þriðjudagur, 25. desember 2012

Samantekt um starf Hekluskóga 2012


Stutt samantekt um starf Hekluskóga árið 2012 (24.12.2012)

Starf Hekluskóga gekk vel eins og undanfarin fimm ár sem verkefnið hefur starfað formlega. Fjárveiting ársins var 20,2 milljónir og hefur framlag til verkefnisins lækkað ár frá ári í krónutölu frá árinu 2008 þegar 50 milljónum var veitt til verkefnisins. Árið 2013 verður hins vegar jákvæð breyting á þessari þróun með 10 milljón kr. tímabundnu viðbótarframlagi.

Gróðursettar voru tæplega 262 þúsund plöntur þetta árið, 255.637 birki og 6.330 reyniviðir og var þeirri gróðursetningu dreift um starfssvæði Hekluskóga sem nær frá Gunnarsholti í suðri og norður í Hrauneyjar. Rúmlega 180 landeigendur voru með samning við Hekluskóga um gróðursetningu í eigin lönd, sjálfboðaliðahópar bæði innlendir og erlendir komu að verkefninu, sem og Landsvirkjun, Skógrækt ríkisins og Landgræðsla ríkisins og ýmsir hópar verktaka t.d. íþróttafélög komu að gróðursetningu. Um 350 tonnum af kjötmjöli var dreift til uppgræðslu í Þjórsárdal, bæði á lítt gróna vikra sem og í jaðra Búrfellsskógar. Er ljóst að uppgræðsla með kjötmjöli skilar mjög góðum árangri til lengri tíma og hefur á síðustu árum breytt hundruðum ha úr fjúkandi vikrum í gróið land. Standa vonir til að heimild fáist til að dreifa kjötmjöli víðar um starfssvæði Hekluskóga. 

Tveir starfsmenn störfuðu við verkefnið, Hreinn Óskarsson verkefnisstjóri á launum í þrjá mánuði og sumarstarfsmaður Ívar Örn Þrastarson skógfræðinemi í tvo mánuði. 

Styrkir sem verkefninu bárust á þessu ári voru 130 þús. kr frá True North og 500 þús kr frá sumarvinnuátaki Vinnumálastofnunar. Nýr styrktaraðili Endurvinnslan hf. ákvað að bæta Hekluskógum við sem einu af fjórum samfélagslegum verkefnum sem þau styrkja og geta þeir sem skila einnota umbúðum íafgreiðslustöðvum Endurvinnslunnar í Knarrarvogi 4 og Dalvegi 28 hafa möguleika á að styrkja Hekluskóga með skilagjaldi sem fæst fyrir flöskur og annað, verður samstarfið kynnt betur á vordögum. 

Birkifræsöfnun Hekluskóga tókst ágætlega þetta haustið og barst fræ víða að bæði frá móttökustöð Endurvinnslunnar hf. og frá ýmsum aðilum, skólum og leikskólum sem sendu fræ beint til skrifstofu Hekluskóga. Á meðfylgjandi mynd sést einn hópurinn frá leikskólanum Álfheimum á Selfossi. Þakka Hekluskógar sérstaklega þennan góða hug.

Source: http://www.hekluskogar.is/frettir.htm

fimmtudagur, 20. desember 2012

Timbur sótt í Skarfanes í fyrsta sinn | Fréttir SR

20.12.2012

Timbur sótt í Skarfanes í fyrsta sinn

20122012-(1)
20122012-(2)Skarfanes á Landi er eitt af skóglendum Skógræktar ríkisins. Þegar landið var keypt af Skógrækt ríkisins um 1940 var landið að mestu uppblásið utan að örfáar skógartorfur vaxnar lágu kjarri voru eftir. Mesti skógurinn var í Lambhaganum og má sjá hversu lágvaxið kjarrið var á myndinni hér að neðan sem Hákon Bjarnason tók um miðja 20. öld. Hefur birki og víðikjarr í dag vaxið upp og sáð sér út yfir hundruðir hektara. Gróðursettur skógur í Skarfanesi er mun umfangsminni en hefur vaxið vel á síðustu árum og var kominn tími til að grisja elstu reitina. Frá því í október hefur verið unnið að grisjun í furureitum sem gróðursettir voru árið 1965 en þar voru þrjú kvæmi af stafafuru grisjuð: Skagway, Alberta og Wansa lake. Auk þess var rauðgreni sem var gróðursett árin 1952 og 1953 af kvæmunum Fellingfors og Rana grisjað. Alls komu um 80 rúmmetrar af timbri út úr þessum grisjunum og hefur það síðustu daga verið flutt úr Skarfanesi við nokkuð erfiðar aðstæður, en skaflar og ís er á veginum úr Skarfanesi að Landvegi. Mest af timbrinu verður selt til Elkem en sverustu bolirnir, auk spíruefnis fyrir fiskihalla var flokkað frá og verður selt sérstaklega.

20122012-(3)20122012-(4)20122012-(5)20122012-(6)20122012-(7)Það má draga heilmikinn lærdóm af starfinu í Skarfanesi og má nýta það starf sem fordæmi að því sem hægt er að gera á svipuðu landi víða um land. Þar var hafist handa við beitarfriðun og uppgræðslu lands sem var að verða örfoka vegna jarðvegseyðingar fyrir um 70 árum. Í kjölfarið voru gróðursett nytjatré og í dag eru farnar að koma timburafurðir. Þess má einnig geta að á árum áður var tekinn mikill fjöldi jólatrjáa úr þeim reitum sem grisjaðir voru nú.

Meðfylgjandi myndir sýna skóga eftir grisjun og lestun timburs.







































Texti og myndir: Hreinn Óskarsson (og Hákon Bjarnason)


Source: http://www.skogur.is/um-skograekt-rikisins/frettir/nr/1861
Powered by Reader2Blogger

föstudagur, 7. desember 2012

Meira af nóvemberóveðrinu 2012

Af fb síðu Skógræktarfélags Íslands:

"Ástandið var sérstaklega slæmt meðfram nýjum útivistarstíg sem liggur um skógræktarsvæðið og tengir saman stígakerfi Mosfellsbæjar og Reykjavíkur. "

Skógræktarsvæðinu við Hamrahlíð í Mosfellsbæ
- Mynd: Einar Jónsson frá Skógræktarfélagi Íslands 
Aðrar myndir af afleiðingum óveðursins.

laugardagur, 1. desember 2012

Kálfamói - Þróun búsetulandslags við breytta landnýtingu

"Það hefur sýnt sig að skógur er hið eðlilega gróðurfar á láglendi Íslands,
en á nútíma hefur flóra landsins búið yfir mjög fábreytum trjágróðri og skógarbotnstegundir eru
af skornum skammti. Til þess að fjölbreyttir skógar geti vaxið upp nægja ekki þær tegundir sem
voru fyrir í landinu."

Mæla má með ritinu Kálfamóa, eftir Jóhann Pálsson. (Varatengill.)


fimmtudagur, 29. nóvember 2012

Skógartíðindi SR

  1. ^ http://heidmork.is/ (heidmork.is)

Source:http://page2rss.com/p/cfc2878f8a6b1242df55b19436d077ec_6261350_6268885
Powered by Reader2Blogger

fimmtudagur, 15. nóvember 2012

[Skrúðaldin] Fallen leaves and watery sunshine

[Fallegar myndir af callicarpa americana (e. American Beutyberry, s. Amerikanskönhetbär, þ. Amerikanische Schönfrucht.]

The Callicarpa has lost most of its leaves now, adding to the general carpet of decaying foliage and highlighting the purple berries:

Source:http://marksvegplot.blogspot.com/2012/11/fallen-leaves-and-watery-sunshine.html
Powered by Reader2Blogger

miðvikudagur, 7. nóvember 2012

Yndisgróður - Tré í borgarumhverfi

Tré í borgarumhverfi

Í þessari skýrslu er fjallað um umhverfi borgartrjáa, val á tegundum auk ýmislegs sem kemur að ræktun þeirra.

Opna skjal (pdf, 3,55 MB) /




Af http://yndisgrodur.lbhi.is/ (yndisgrodur.lbhi.is)

Source: http://page2rss.com/p/86dd0beabf72f8ef640c811ff4062960_6077663_6238343

Varatengill á skýrsluna.

laugardagur, 3. nóvember 2012

Norðanillviðri í nóvember 2012

Illviðri og vonskuveður gekk yfir landið föstudaginn 2. nóvember 2012. 

Hér eru myndir sem birtust á ýmsum miðlum, af áhrifum veðursins á gróður.
Sjór gengur yfir Sæbraut - Mynd: Pjetur

Skúrþak fokið við Vallarengi (nálægt Vættaskóla í Grafarvogi)
- Mynd: Hjörtur

Tré svigna í Mosfellsbæ - Mynd: Anna Kristín Pálsdóttir

Tré við Laufásveg - Mynd: Brjánn Fransson

Tré við Miðstræti - Mynd: Páll V. Bjarnason

Tré við Miðstræti, annað sjónarhorn - Mynd: Páll V. Bjarnason

Tré á Kirkjubæjarklaustri - mynd af ruv.is

Tré í Mosfellsbæ - Mynd: Vignir Kristjánsson

Sitkagreni við hlið Sigurðar G. Tómassonar útvarpsmanns,
á Sveinseyri í Mosfellssveit - Mynd: GVA/Vísir
Fjallaþinur við Melgerði (tré mánaðarins hjá SR feb. 2009) -
Mynd: Egill Baldursson.

Fleiri myndir frá Sveinseyri.

---

Rokið á við fellibyl

Í kalda kvikar alda.stækka
Í kalda kvikar alda. mbl.is/RAX
Meðalvindstyrkurinn á stöðum þar sem hann mældist hvað mestur í storminum í gær jafnaðist á við fyrsta stigs fellibyl.


Á Geldinganesi mældist meðalvindhraði á bilinu 31-38 metrar á sekúndu en vindhraði 1. stigs fellibylja er 33-42 m/s. Nokkrar veðurathugunarstöðvar mældu vindahraða af þessu tagi í gær.


Að sögn Óla Þórs Árnasonar, veðurfræðings á Veðurstofunni, er erfitt að bera saman fellibylji og þær lægðir sem gangi yfir hér á landi. Þær myndist á ólíkan hátt og mun meiri úrkoma fylgi fellibyljum. Sé aðeins litið til vindstyrksins hafi ástandið hér verið sambærilegt við fellibyl.

Í Morgunblaðinu í dag segir, að stormurinn sem geisað hefur á landinu sé óvenjulegur fyrir þær sakir hversu langlífur hann er með miklum vindhraða og sömu vindátt.

---

Óblíð veðrátta




Nú er gengið um garð annað illviðrið á þessu hausti, um mánuði á eftir óveðrinu í fyrri hluta september. Í báðum tilvikum komu ofsa stormar á auða jörð sunnanlands, en snjór varði jörð á norður- og norðausturlandi. Þessum stormum fylgdi mikill uppblástur og moldrok og lítt gróið land og rofsvæði fóru mjög illa í þessum veðrum, bæði á láglendi og á afréttum.

Gera verður ráð fyrir að mikið tjón hafi orðið á nýgræðingi sem hefur verið að nema land á auðnum á afréttunum á síðustu árum, þó ekki hafi gefist ráðrúm til að meta skemmdirnar. Sömu sögu er að segja af nýsáningum á rofsvæðum, þar er líklegt að mikil eyðilegging hafi orðið. Ástæða er til að ætla að versta gróðureyðingin á láglendi hafi orðið í Eldhrauni í Skaftárhreppi, en þar hefur verið mikill uppblástur vegna sandburðar frá Skaftá á liðnum áratugum. Mikið öskufok var einnig í Fljótshverfi í Skaftárhreppi, Austur Eyjafjöllum og innanverðri Fljótshlíð.
[...]


---

Ein mynd í viðbót hér.

mánudagur, 22. október 2012

Slow Growing in Scotland: Compost, at last


For years, it seems, we've been tipping kitchen waste into our two compost bins, but very little compost has emerged.  This has mostly been because of lack of time to empty them out.  I have wondered if 
the bins have Tardis-like properties.

At last on Sunday we got round to emptying one of the bins and relocating it round to the shady side of the shed.  The spot where we plonked the bins when we took on the plot turns out to be the corner which gets the last of the afternoon sun once the rest of the plot is in shade.  Far too valuable to waste on compost!

The contents have composted down nicely, except for the supposedly compostable bin liners.  These resembled nothing more than supermarket carrier bags, even after several years.  I've resolved not to waste any more money on them, but to line the kitchen waste bin with newspaper instead.

When it came to spreading the compost over freshly dug beds, I discovered that a lot of compost goes a little way.  Still, it feels good to have fed the soil more than we've been able to do so far.
 



Source:http://slowgrowinginscotland.blogspot.com/2012/10/compost-at-last.html
Powered by Reader2Blogger

þriðjudagur, 16. október 2012

Gróðursetning í Mosfelli | Fréttir | Um SR

16.10.2012

Í sumar og haust hefur töluvert verið gróðursett af sitkagreni og fleiri tegundum í Mosfell í Grímsnesi. Skógrækt hefur verið stunduð á leigulandi í Mosfelli í Grímsnesi sem er jörð í eigu þjóðkirkjunnar, síðan árið 1989.
16102012-(3)
16102012-(2)16102012-(4)
Fyrstu árin var mest gróðursett af stafafuru og lerki. Stafafuran spratt vel en lerkið átti erfitt uppdráttar. Upphaflega var lerkið gróðursett í aðra hverja rás og var hugmyndin að nýta skjólið af lerkinu fyrir aðrar tegundir, s.s. sitkagreni, og nú um tuttugu árum síðar er verið að bæta greni inn í gisna lerkireiti. Verktakar sáu um gróðursetningu í sumar og nú á haustdögum kom hópur frá 4. flokki handknattleiksdeildar Ungmennafélags Selfoss og gróðursetti í um 7 ha lands. Alls hefur verið gróðursett í tæplega 40 ha af gisnum lerkiskógi og standa vonir til að lerkið hjálpi greninu af stað yfir erfiðasta hjallan sem eru fyrstu árin. Eftir nokkur ár verður lerkið smám saman grisjað úr skóginum og upp vex nytjaskógur af sitkagreni og sitkabastarði.

Myndir og texti: Hreinn Óskarsson


Source:http://www.skogur.is/um-skograekt-rikisins/frettir/nr/1836
Powered by Reader2Blogger

------
Hér eru myndir myndir Aðalsteins Sigurgeirssonar frá október 2012 af Mosfelli:
Upprunalegur myndatexti: Hér stumrar Úlfur Óskarsson yfir "dæmigerðri sitkagreniplöntu" sem groðursett var í næringarsnauðan mosamóa vorið 1995. Á 17 árum hafa greniplönturnar náð 30-40 cm hæð.
Upprunalegur myndatexti: Nokkrum metrum norðar hefur lúpína náð að skjóta rótum innan um sitkagreniplönturnar. Með því hafa trjáplönturnar (jafngamlar og á fyrri mynd) náð að margfalda hæð sína á fáum árum

þriðjudagur, 9. október 2012

Grágæsadalur - yndisleg frásögn

Eftirfarandi innslag var birt í sjónarpsþættinum landanum, í október 2012.

Úr umræðum um innslagið, í hópnum Vinir lúpínunnar, sunnudaginn 7. okt. 2012:

Einar Gunnarsson:
Völundur er bróðir Hrings listmálara og fleiri merkra bræðra frá Haga í Aðaldal. Hann rak trésmiðju Kaupfélags Héraðsbúa um áratuga skeið og var einn helsti frumkvöðull í Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs. 
Hrafn Arnórsson:
Frábært að sjá þetta. Það fer síðan ekki hjá því, jafnvel þó ljóst sé að mikla vinnu og natni hafi þurft til að skapa þennan reit, að hann gefi vísbendingu um hvernig gróðurfar ætti í raun að vera á þessum slóðum. Auðnin er manngerð, íslensk náttúra er ónáttúruleg! 
::: Viðbót, júlí 2015:

Í þættinum Ferðastiklur þann 14. júní 2015 birtu Lára Ómarsdóttir og Ómar Ragnarsson meðfylgjandi umfjöllun um Grágæsadal ásamt viðtali við Völund.

::: Viðbót, september 2021:

Völundur lést 2021.


sunnudagur, 7. október 2012

Real Men Sow » Blog Archive » Just When I Thought I?d Kept Them Away! Deterring Slugs and Snails

Just when I thought I'd got a hold of the snail and slug population in my garden, this happens:

My healthy looking Mibuna decimated. The oriental salad leaves were on the cusp of being ready, and I was getting excited about the crispy, bitter greens accompanying my dinner.

Alas, the slimy critters had other ideas.

When we first moved into our house, the shrubs were overgrown and weeds were running amok. Each time I cleared or tidied an area, I'd find literally hundreds of snails hidden underneath. They were everywhere, even managing to climb up my plum trees and nibble on the fruit. And once darkness fell, you couldn't move on the lawn for slugs.

A Decreasing Population (or so I thought)
Gradually, as we got on top of the garden, the slug and snail population seemed to decrease drastically. I no longer visited the compost bins at the back running the risk of returning with loads of squished slugs on the bottom of my slippers.

This fresh attack has led me to dig out two lovely little books that I was bought on my last birthday: the delightful and very useful Tips from the Old Gardeners[3] and the funny, entertaining 50 Ways to Kill a Slug[4].

Soot, Salt and Beer
Tips from Old Gardeners has some interesting tips for keeping the slugs and snails away. I liked the idea of saving soot from chimney sweeping to put around flower beds, as well as diluted saucers of beer next to plants you want to protect. Apparently, the slugs and snails will gravitate towards the liquid and meet a beery end.

Salt – either in the form of seaweed straight from the shore or as jam jars filled with salt water – is another deterrent discussed in the book, as it is thought slugs don't like salt.

Sacrificial Comfrey, Sharp Stuff and Slug Races
50 Ways to Kill a Slug has some good ideas too, ranging from practical to rather zany. On the practical side, one of my favourite tips is to grow comfrey as a sacrificial plant. 'Slugs love comfrey!' says the book, before advising the reader to plant comfrey in slug hotspots. After a couple of days, pick the greedy guts off the comfrey and dispose as you see fit.

Other ideas include putting them off with sharp stuff like eggshells, grit and sand, or even the coarse texture of your own hair. If you've got little 'uns, why not hold a slug race? Get the kids to collect as many slugs as possible, and get them to race them. The winner gets a chocolate bar, and you dispose of all the slugs. Easy peasy. :)

Okay, maybe not. In fact, Tips from the Old Gardeners sum it up sadly: "All these things help to deter, but slugs and snails outnumber us and our plants pretty heavily, so we will always be fighting a rearguard action".

Looking at the remains of my mibuna, I couldn't have said it better myself.

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...

You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0[5] feed. You can leave a response[6], or trackback[7] from your own site.

References

  1. ^ View all posts in pests (www.realmensow.co.uk)
  2. ^ Comment on Just When I Thought I'd Kept Them Away! Deterring Slugs and Snails (www.realmensow.co.uk)
  3. ^ Tips from the Old Gardeners (www.amazon.co.uk)
  4. ^ 50 Ways to Kill a Slug (www.amazon.co.uk)
  5. ^ RSS 2.0 (www.realmensow.co.uk)
  6. ^ leave a response (www.realmensow.co.uk)
  7. ^ trackback (www.realmensow.co.uk)

Source:http://www.realmensow.co.uk/?p=1817
Powered by Reader2Blogger

miðvikudagur, 3. október 2012

Mynd viku - flokkun stafafuru

01 Oct ' 10:55

(01.10. 2012)

Þuríður Davíðsdóttir var önnum kafin við að flokka stafafuru í gróðrarstöðinni Sólskógum í blíðunni á mánudaginn síðasta.  Starfsfólk gróðrarstöðvanna reynir nú að nýta allar stundir til að flokka skógarplöntur þannig að þær verði tilbúnar til afhendingar til skógarbænda næsta vor.  Fjólublái liturinn á furunni er eðlilegur á þessum árstíma, barrið fær þennan litablæ þegar næringarástand plantnanna er eins og það á að vera.

Permalink[1]  |  View Entire Page[2]

References

  1. ^ Permalink (page2rss.com)
  2. ^ View Entire Page (page2rss.com)

Source:http://page2rss.com/p/9e6080c16f4ae3a447cbb54a8c6182c9_6174790_6185235
Powered by Reader2Blogger

mánudagur, 17. september 2012

Verkefnabanki Lesið í skóginn opnaður | Fréttir | Um SR

Áhugaverð verkefni t.d. um fræsöfnun og sáningu trjáfræs.

---

Í gær, á Degi íslenskrar náttúru, opnaði verkefna­banki Lesið í skóginn – sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi.

Í þróunarverkefninu Lesið í skóginn með skólum hafa safnast mörg verkefni á sviði útikennslu. Ása Erlingsdóttir, Margrét Lára Eðvarðsdóttir og Ólafur Oddsson hafa síðustu ár safnað verkefnunum frá þeim skólum sem tóku þátt í verk­efninu. Þörf kennara fyrir aðgang að rafrænum hugmynda­banka hefur ítrekað komið fram en verkefni  á sviði náttúrulæsis geta einnig nýst aðilum í ferðaþjónustu, landvörslu, skógrækt og landbúnaði.

Aðalnámsskrá grunnskóla gerir kröfur um kennslu námsgreina utandyra, menntun til sjálfbærni og aukið náttúru­læsi. Verkefnabankinn kemur til móts við þessar lögboðnu skyldur. Í  honum er að finna verkefni fyrir allar námsgreinar, alla aldurshópa á grunnskólastigi og allar árstíðirnar. Verkefnin bjóða upp á fjölbreytt námsefni og kennsluaðferðir.

Verkefnin hafa nú verið gerð aðgengileg á vef Skógræktar ríkisins og telur bankinn þegar 70 verkefni.  Er það von höfunda að notendur bankans muni senda inn ný verkefni svo bankinn verði lifandi, stækki með árunum og verði sívaxandi uppspretta hugmynda fyrir kennara og aðra áhugasama um ókomna framtíð.



Source:http://www.skogur.is/um-skograekt-rikisins/frettir/nr/1824
Powered by Reader2Blogger

laugardagur, 15. september 2012

Skógarhögg í Klofningi

11. 09. 2012 kl. 13:07 - 60 ára gamall skógur grisjaður á Klofningi



Skógurinn á Klofningi er víða mjög þéttur. Ljósm.: Kristján Torfi Einarsson.

Kræklóttar rætur benda til erfiðra upphafsára.

Í Klofningsskógi.
11. 09. 2012 kl. 13:07 - 60 ára gamall skógur grisjaður á Klofningi
Undanfarna daga hefur verið unnið að grisjun á greni í reit Skógræktarfélags Önundarfjarðar á Klofningi.
Fyrst var gróðursett á Klofningi á sjötta áratug síðustu aldar og eru trén því um sextíu ára gömul.
Gústaf Jarl Viðarsson, skógarhöggsmaður, sem er að grisja reitinn, telur að trén hafi átt erfitt uppdráttar fyrstu árin. Þetta megi sjá á margstofna og kræklóttum stofnum trjánna sem bendi til þess að fyrstu toppar trjánna hafi drepist. Fyrstu árin eða áratugina hafi líklega lítill árangur verið sjáanlegur af gróðursetningu. Trén hafi átt erfitt uppdráttar lengi vel sökum veðurfars en með tíð og tíma hafi vöxturinn færst í aukanna og nú í dag er lundurinn gróskumikill.   
Síðustu ár hefur vöxturinn verið hraður. Toppar grenitrjánna í Klofningsreit sýna að vöxturinn hefur verið allt að þrjátíu sentímetrar á ári. Þegar svona hratt vex, er mikilvægt að grisja til að þau tré sem eftir verða, hafi pláss til að vaxa og dafna. Skógræktarfélag Önundarfjarðar fékk styrk til grisjunar  frá Landgræðslusjóði. Mörg trén eru nú upp undir tíu metra há. Haldi trén áfram að vaxa jafn hratt og undanfarin ár, er þess ekki langt að bíða að tuttugu metra há grenitré verði á Klofningi.




Skógræktarfrélag Önundarfjarðar heldur aðalfund sinn á fimmtudaginn nk. og auðvita vonum við að sem flestir sjái sér fært að mæta.
Eins og sést á toppunum, hafa trén vaxið hratt síðustu ár.
Eins og sést á toppunum, hafa trén vaxið hratt síðustu ár.
Talsvert fellur til af timbri við grisjunina.
Ýmislegt er hægt að smíða úr timbrinu sem til fellur.
Skráð af: Kristján Torfi Einarsson.  - Björn Ingi Bjarnason

Original source: http://www.vestur.is/skoda/2737/

sunnudagur, 26. ágúst 2012

Pestiticides

Af vefnum www.dgsgardening.btinternet.co.uk/recipes.htm (sem liggur niðri þegar þetta er skrifað):


Pestiticides

Many plants produce their own defensive compounds to deter or kill anything which tries to rob them of food or water. These can be extracted and used in the garden to our advantage. There are already commercial products available which are based on plant extracts, eg. Derris from brassicas.
Pyrethrin is prepared from the dried flowerheads of Pyrethrum cinerariifolium. The active ingredients are pyrethrins and cinerins which kill on contact by paralysing the nervous system. The insects do not appear to become resistant to Pyrethrin.
Over the years gardeners have used a number of concoctions to fight off pests and diseases some of which are included here for interest only as it is illegal in the UK to use anything which is not licensed for specific uses by 'Big Brother' in his ivory tower, or riding on the gravy train, in Brussels.

Insecticide

  • Soap Spray
    Use liquid soap available from health shops, not detergent as it may damage plants.
    30ml liquid soap in 1 litre of water.
    It disrupts the cells of insects causing dehydration and death. Do not use in bright sunshine to avoid scorching foliage.
  • Rhubarb Leaves - contain oxalic acid
    1.1kg Rhubarb leaves to 1 litre water
    leave for one week,
    use liquid as a spray
    (Use Tomato, Elder or Nettle leaves instead)
    2.450g Rhubarb leaves in 1.1 litres of water
    Boil for 30 minutes, topping up to allow for evaporation.
    Allow to cool and add a dessertsoppnful of soap flakes as a wetting agent.
    Strain and use as a spray, undiluted.
  • Elder shoots - contain hydrocyanic acid - effective against aphids and caterpillars. Laurel leaves also contain this acid.450g young Elder shoots in 3 litres of water
    Boil for 30 minutes, strain and cool.
    Can be bottled while hot and will keep for 3 months.
    Use as a drench or spray.
  • Boric Acid (Borax) - a mild acidic powder which is the main ingredient in many proprietary products. Kills crawling insects by attacking their nervous system and causes dehydration - it can be mixed with an equal amount of icing sugar and sprinkled around as an ant bait. Also it can be dissolved in diluted hydrogen peroxide for use as a fungicidal disinfectant for hard surfaces or soil (not on plants).
  • 2 to 3 drops washing-up liquid in 1 gallon or 4.5 litres water,
    use as a spray
  • Cinamon powder will deter ants, so if it is sprinkled at the entrance to their nest, they will move away.
  • Garlic Spray - kills many insect pests and friends so use carefully
    1.Non-oily - Chop one or two complete garlic bulbs (heads) and cover with boiling water in a lidded jar. Leave to soak overnight.
    Strain and add to one litre of Soap Spray. Unused spray will decay but can be frozen to preserve.
    2.Oily - 100g chopped garlic soaked for at least 24 hours in 30ml Liquid Paraffin or Baby Oil.
    Add 500ml water with 5ml liquid soap and stir well to emulsify the oil.
    This should keep for a few months in a sealed jar.
    Use 30ml of preparation in 500ml water to spray plants.
    3.Powdered dry garlic bulbs
    Sprinkle the powder over affected plants or mix with water to make a spray.
    Do not use metallic containers as they may react with the mixture.
  • Wormwood Tea:
    8 ounces wormwood (Artemisia absinthium) leaves
    Simmer in 4 pints of water for 30 minutes.
    Strain, leave to cool and add 1 teaspoon of soft soap.
    Use as a spray for Aphids, Caterpillars, Flea Beetles and Moths.

