föstudagur, 16. október 2015

Hugmyndir um verndun jarðvegshnignunar í Dalvík

Óvenju vönduð umfjöllun um landgræðslu rataði í leiðara Fbl. í gær þar sem tilefnið var umræða innan stjórnsýslu Dalvíkurbyggðar um notkun eiturefna til að sporna gegn uppgræðslu og gróðurframvindu. Í leiðaranum er m.a. vitnað í grein Þrastar Eysteinssonar hjá Skógrækt ríkisins, í Skógræktarritinu 2011:
[...] „Það tókst að bjarga Bæjarstaðaskógi frá eyðingu og enginn vafi leikur á að þar gegndi lúpínan lykilhlutverki,“ segir í greininni og sagt ljóst að þeir sem haldi því fram að lúpína hopi seint eða ekki og skilji eftir sig „sviðna jörð“ fari með rangt mál.
„Lúpínan er hlekkur í gróðurframvindu sem endar í öflugri gróði en var fyrir á viðkomandi stað.“ 
Spurningin um ágæti lúpínunnar snýst því um hvort fólk vilji fá öflugri gróður, eða hvort halda eigi í fábreytt útlit gróðursnauðra mela. Á láglendi er berjalyng merki um hnignun jarðvegar, því það er harðger hálendisgróður sem vex þar sem aðrar plöntur þrífast ekki.  
Mögulega ætti Dalvíkurbyggð að endurhugsa áætlanir sínar um verndun jarðvegshnignunar og velta fyrir sér hvort öflugri gróður myndi ekki sóma sér betur.
Það getur verið skiljanlegt að vilja standa vörð um landslag og gróðurfar, jafnvel gróðurleysi, sem maður hefur alist upp við og vanist. En margir virðast telja að slíkt landslag sé "upprunalegt" og samsetning ríkjandi plöntutegunda sé á einhvern hátt náttúrulegt. Svo er ekki, eins og lýst er ágætlega á vef Reykjavíkurborgar í umfjöllun um gróðurfar Elliðaárdals:
Við landám breyttist gróðurfar til muna, plöntutegundir sem ekki þoldu beit létu undan síga en beitarþolnar tegundir eins og grös, starir og lyngtegundir urðu ríkjandi. Skógar eyddust og uppblástur hófst á hæðum og ásum. 
Lúpína græðir upp mel í Hafnarfirði. Myndin er tekin í lok júlí 2015.
Hún var ekki hluti af umfjöllun Fbl. 




mánudagur, 17. ágúst 2015

Ágúst H. - Spírun fræs

Af vefnum ahb.is


Spírun fræs

Skrifað um May 20, 2015 · in Almennt
"Mikið vatn er runnið til sjávar síðan eg lærði grasafræði um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar í Uppsölum í Svíþjóð. Ýmislegt, sem þá var hulið, hefur verið uppgötvað hin síðari ár. Sérstaklega á það við um erfðafræði og lífeðlisfræði plantna. Margvísleg flókin efnaferli hafa verið rannsökuð í þaula og mörg ferli eru nú þekkt í smæstu atriðum. Engu að síður var mönnum nokkuð ljós heildarmyndin á þessum árum, þó að menn kynnu ekki að skýra hana til hlítar.
Eitt var það fyrirbrigði, sem mönnum var hugleikið á þessum árum, og það var hvað veldur því, að fræ (eða gró) tekur að spíra eða ála eins og það er á stundum nefnt. Snemma var mönnum ljóst, að þrennt þurfti til: vatn, súrefni og hæfilegur hiti.
Síðar kom á daginn, að ljós skiptir einnig miklu máli, þó einkum, ef fræið er lítið. Ekki er þó svo að skilja, að fræ þurfi að liggja ofan á jörðinni, því að nægilegt ljós nær 2-4 cm niður í jarðveginn og að auki er ljósþörfin mjög mismikil. Fræ einstakra tegunda þarf allt að hálfs mánaðar birtu en annarra kannski ekki nema hálfan sólarhring og þá nægir í sumum tilfellum skær birta af tungli. Meðal tegunda, sem örvast í lítilli birtu eru furur og birki. Þá er sumt fræ háð tímalengd ljóss, ljóslotubundið, eða öllu heldur tímalengd myrkurs. Einnig getur styrkur steinefna í jarðvegi ráðið miklu. Skortur á nitri (köfnunarefni) er algeng ástæða fyrir því að fræ nær ekki að spíra.
En það eru aðeins fáein fræ, sem spíra viðstöðulaust standi þeim þetta allt til boða. Það má nefna víðifræ og flestar ertur (baunir). Algengast er, að fræ þurfi að undirgangast tilskilinn hvíldartíma og álar ekki nema við sérstakar aðstæður.
Flestir hafa heyrt um fræ með svo þéttan hjúp, að hvorki vatn né súrefni komast inn nema rispur eða sprungur myndist í skelina. Gamalt ráð er að núa slíku fræi á milli blaða af sandpappír. Margar eyðimerkurtegundir þroska slíkt fræ og hefur verið talið, að það þurfi að hrekjast í sandi til að spíra. En meðal tegunda, sem vaxa ekki í eyðimerkum, eru ýmsar örverur, sem vinna þá á fræskelinni og flýta þannig fyrir spírun. [...]"
Greinin í heild er aðgengileg hér.



