Eldri árgangar Skógræktarritsins voru skannaðir inn og gefnir út í nokkrum skrefum frá 2012-17:
Skógræktarfélagið 27. júní 2013: Fyrstu tveir árgangar Skógræktarritsins eru nú komnir á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands. Þar með eru öll Skógræktarrit útgefin á 20. öldinni komin á vefinn!
Skógræktarfélagið 17. maí 2013: Árgangar 1950-1959 af Skógræktarritinu eru nú komnir inn á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands. Alltaf gaman að rifja upp eða fræðast um gamla tíma i skógræktinni!
Skógræktarfélagið 19. nóv. 2012: Árgangur 1980-1989 af Skógræktarritinu er nú kominn á vefinn. Ritið kom fyrst út um 1930 og hefur verið gefið út árlega síðan, með örfáum undartekningum. Það gekk undir nafninu Ársrit Skógræktarfélags Íslands fram til 1990.
Fésbókarsíða Skógræktarfélags Íslands 24. ágúst 2012: Jón Geir Pétursson, fulltrúi umhverfisráðuneytisins, opnaði nýja vefgátt á vefsvæði Skógræktarfélags Íslands. Þar er hægt að nálgast eldri rit Skógræktarritsins á rafrænu formi og leita í þeim eftir efnisorðum. Þessi nýjung mun án efa verða kærkomin skógræktarfólki sem og öðru áhugafólki um garð- og trjárækt. Jón Geir naut aðstoðar Ragnhildar Freysteinsdóttur, starfsmanns Skógræktarfélags Íslands, við opnun vefgáttarinnar en Ragnhildur hefur haft þetta verkefni með höndum undanfarin misseri.
Rúv.is 5. sept. 2012: "Við byrjuðum á áratugnum frá 1990 til dagsins í dag en elstu ritin frá 1932 verða orðin aðgengileg fyrir áramót." - haft eftir Ragnhildi Freysteinsdóttur, starfsmanni Skógræktarfélags Íslands, í þættinum samfélagið í nærmynd.
Fésbókarsíða Skógræktarfélags Íslands 24. ágúst 2012: Jón Geir Pétursson, fulltrúi umhverfisráðuneytisins, opnaði nýja vefgátt á vefsvæði Skógræktarfélags Íslands. Þar er hægt að nálgast eldri rit Skógræktarritsins á rafrænu formi og leita í þeim eftir efnisorðum. Þessi nýjung mun án efa verða kærkomin skógræktarfólki sem og öðru áhugafólki um garð- og trjárækt. Jón Geir naut aðstoðar Ragnhildar Freysteinsdóttur, starfsmanns Skógræktarfélags Íslands, við opnun vefgáttarinnar en Ragnhildur hefur haft þetta verkefni með höndum undanfarin misseri.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli