á Kirkjubæjarklaustri má rekja til þess að árið 1945 keyptu Helgi Lárusson og Sigurlaug Helgadóttir 60.000 birkiplöntur frá Skógræktarstöð Hermanns [forsætisráðherra Jónassonar] í Fossvogi. 
Voru plönturnar áframræktaðar fyrsta árið í matjurtagarðinum að Klaustri sem nú er trjágarður við gamla bæinn. 1946 voru birkitrén svo gróðursett í brekkurnar við Systrafoss, þar sem allt heimafólk hjálpaðist að. Við tók mikið þolinmæðis verk hjá Sigurlaugu við að reyta gras frá plöntunum, vökva þær og reka út kindur sem sóttu í brekkurnar og hoppuðu yfir girðingarnar. Krakkarnir voru líka virkjaðir í þetta þegar hægt var. 
Í kringum 1950 gróðursetti Sigurlaug nokkrar lerkihríslur, furur og grenitré sem voru keypt hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur í Fossvogi [áður Skógræktarstöð Hermanns]. Síðar hefur Skógrækt ríkisins bætt við trjátegundum og gróðursett í skriður sem voru teknar að gróa upp. Skógrækt ríkisins hefur haft umsjón með skóginum síðustu áratugina, haldið við girðingum, gert stíg og grisjað skóginn. Söguleg samantekt er byggð á upplýsingum frá Elínu Frigg.

Systrafoss 2008. Mynd af palove.kadeco.sk.

miðvikudagur, 22. janúar 2014

Emil Hannes - Á Skeiðarársandi (lúpína og birki)

Þessar fallegu myndir er að finna á bloggsíðu Emils Hannesar Valgeirssonar.
Á vefsíðu Emils má sjá myndirnar í betri gæðum.
Fæslan í heild sinni: emilhannes.blog.is/blog/emilhannes/entry/1306291/

laugardagur, 18. janúar 2014

NRK - Ut i naturen: Skogen verden glemte

Fyrir nokkru var á þessari síðu fjallað aðeins um barrskógabeltið. Í nýlegri heimildamynd NRK í Noregi er fjallað um hversu stóru hlutverk barrskógabeltið gegnir í bindingu koltvísýrings. Þar er beltið sagt vera stærsta vistkerfi heimsins.

Myndin er aðgengileg hér: http://tv.nrk.no/serie/ut-i-naturen/dvna20001012/14-01-2014
Úr myndinni Ut i naturen: Skogen verden glemte. 
Í myndinni er barrskógabelitð sagt hafa með höndum 60% af allri kolefnisbindingu skóga heimsins, 30% er bundið af regnskógunum og 10% af öðrum skógum.

fimmtudagur, 16. janúar 2014

Ágengar plöntutegundir sem virða girðingar

Pawel Wasowicz, grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ), flutti nýlega erindið Alien vascular plants in Iceland: past, present and future í húsnæði stofnunarinnar.

Pawel hefur, í störfum sínum undanfarið, gengið út frá því að tiltekin plöntutegund, sem ekki var hluti af íslensku flórunni fyrir einhverjum 150 árum eða svo, hafi neikvæð áhrif á líffræðilega fjölbreytni í íslenskum vistkerfum. Hér er um að ræða lúpínuna. Rannsóknir styðja ekki þessa forsendu Pawels.

Hér að neðan eru þrjár myndir. Fyrstu tvær sýna líffræðilega fjölbreytni vinstra megin en landgræðslujurt, sem Pawel telur ágenga, hægra megin. Þriðja myndin sýnir tegund sem ekki telst framandi samkvæmt skilgreiningum Pawels og engum hjá NÍ hefur dottið í hug að ræða um hvort hún teljist ágeng (hafi neikvæð áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika).

Mynd: Jóhannes Baldvin Jónsson - Vinir lúpínunnar, október 2012.
Upprunalegur myndatexti: "Um þessa girðingu liggja veðraskil
ef ég skil suma rétt. Myndin er tekin við Hraun á Skaga."
Mynd: Ólafur Ingólfsson, janúar 2014.
Mynd: Sigurður Arnarson - Vinir lúpínunnar, júlí 2011.
Upprunalegur myndatexti: "Fé í landi sem ekki þolir beit."

sunnudagur, 12. janúar 2014

Ísland fýkur burt

Hinn 23. nóvember 1991 var sýndur þáttur í beinni útsendingu á RÚV undir nafninu "Landið fýkur burt". Um var að ræða skemmti- og fræðsluþátt til fjáröflunar fyrir landgræðsluátak og var þar fjallað um gróðureyðingu og uppgræðslu.

Þátturinn, sem er klukkutími að lengd, er aðgengulegur á youtube.com/watch?v=N2I-Gyc4oIY. Fjallað er um lúpínuna í kynningarmyndbandi sem sýnt er í þættinum á 22. mínútu. Myndefnið er fallegt og frásögnin fer hér:
Lúpína hentar vel til uppgræðslu gróðurvana lands eða til að bæta jarðveginn fyrir aðra ræktun. Velja þarf uppgræðslustaði gaumgæfilega því að lúpína getur breitt mjög ört úr sér þar sem land er ekki algróið. Landið verður að vera friðað fyrir beit eins og þegar um trjáplöntun er að ræða. Raunar getur það tvennt farið saman, ef þess er gætt, að lúpínan kaffæri ekki litlar trjáplöntur. Ekki má planta eða sá lúpínu í þjóðgarða, né í grennd við aðrar náttúruperlur landsins.
Landgræðsla ríkisins hefur verið réttilega gagnrýnd fyrir að huga stundum ekki að því að dreifing á fræi og áburði er harla tilgangslaus ef kindur í lausagöngu hafa óskertan aðgang að svæðunum sem verið er að græða upp. Sömuleiðis má gagnrýna stofnunina fyrir óþarflega ströng viðmið við notkun lúpínu til uppgræðslu. Í dag miðar stofnunin við að nota hana einungis á samfelldar og mjög stórar eyðimerkur:
Alaskalúpínu skal eingöngu nota á stórum, samfelldum sanda-, vikra- og melasvæðum þar sem sjálfgræðsla er lítil og uppgræðsla, skógrækt eða önnur ræktun er mjög kostnaðarsöm eða erfiðleikum bundin, nema alaskalúpína sé notuð. [---] Dreifing alaskalúpínu skal takmarkast við samfelld, sendin rofsvæði (rofstig 4 og 5) sem eru a.m.k. 500 ha að stærð. 

miðvikudagur, 8. janúar 2014

Eina tréð í Vatnsdal og lerkiblóm á Vöglum - skogarbondi.is

Það kennir ýmissa grasa á vefnum skogarbondi.is, sem haldið er úti af landshlutaverkefnunum í skógrækt og Landssamtökum skógareigenda. Hinn 8. janúar birtust tvær færslur frá Norðurlandsskógum á síðunni.

