Á vef SR má nálgast
fyrirlestra sem fluttir voru á fræðaþingi landbúnaðarins 7. mars 2014, hljóð og glærur. Fyrirlestrar á málstofunni um skógrækt á rofnu landi eru margir fróðlegir, sumir örlítið langdregnir.
Hér að neðan eru tvær glærur af málstofunni, hún er aðgengileg í heild sinni (3 klst. og 46 mín.) í hátt í 700 MB skrá.
 |
Fræðileg skógarmörk á Íslandi.
Úr fyrirlestri Björns Traustasonar, landfræðings hjá Rannsóknastöðinni á Mógilsá, um umfang lítt og hálfgróinna svæða neðan skógarmarka. |
 |
Samspil lúpínu við birki og víði á Hólasandi. Lúpínu var plantað á svipuðum tíma og birkinu og víðinum en hefur hopað (ein planta sést vinstra megin á myndinni).
Úr fyrirlestri Daða L. Friðrikssonar hjá héraðssetri Landgræðslunnar á Húsavík um landgræðsluskógrækt í Þingeyjarsýslum |
Engin ummæli:
Skrifa ummæli