miðvikudagur, 30. maí 2012

Mynd frá fb-hópnum "Vinir lúpínunnar" - Grenitré


Einar Jónsson: Sandahlíð í Garðabæ. Grenitréð fremst á myndinni stendur í lúpínuflekki en ekki þessi fölu í bakgrunninum.


Mynd: Einar Jónsson

Source: https://www.facebook.com/groups/vinirlupinunnar/permalink/469369093079592/

-----

Í tengslum við þessa mynd má benda á rannsóknir á köfnunarefnis- og fosfórinnihald barrs af sitkagreni með og án lúpínu.

The English Garðyrkjumaður: Overdue

Long long time overdue. I had my month in China during April and my housemate was incredibly dulleg and kept all of my seedlings alive. Since then I have repotted and hardened off various plants.

Early May provided an unseasonably warm week followed by a reminder of where we live with below freezing temperatures and even a sprinkling of snow. This royally terrified almost all plants and trees which were excited by the sun. It almost killed all of my courgette plants. I had 15 out in my cold frame, 5 varieties and now I only have 4 plants left. At the very least I can share the fact that the variety Cocozelle seems to be to most frost hardy with all of the 3 plants surviving.

[...]


Source:http://gardening-iceland.blogspot.com/2012/05/overdue.html
Powered by Reader2Blogger

sunnudagur, 27. maí 2012

Garðurinn - rit garðyrkjufélagsins


24. maí 2012
Garðurinn kemur út í dag, fimmtudaginn 24. maí.  Hefð er komin á að blaðið komi út í kringum afmælisdag félagsins, en félagið var stofnað þann 26. maí árið 1885. Að venju er blaðið fullt af fróðlegum og skemmtilegum greinum um gróður og garða. Garðurinn kemur út sem fylgiblað með Morgunblaðinu, er póstlagður til allra félagsmann og liggur einnig frammi hjá helstu garðplöntustöðvum.  Að þessu sinni er blaðið 32 bls að stærð, Athygli gefur blaðið út í samvinnu við Garðyrkjufélagið og ritstjóri er Valborg Einarsdóttir.

Hægt er að skoða blaðið í tölvtæku formi í pdf upplausn undir hnappnum Útgáfa, sem er að finna á veftrénu vinstra megin á síðunni eða með því að smella hér.














Source: http://gardurinn.is/Default.asp?Sid_Id=16324&tId=99&Tre_Rod=&qsr

Meðal efnis:
Bersarunni
Garðahlynur
Japanshlynur
Ávaxtatré

þriðjudagur, 22. maí 2012

Má auka lífslíkur og vöxt skógarplantna með samspili áburðargjafa í gróðrarstöð og foldu?

Sigríður Júlía Brynleifsdóttir og Hreinn Óskarsson skrifuðu grein í Ársskýrslu SR 2004. 

Meðfylgjandi mynd er þúsund orða virði. Greinin sjálf er á bls. 24-5 í ársskýrslunni, sem aðgengileg er á vef Skógræktar ríkisins.

Niðurstöður samkvæmt greininni:
Niðurstöður eftir þrjú sumur sýna að vökvun með áburðarvatni í gróðrarstöð bætir lífslíkur og vöxt marktækt ein og sér (P<0.001).
Áburðarvökvunin ein og sér kemur þó ekki í staðinn fyrir
áburðargjöf við gróðursetningu, sem gefur marktækt betri lifun og vöxt (P<0.05). Frostlyfting vegna holklaka er minni ef borið er á plöntur við gróðursetningu (P<0.05), sennilega vegna öflugra rótarkerfis og hæfilegs grasvaxtar.

laugardagur, 19. maí 2012

Um alvöru vorhret - Ólafur í Nátthaga

Það er sem sagt komið ALVÖRU vorhret 13. maí 2012 !!! Vindfrost er versta gerðin á nýlaufgaðan gróður, bæði tré og blóm. Öll blöð sem lenda í slíku verða svört, visna og detta af, en vaxtarpunkturinn lifir yfirleitt af og sendir út ný blöð. Sem sagt smá tímabil sem allt verður frekar dapurlegt eftir veðrið. Ég læt sem það sé komið sumar og held áfram að vinna samkvæmt dagatalinu, en ætla samt að vona að ég þurfi ekki að fara í Pollýönnuleik í þrjár vikur aftur eins og í fyrravor. Leggjumst á bæn. Gróðurinn stendur þetta af sér og hlífir okkur áfram. Alveg get ég dáðst að trjánum hvað þau þola mikið.

Source: http://www.facebook.com/permalink.php?story_fbid=404940736195387&id=218669008155895
Powered by Reader2Blogger


mynd fengin að láni af 9gag.com

sunnudagur, 6. maí 2012

RÚV - Fegurð í frostinu



Fegurð í frostinu

Mynd/Kristín Guðmundsdóttir
Það var fögur sjón en þó lítt sumarleg sem blasti við íbúum í Tjarnarbyggð við Suðurgötu á Selfossi í morgun. Trjágróðurinn er tilkomumikill í klakaböndum nú í byrjun maí.Samkvæmt vef Veðurstofunnar var frost um allt land í nótt.

Upprunaleg frétt: http://www.ruv.is/frett/fegurd-i-frostinu