Í fyrsta lagi umfjöllun Bergsveins Þórssonar um skógrækt í Húnavatnssýslum. Hér er hluti af henni ásamt myndinni sem fylgdi.
Seinnipart 20 aldar töluðu heimamenn stundum um „tréð“ í Vatnsdalnum. Því á þeim tíma var varla um annað tré að ræða á í öllum Húnavatnssýslunum en eina reynihríslu sem óx hátt uppi í grjóturð í Vatnsdalsfjalli. Þessi reynir stendur þarna enn og svo illfært er að hríslunni að hvorki menn né kindur geta sótt í hana með góðu móti. Þegar kemur fram yfir aldamótin 1900 vaknar áhugi margra á að reyna við trjárækt. [...] 
Svo var það árið 2000 að bændur í Húnavatnssýslum gátu fengið styrk til skógræktar á jörðum sínum í gegnum Norðurlandsskóga sem er eitt af landshlutabundnu skógræktarverkefnanna. Nú hafa 27 jarðir í Húnavatnssýslum gert samning við Norðurlandsskóga og alls hafa um 1.900 ha verið teknir til skógræktar.  Búið er að gróðursetja í rúmlega helming þessa svæðis eða um 1000 ha. Allar helstu trjátegundir sem reynst hafa vel í skógrækt á Íslandi hafa verið gróðursettar en mest hefur verið plantað af lerki og birki.  Nú kann að vera að einhverjir sem ekki hafa kynnt sér kosti skógræktar telji að þarna sé verið að þrengja að hefðbundnum landbúnaði en svo er ekki. Húnavatnssýslurnar eru láglendar og vel grónar, land undir 400 hæð yfir sjávarmáli er alls um 304.000 ha svo þeir tæplega 2.000 ha sem er búið að taka undir skógrækt eru eins og pálmatré í Sahara, snjókorn á jökli, dropi í hafi, Íslendingur í Kína.
Myndatextinn sem fylgir á skogarbondi.is:
Bjarni E. Guðleifsson við reynihrísluna í Vatnsdalsfjalli 2003
http://www.skogarbondi.is/saga-skograektar-i-hunavatnssyslum-stadan-i-dag-og-framtidarmoguleikar/

Í öðru lagi þessi fallega mynd af kvenblómi lerkis (karlblómin eru gul). Myndin mun vera úr fræhúsinu á Vöglum og tekin 22. mars 2013. Líkur eru til þess að blómið hafi orðið að lerkiköngli nú í haust.
http://www.skogarbondi.is/lerki-blom/

Lerkifrægarður var stofnaður árið 2005 í fræhúsinu á Vöglum í Fnjóskadal, Þingeyjarsveit. Þessi mynd úr fræhúsinu birtist á skogarbondi.is vorið 2012:



þriðjudagur, 7. janúar 2014

Skógrækt og timburframleiðsla: Rússland, Svíþjóð og Ísland

Í Rússlandi eru 20% af skógum heimsins, en markaðshlutdeild landsins á skógarafurðamarkaði á heimsvísu er minni en 4%.*

Í Svíþjóð vaxa minna en 1% af skógum heimsins, en þaðan koma engu að síður 5% af öllum skógarafurðum í heiminum og um 10% af heildarútflutningi skógarvara.* Í umfjöllun frá Landbúnaðarháskóla Svíþjóðar um sænska skógrækt og timburframleiðslu er sýnd eftirfarandi mynd af barrskógabeltinu (e. taiga / boreal forest, n. boreal barskog). Á myndinni er Suðurlandsundirlendið talið til beltisins en í mörgum öðrum myndum af barrskógabeltinu er Ísland ekki með. Stundum er Bretland talið til hluta af beltinu.

Úr myndbandi Landbúnaðarháskóla Svíþjóðar.
Af wikipedia.org.

Af vef Marietta College í Ohio, marietta.edu.
Hér fyrir neðan er myndband frá Gísla Má Árnasyni af gerð 50 m göngubrúar um Kárastaðastíg í þjóðgarðinum á Þingvöllum, úr íslensku timbri. sitkagreni úr Stálpastaðaskógi í Skorradal. Timbrið mun hafa fallið til í grisjun á 56 ára gömlum skógi, þar sem meðalhæð trjánna var 14-15 metrar.

state loggers from Pétur Halldórsson.

Þessu tengt má benda á umfjöllun Haraldar Bjarnasonar í þættinum Vafrað um Vesturland 6. jan. 2014. Þar er rætt við Valdimar Reynisson skógarvörð á Vesturlandi sem staðsettur er á Hvammi í Skorradal.***
Af vef Þingvallaþjóðgarðs.


* Matvælastofnun SÞ: The future of Russia's forests, myndband: http://www.youtube.com/watch?v=YIZD_gDoMPw
** Sveriges lantbruksuniversitet: Sustainable Forestry - the Swedish model, myndband: http://www.youtube.com/watch?v=D0uAIOT66Wo
*** Vafrað um Vesturland, myndband: www.youtube.com/watch?v=ykGsn6eBtx0