Ein aðferð við beina sáningu stafafuru er að henda könglum á sáningarstað.
Myndin er ekki úr færslu ÁHB.




mánudagur, 10. ágúst 2015

Sauðkind og viðja


Myndbandið er frá 2009, rétthafi líklega Höskuldur Þórhallsson. Sótt héðan.

föstudagur, 24. júlí 2015

Af vef Landgræðslu ríkisins (Þórunn Pétursdóttir): Erum við eins moldrík eins og við höldum?

Eftir Þórunni Pétursdóttur, landgræðsluvistfræðingur og starfsmaður Landgræðslu ríkisins


Erum við eins moldrík eins og við höldum?


150 mold IMG 9257Þær eru nokkrar aldirnar síðan Ingólfur og félagar tóku land á óbyggðri eyju langt norður í hafi og settust þar að. Sagan segir að þar hafi verið búsældarlegt um að litast; grasi grónir vellir, skógi vaxnar brekkur og tærir fjallalækir. Flest allt sem hugurinn girntist árið 874. Það tókst nú samt ekki betur en svo hjá ágætum forfeðrum okkar að innan fárra alda höfðu þeir rústað stórum hluta vistkerfa eyjunnar sem lofaði svo góðu þegar þeir stukku í land.
Stærsta ástæða þess, eitthvað sem þeir höfðu engar forsendur til að geta sér til um, var jarðvegsgerðin. Auðlindin dulda var nefnilega gædd öðrum eiginleikum en þeir þekktu frá fyrri heimkynnum sínum. Þótt gróðurfarið minnti á gamla landið var samspil gróðursins og eldfjallajarðvegsins íslenska gjörólíkt. Íslenska moldin er frjósöm en hún er að sama skapi mjög viðkvæm og rofgjörn og þegar aðgangshörð landnýting bættist ofan á harðneskjulegt veðurfar og eldvirkni þá var ekki við góðu að búast. Þetta vissu Ingólfur og félagar alls ekki og hjuggu og beittu skóga og gróna bala sem í Noregi væru.

Náttúruleg ásýnd eða ásýnd eyðileggingar?
Afkomendur þeirra náðu ekki heldur að byggja upp þekkingu á eðliseiginlegum íslensku moldarinnar og því fór sem fór. Frá landnámi höfum við tapað tugmilljónum tonna af frjósamri mold úr vistkerfum okkar og við horfum enn á eftir henni fjúka úr rofnu landi á haf út. Alltof víða þar sem við dásömum ósnortna náttúru Íslands og tölum af innlifun um mikilvægi þess að vernda hana í þeirri mynd, þá erum við í raun að horfa á eydd eða jafnvel hrunin vistkerfi; illa snortin af ofnýtingu fyrri alda. Ísland er vistfræðilega verst farna land Evrópu.

Er það raunverulega eitthvað til að hampa?
Maður skyldi ætla að í dag værum við búin að átta okkur á mikilvægi moldarinnar. Að nú væri allri auðlindanýtingu stýrt útfrá þeirri staðreynd að tilvera okkar og annarra lífvera byggir að mestu á jarðveginum og getu hans til að að meðal annars framleiða lífmassa, brjóta niður lífrænar leyfar með aðstoð örvera og smádýra, að hreinsa og geyma vatn og binda kolefni úr andrúmslofti í samvinnu við gróðurinn sem í honum vex.

En nei, því fer fjarri. Þrátt fyrir alla þá þekkingu sem við höfum blessunarlega náð að byggja upp síðustu aldirnar þá virðist moldin jafn ósýnileg sem áður og alltof fáir meðvitaðir um gildi jarðvegsverndar í hagrænu og vistfræðilegu samhengi.

[...]

Sjá greinina í heild sinni.

þriðjudagur, 12. maí 2015

Hækka eða lækka sýrustig jarðvegs - nakin.blog.is

Að hækka eða lækka sýrustig jarðvegsins25.4.2013 | 18:40
[...]
Til að lækka sýrustig er notað kalk          
Til þess að auka sýrustig um 1
Prófið að nota 100 grömm af kalki á hvern fermetra ef jarðvegurinn er sendinn
Þrefalt það magn, 300 grömm, ef jarvegurinn er leirkenndur
Tvöfalt það magn, 200 grömm, ef jarðvegurinn er mitt á milli, moldarjarðvegur
Sveppamassi gerir jarðveginn basískari

Til að hækka sýrustig er notaður brennsteinsáburður
Til að minnka sýrustig um 1
Prófið að nota 35 grömm á hvern fermetraer jarðvegur er sendinn
Þrefalt það magn fyrir annan jarðveg.
Það þarf að raka þetta vel í moldina.
Sag, laufmold og mómold gerir jarðveg súrari

(Höf. Brynhildur Bergþórsdóttir)

Við þetta má bæta nokkrum orðum af vef Ólafs Arnalds um íslensku moldina:
Íslenskur jarðvegur er afar sérstakur á alþjóðlegan mælikvarða.  Jarðvegur gróinna svæða myndast í gjósku sem fellur til við áfok og í eldgosum.  Þessi efni eru basísk, þau veðrast afar hratt og það myndast eldfjallajörð (Andosol), einkennisjarðvegur hins eldvirka beltis jarðar.  Þetta er í eðli sínu mjög frjósöm jörð sem safnar mikið af lífrænum efnum, sé landið ekki ofnýtt.



þriðjudagur, 7. apríl 2015

Kanill gegn rótarflókasvepp (damping off / Rhizoctonia) - therustedgarden.blogspot

Útdráttur af síðunni http://therustedgarden.blogspot.com.es/2013/02/using-cinnamon-on-seedlings-stop.html
Cinnamon has some anti-fungal qualities and it smells great as a bonus.
'Damping Off' diseases are the bane of seedlings. It is the gray white furry fungus that forms on the stems of your seedling right where they meet the starting mix. It happens because the conditions are right. I recommend against using clear plastic domes because it creates a perfect humid disease environment. Most fungi and related need moisture to spread. However, even without the dome... some seedling cells get the disease. Notice the dead thin stems at the base of my flower seedlings.

"Damping Off' Diseases - The Rusted Garden Blog
I have about 8 flats going without the dome. You want the top soil/starting mix to be dry as so it doesn't promote disease. Bottom watering keeps the cells moist.  I practice 2 principles to reduce 'damping off' diseases and I want to introduce a third that I think makes great sense and it is logical.
  1. Water from the bottom
  1. Don't use the plastic dome
  1. Sprinkle cinnamon on your seed cells
Why add a third? Some of my cells still got fungi. Not many - but enough. The reason the diseases didn't spread like wild-fire was because I practice the first 2 principles. I added a sprinkle of cinnamon on the cells that got the disease. Out of 8 flats which is about 250+ cells, only 5 got the disease. It killed the seedlings.
Cinnamon to Treat & Prevent 'Damping Off' Diseases - The Rusted Garden Blog
I sprinkled cinnamon on the infected seedlings as a way to kill off the fungi or 'damping off' disease and stop its potential spread. You could also lightly sprinkle your starting mix with cinnamon right after the seeds are planted. I have not  done this yet but will be doing it. You can, in addition, also use the cinnamon at first signs of the disease and sprinkle the infected cell and surrounding cells. That is your choice. I think cinnamon makes a great third defense against diseases that may attack your seedlings.
[...] 

mánudagur, 2. mars 2015

Horticum leiðbeiningar um klippingu berjarunna

Leiðbeiningarnar birtust á vef Horticum menntafélags 2. mars 2014 og voru endurútgefnar á vef félagsins í janúar 2015.

