föstudagur, 27. janúar 2012

Mynd viku - plöntuhlífar í A-Húnavatnssýslu

Mynd viku - Norðurlandsskógar 25 jan. ' 18:28

Notkun plöntuhlífa í A-Húnavatnssýslu (25.01.2012)
Á Litla Búrfelli í Svínavatnshreppi í A-Hún er bæði skógrækt og þónokkur skjólbeltarækt. Mæva Marlene Urbschat skógarbóndi hefur notað til margra ára plöntuhlífar, aðallega fyrir plöntur í skjólbeltum. Plöntuhlífarnar eru afgangsefni sem fellur til við starfssemi Blönduvirkjunnar og Mæva hefur fengið að hirða. Hún festir þær niður með vírlykkjum og hefur tekist að ganga þannig frá að þær fjúka ekki. Þetta er mikil vinna en veitir plöntunum klárlega skjól fyrstu árin þegar þörfin er mest enda lifun í skjólbeltum á Litla Búrfelli einstaklega góð. Þegar plantan er orðin nokkuð státin eru hlífarnar fjarlægðar. Mæva hefur komið sér upp mörg þúsundum slíkra plöntuhlífa og getur notað þær aftur og aftur hefur til að koma nýjum beltum vel af stað.

Hér er að ofan kúrir fjallaþinur í plöntuhlíf sem hlífir ekki aðeins fyrir veðri og vindum heldur kemur líka í veg fyrir að sinan nái að þrengja að honum.
Plöntuhlífarnar eru festar niður með vírlykkjum

Source:http://page2rss.com/p/9e6080c16f4ae3a447cbb54a8c6182c9_5814503_5825748

Powered by Reader2Blogger

Engin ummæli:

Skrifa ummæli