    Place dried sprigs of Wormwood in the garden beside carrots and onions to mask their scent, thus distracting insects such as the carrot root fly. Water run-off into the soil from the living plant has a growth inhibiting effect on plants, but this does not occur with the dried herb.

föstudagur, 24. ágúst 2012

Eldri rit Skógræktarritsins á rafrænu formi

Eldri árgangar Skógræktarritsins voru  skannaðir inn og gefnir út í nokkrum skrefum frá 2012-17:

Fésbókarsíða Skógræktarritsins 21. febrúar 2017: Nú eru árin 2005 til 2010 komin inn.

Fésbókarsíða Skógræktarritsins 13. júlí 2015: Nú eru árin 2001 til 2004 komin á vefinn, auk fyrsta tölublaðs 2005. Þeim sem eru forvitnir um nýrri tölublöð má benda á sérstakt áskriftartilboð.

Skógræktarfélagið 27. júní 2013: Fyrstu tveir árgangar Skógræktarritsins eru nú komnir á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands. Þar með eru öll Skógræktarrit útgefin á 20. öldinni komin á vefinn!

Skógræktarfélagið 17. maí 2013: Árgangar 1950-1959 af Skógræktarritinu eru nú komnir inn á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands. Alltaf gaman að rifja upp eða fræðast um gamla tíma i skógræktinni!

Fésbókarsíða Skógræktarfélags Íslands 30. apríl 2013: Nú er hægt að fletta í árgöngum 1960-1969 af ritinu á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands. Eldri árgangar væntanlegir fljótlega!

Fésbókarsíða Skógræktarfélags Íslands 25. feb. 2013: Nú hafa árgangar 1970-1979 af Skógræktarritinu bæst í hóp þeirra sem fletta má á heimasíðunni okkar.

Skógræktarfélagið 19. nóv. 2012: Árgangur 1980-1989 af Skógræktarritinu er nú kominn á vefinn. Ritið kom fyrst út um 1930 og hefur verið gefið út árlega síðan, með örfáum undartekningum. Það gekk undir nafninu Ársrit Skógræktarfélags Íslands fram til 1990.

Rúv.is 5. sept. 2012: "Við byrjuðum á áratugnum frá 1990 til dagsins í dag en elstu ritin frá 1932 verða orðin aðgengileg fyrir áramót." - haft eftir Ragnhildi Freysteinsdóttur, starfsmanni Skógræktarfélags Íslands, í þættinum samfélagið í nærmynd. 

Fésbókarsíða Skógræktarfélags Íslands 24. ágúst 2012: Jón Geir Pétursson, fulltrúi umhverfisráðuneytisins, opnaði nýja vefgátt á vefsvæði Skógræktarfélags Íslands. Þar er hægt að nálgast eldri rit Skógræktarritsins á rafrænu formi og leita í þeim eftir efnisorðum. Þessi nýjung mun án efa verða kærkomin skógræktarfólki sem og öðru áhugafólki um garð- og trjárækt. Jón Geir naut aðstoðar Ragnhildar Freysteinsdóttur, starfsmanns Skógræktarfélags Íslands, við opnun vefgáttarinnar en Ragnhildur hefur haft þetta verkefni með höndum undanfarin misseri.

miðvikudagur, 22. ágúst 2012

Uppétnir stikilsberja- og rifsberjarunnar

Síðsumars hafa borist fregnir af stikilsberjarunnum og rifsberjarunnum sem étnir hafa verið upp til agna, öll lauf horfin og berin standa (allsber) eftir á greinunum. Skaðinn hefur verið slíkur að yglur hvers konar blikna í samanburðinum.
Þessa mynd setti Kristín Gísladóttir á
fb-vefinn Ræktaðu garðinn þinn 16. ágúst 2012.
Sökin hefur verið rakin til rifsþélu (d. Stor stikkelsbærbladhveps, e. Gooseberry sawfly), þ.e. lirfur hennar, sem leggst aðallega á stikilsberjarunna en einnig á annað rifs, þ.á m. rauðrifs (rifsberjarunna). Myndir af lirfunum má skoða með því að leita að Nematus ribesii.

Eftirfarandi stendur skrifað um kvikindið á vef Náttúrufræðistofunar Íslands (Erling Ólafsson):


Rifsþéla - Nematus ribesii (Scopoli, 1763)

Fylking: Arthropoda  Flokkur: Insecta  Ættbálkur: Hymenoptera  Ætt: Tenthredinidae


Rifsþéla, kvendýr. 7 mm. ©EÓ


[Smellið á myndir til að stækka]
Útbreiðsla
Gjörvöll Evrópa, N-Ameríka. Upplýsingar liggja ekki fyrir um nákvæmari útbreiðslu.

Ísland
Reykjavík, Mosfellsbær; e.t.v. Hveragerði en óstaðfest (eintök liggja ekki fyrir).
Lífshættir
Rifsþéla er blaðvespa sem sérhæfir sig á rifstegundir (Ribes). Stikilsber (R. uva-crispa) er fyrsti valkostur en rauðberjarifs (R. rubrum) er einnig á matseðlinum og e.t.v. fleiri tegundir ættkvíslarinnar. Í ljós hefur komið að fullorðin dýr skríða úr púpum á haustin, frá september og fram í nóvember, svo gera má ráð fyrir að tegundin liggi vetrardvalann á fullorðinsstigi. Síðan fara þélurnar á kreik á vorin til að makast og verpa. Annars hefur rifsþélu enn ekki orðið vart snemma sumars enda skammt síðan hún kom til sögu. Vitneskja um lífshættina er því enn afar takmörkuð.
Almennt
Rifsþéla er mjög nýlegur landnemi hér á landi. Það hefur ekki verið skráð hvenær hennar varð fyrst vart, en fyrstu fullorðnu eintökin í safni Náttúrufræðistofnunar eru frá sumrinu 2010. Tveim til þrem árum áður fór að berast til eyrna hvittur um afkastamikla meinsemd á rauðberjarifsi og ennfrekar á stikilsberjum. Runnar nær aflaufguðust síðsumars og voru þar að verki ókunnuglegar lirfur. Náttúrufræðistofnun bárust slíkar lirfur til athugunar í ágúst 2010. Þær náðu að púpa sig og klekjast tiltölulega skömmu síðar. Allt benti þá til að um N. ribesii væri að ræða, en því miður eru vandfundnar ritaðar heimildir til að fara eftir við greiningu. Þessi niðurstaða er þó kynnt hér en kann að verða endurskoðuð síðar.
Rifsþélu virðist fara fjölgandi í görðum, skv. lýsingum sem heyrast. Hverju fram vindur er þó erfitt að segja til um. Það fer eftir því hversu vel aðrar rifstegundir en stikilsber duga rifsþélunni til framdráttar, en stikilsber er mun fágætari tegund í ræktun í görðum okkar en t.d. rauðberjarifs og sólberjarifs (R. nigrum). Ekki fer á milli mála að lirfur rifsþélu eru mikil átvögl sem geta gengið afar hart að runnunum. Nýbúa þessum verður því seint fagnað.
Rifsþéla er áþekk öðrum blaðvespum hvað stærð og heildarútlit varðar en hún er verulega frábrugðin þeim hinum á lit, einkum kvendýrin. Bæði kyn eru með dökkan haus að undanskilinni gulri vör (ofan við kjálkana) og gulum baug yfir augum (meira áberandi á kerlum). Á karlinum er frambolur dökkur nema framhornin gul, afturbolur dökkur að ofan og ljós að neðan, en breytilegt er hve hátt upp með hliðunum guli liturinn teygir sig. Á kerlunni er frambolur gulur nema bakplötur og kviðplötur dökkar, afturbolur hins vegar algulur. Fætur gulir á báðum kynjum. Lirfan er ljósgulgræn, alsett dökkum dílum hver með einum dökkum, sterkum bursta. Haus svartur, einnig fætur, gangvörtur greinilegar á afturbol.
Heimildir
Encyclopedia of Live. Acantholyda erythrocephalahttp://www.eol.org/pages/604185 [skoðað 6.7.2011]
Fauna Europaea. Acantholyda erythrocephala.  http://www.faunaeur.org/full_results.php?id=355136[skoðað 6.7.2011]
©Erling Ólafsson, 6. júlí 2011

þriðjudagur, 14. ágúst 2012

Skógar- og útivistardagur fjölskyldunnar laugardaginn 18. ágúst 2012

 
Hjálmarslundur í Vatnshlíð (í hlíðinni norður af Hvaleyrarvatni) – kl. 14.00
1.  Ávarp: Jónatan Garðarsson formaður Skógræktarfélags Hafnarfjarðar.
2.  Ávarp: Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar
3.  Helgistund í umsjón séra Gunnþórs Ingasonar.
4.  Ávarp: Guðbrandur Brynjúlfsson formaður Landgræðslusjóðs.
5.  Afjúpun minnisvarða um Hjálmar R. Bárðarson og Else S. Bárðarson.
6.  Ganga með Jónatani Garðarssyni um Höfðaskóg að bækistöðvum Skógræktarfélags Hafnarfjarðar og Þallar.

Bækistöðvar Skógræktarfélags Hafnarfjarðar og Þallar við Kaldárselsveg – kl. 15.00
1.  Veitingar að göngu lokinni.
2.  Þórður Marteinsson leikur ljúf lög á harmonikku.
3.  Skógargetraun fyrir yngstu kynslóðina. Dregið úr réttum svörum og verðlaun veitt kl. 16.30.
4.  Heitt í kolunum á hlaðinu. Komið með á grillið.
5.  Gömlu góðu leikirnir fyrir krakka á öllum aldri í boði ÍTH.
 
Hestamiðstöð Íshesta – kl. 15.00
1.  Börnin fá að fara á hestbak í gerðinu við Hestamiðstöð Íshesta milli kl. 15.00 – 16.00.

Source:http://skoghf.is/frettir/104-skogar-og-utivistardagur-fjoelskyldunnar-laugardaginn-18-agust-2012
Powered by Reader2Blogger

mánudagur, 13. ágúst 2012

Fræ af birki

Það er skemmtilega auðvelt að safna fræi af íslensku birki (Betula pubescens) eins og segir í grein eftir Ásu L. Aradóttur og Þröst Eysteinsson í Mbl. 16. okt. 1994:
Best er að safna birkifræi seint í september eða í október, t.d. skömmu eftir lauffall þegar gott er að sjá fræreklana. Ekkert er því þó til fyrirstöðu að safna fræi frameftir vetri, en líkur á að stormar feyki því af trjánum aukast eftir því sem á líður.

Ef smellt er á myndina sést að fræhlífarnar (frælaufin) eru mun
fyrirferðameiri hluti fræbelgjanna (-reklanna) en sjálft birkifræið. 
Spurningar og svör.
Spurning:
Hvenær er besti tíminn til að týna reklana af birkinu? Hvernig veit ég að fræin/reklarnir eru orðnir nógu þroskaðir? 
Svar:
Þegar þú tekur utanum reklana og fræið rennur laust í greip þér um leið og þú dregur að þér höndina. 
https://www.facebook.com/groups/61097954674/permalink/10151129574394675/

Spurning:
Eru einhver góð ráð varðandi sáningu fræjanna?
Svar:
Fræplönturnar þrífast best í hálfgrónum jarðvegi, þar sem ekki er frostlyfting eða annað jarðvegsrof. Best er að setja fræið í jaðra gróðurbletta eða þar sem er svolítil mosaþekja eða önnur lágplöntuþekja. Einnig er sennilega hægt að sparka smásár í gróðurinn eða nota verkfæri til þess arna. Síðan má setja smávegis af fræi á hvern blett og þrýsta því niður með fætinum. Oftast er þó látið duga að dreifsá fræinu í hálfgróið land.
...
Í öllum tilvikum er gott að undirbúa sáningarblettina með vægri áburðargjöf til að draga úr frostlyftingu eða bera á eftir á. Það bætir líka vöxt plantnanna. Ef sáð er í bletti duga fáein áburðarkorn í hvern lófastórann blett.
https://www.facebook.com/groups/152041324951766/permalink/237825123040052/

Best spírun og lifun næst þar sem land er hálfgróið eða gróðurlagi mjög þunnt (<1 cm). Lítill árangur er af sáningu í gróið land og þar sem land er óstöðugt. Smellið á mynd til að gera hana læsilega. Sjá nánar um áhrif víðis í grein í Náttúrufræðingnum, 2. tbl. 1992, Áhrif víðis á landnám birkis á skóglausu svæði.

Birkifræ í kílóum og lítrum og spírunarhlutfall.
Milli 200 og 1000 spírandi fræ eiga að vera í hverju grammi af þurru, hreinsuðu birkifræi, en talan getur farið allt upp í 1400. Það geta því verið milljón fræ í einu kílói. Einn lítri af þurru fræi er 90 -100 g. Sá sem safnar þremur lítrum (sem er tekur kannski 20-40 mínútur) hefur því safnað 270 g sem gera frá 54.000 til 270.000 spírandi fræ. Frægæði nýtast að sjálfsögðu ekki til fulls nema í stjórnuðum aðstæðum.

Við sáningu beint í jörðu er spírun misjöfn og lifun fræplantna oft mjög takmörkuð. Hjá Hekluskógum hafa menn sáð kílói í hvern hektara. Þeir hjá Highland Birchwoods í Skotlandi mæla með 2 g/m2. Í Búfræðingnum 1. tbl. 1951 gefur Sigurður Jónasson þessar leiðbeiningar í grein sinni Nokkur orð um skógrækt:
Fræmagnið í hvern ferm. fer eftir spírunarhæfni fræsins. Sé furu- eða grenifræ með spíruprósent 70 fer 8—10 gr. af því á ferm. Aftur á móti er birkifræi venjulega sáð svo þétt, að það hylji að mestu moldina.
Í innisáningu mun spírunarprósenta hins vegar vera frá 20% og upp í 80% en 30-50% ku vera algengast. Í Ársriti Skógræktarfélags Íslands 1949 gefa Hákon Bjarnason og Einar G. Sæmundsen þessa skýringu á lélegri spírun og lifun í greinini Fræsöfnun, sáning og gróðursetning:
[...] margir kvarta oft undan lélegri spírun birkifræs, þótt sýnt hafi verið með spírunartilraunum, að fræið hafi verið sæmilegt eða jafnvel mjög gott. Skýringin á þessu er ofur einföld. Menn hafa þá ekki gætt þess, að birkifræið má aldrei þorna, meðan á spírun stendur, og verður að hafa vakandi auga með því í þurrkatíð, og meira að segja þótt ekki komi nema einn þurrkdagur, ef fræið er ekki vel byrgt. Örskömm þornun á spírandi birkifræi getur riðið því alveg að fullu. 
Meira um birkifræ.
1) Sáning í bakka, texti og myndir: http://sumarogsol.blogspot.com/2013/01/saning-kristinn-h-orsteinsson-i-mbl-1999.html

2) Sáning í jörðu, texti og myndband: http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/1188613/

3) Söfnun og sáning í jörðu, texti og myndir: http://www.hekluskogar.is/birkifrae.htm

4) Sáning, texti: http://www.gardurinn.is/default.asp?sid_id=30200&tId=1

Kynbætta birkið Embla, myndin er tekin í Breiðholti.
Hér að ofan er myndbandið Stækkum birkiskóga á Íslandi. frá 1999 sem framleitt var fyrir Landgræðslu ríkisins og Skógrækt ríkisins. Af vef LandgræðslunnarFramleiðandi: Valdimar Leifsson, lengd 4 mínútur.