Klippingar berjarunna


Leiðbeiningar um klippingu berjarunna

Berjarunnar njóta vinsælda í görðum landsmanna og eru ræktaðir í von um ríkulega berjauppskeru á haustin. Til að tryggja hámarks uppskeru þarf að hirða vel um runnann, m.a. með áburðargjöf og klippingu. Eftirfarandi leiðbeiningar eiga við um algengar runnategundir, s.s. rifs, sólber og stikilsber. Einnig er fjallað um nauðsynleg verkfæri og öryggi þitt og annarra.

Tilgangurinn
Tilgangur klippingarinnar er fyrst og fremst að tryggja nægilegt rými fyrir nývöxt, birtu og yl með endurnýjun eldri greina. Greinar sem eru dauðar, sjúkar eða skemmdar valda runnanum vanþrifum, draga úr blómgun og berjamyndun og þarf að fjarlægja.

Hvenær er rétti tíminn?
Besti tíminn til klippinga á berjarunnum er tímabilið síðla vetrar og fram á vor. Þá er greinabygging runnans best sýnileg. Einnig eru líkur á að sveppasjúkdómar berist í sár eftir klippingu mun minni en t.d. á haustin.

Rifsberjarunnum getur blætt síðla vors, þegar lauf er að springa út. Forðast skal stórtæka klippingu á því tímabili þar sem það getur dregið úr blómmyndun.

Klippingin
Allar runnaklippingar valda sárum en rétt klipping dregur úr líkum á skaða af völdum sársins. Því er mikilvægt að rétt sé staðið að klippingunni svo að skaði hljótist ekki af. Nota skal beittar og hreinar greinaklippur og sagir svo að sáraflötur sé hreinn og sléttur.

Óhirtir berjarunnar verða með tímanum mjög þéttir svo að birta og hiti frá sólu ná illa til greina. Við það dregur verulega úr nývexti og líkur á sjúkdómum og vanþrifum aukast. Flestir berjarunnar mynda blóm og aldin á greinum sem eru 2 ára eða eldri. Almennt er talað um að greinar sem eru 6-8 ára beri flest og stærst ber.

Best er að byrja klippinguna á að fjarlægja allar dauðar, skemmdar og sjúkar greinar. Einnig er gott að losa um og fjarlægja flæktar greinar t.d. þær sem liggja þétt saman svo að börkur hefur skemmst (krosslægjur). Slútandi greinar sem hanga niður eða liggja með jörðu skal fjarlægja og reyna þannig að lyfta vexti runnans. Fækka skal eldri greinum til að rýma fyrir nývexti og klippa þær niður við jörðu. Þekkja má eldri greinar á dökkum og flögnuðum berki. Yngri greinar hafa sléttan og ljósbrúnan börk. Gott er að nota grófar greinaklippur eða greinasög til að fjarlægja eldri greinar. Ekki skal klippa framan af greinum á sama hátt og gert er við limgerði, þar sem árssprotar berjarunna mynda almennt ekki blóm eða ber. Ef stytta þarf grein skal klippa ofan við lifandi brum sem hefur upprétta vaxtarstefnu.

Samkvæmt ofangreindri lýsingu er æskilegt að framkvæma klippinguna í þessari röð:
• Meta þörf og umfang klippingar.
• Tryggja að öll nauðsynleg verkfæri séu til staðar.
• Fjarlægja fyrst allar dauðar, sjúkar og skemmdar greinar.
• Fjarlægja óeðlilegan greinavöxt, s.s. stofn- og krosslægjur og rótarskot.
• Fjarlægja hangandi og jarðlægar greinar.
• Fækka eldri greinum og tryggja þannig rými fyrir nývöxt.

[...]
Sjá nánar á vef félagsins.

Sólber - myndin er ekki úr leiðbeiningum Horticum.

miðvikudagur, 25. febrúar 2015

Tré veita skjól

„Það komu bændur til okkar að hjálpa því það hafði ekkert skemmst hjá þeim. En hver einasta rúða í útihúsunum sem snýr í austur, 35 stykki, splundraðist nema í íbúðarhúsinu og það er af því að ég plantaði trjám fyrir einhverjum árum sem skýldu íbúðarhúsinu.“ Þetta segir Berglind Hilmarsdóttir á Núpi III, Vestur-Eyjafjöllum, um veðurhaminn undir Eyjafjöllum á sunnudag.
Svona hljóðaði frétt nokkur á mbl.is um óveðrið sem gekk yfir sunnudaginn 22. febrúar 2015.