miðvikudagur, 8. ágúst 2012

Lífrænt heimatilbúið pöddueitur

Á síðum Bændablaðsins eru birtar þrjár góðar uppskriftir að lífrænu skordýraeitri sem brotnar fljótt niður og hefur ekki langtímaáhrif í jarðvegi.

Um er að ræða seyði úr rabarbarablöðum, rauðspritt og parafínolíumix og loks gamla og góða sápan og sódavatnið.
Smellið til að stækka.

Blaðlýs
Sumar geta flogið, aðrar ekki.
Einnig eru til blöndur þar sem notast er við alkohól, matarolíu, hvítlauk, tóbak, chile-pipar og svo mætti eflaust lengi telja. Fínt að leita að 'organic pestacides' á netinu. Einnig má benda á greinina Vistvænar varnir úr baðherbergi og eldhússkáp sem aðgengileg er á rit.is. Þá gaf Steinn Kárason lesendum nokkrar uppskriftir í bók sinni Trjáklippingar árið 1995.

Mynd af farmcarolina.com (Mark Brincefield).
"[...] chewing tobacco is often recommended 
for insect control. Tobacco contains 
nicotine, which is a lethal pesticide [...]" 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli