Hálfdeigja er það sem á ensku kallast semi-wetland.
"Hálfdeigja Í þennan flokk falla gróðurlendin hálfdeigja, jaðar og framræst votlendi sem ekki er farið að bera augljós merki gróðurbreytinga yfir í þurrlendi (valllendi eða mólendi).
Hálfdeigja einkennist af tegundum sem ýmist eru komnar úr votlendi eða af þurrlendi. Einkennistegundir eru starir, s.s. hrossanál, mýrarstör og slíðrastör, elftingar, t.d mýrarelfting og klóelfting. Aðrar algengar tegundir eru hálíngresi, snarrótarpunktur, túnvingull, vallhæra og smárunnar. Í hálfdeigju vex einnig oft víðir og stundum birkikjarr.
Við fyrstu sýn er auðvelt að þekkja hálfdeigju á fífunni sem er mjög áberandi í hálfdeigju um mitt sumar. Fífan er þó einnig algeng í votlendi og því þarf að ganga úr skugga um það hvort þessir fífuflákar tilheyri votlendi fremur en hálfdeigju.
Jarðvegur hálfdeigju er ætíð rakur en þó stendur vatn sja
ldnast upp undir grasrót. [...]"
- Nytjaland.is - yfirlit yfir tíu gróðurflokka (gróðursamfélög)
"Þar sem landið er hálfdeigt eða milli mýrar og valllendis [...]"
- Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands 65. árg. 1968, bls. 62.
"Hér skal aðeins vakin athygli á því að votlendi/hálfdeigla [hálfdeigja] er skilgreint sem 7-10% aflandi í sveitarfélaginu og þar með eru talin framræst svæði sem ekki eru farin að beraaugljós merki gróðurbreytinga. [...] Hálfdeigja einkennist af tegundum sem ýmist eru komnar úr votlendi eða af þurrlendi."
- Aðalskipulag Eyja- og Miklaholtshrepps 2008 – 2020
"Hálfdeigja, sem er jaðar milli votlendis og þurrlendis [...]"
- Svar umhverfisráðherra við fyrirspurn á Alþingi, þskj. 746 -349. mál, 125. löggjafarþing 1999-2000.
"Lítilsháttar hefur verið sáð af birkifræi í mólendi og hálfdeigt land á nokkrum stöðum, sums staðar með góðri raun."
- Hákon Bjarnason: Skógrækt á Íslandi 75 ára. Skógræktarritið 1974, bls. 16.
|
Af vef umhverfisráðuneytisins. |
Engin ummæli:
Skrifa ummæli