mánudagur, 4. febrúar 2013

Norðurlandsskógar: Ranabjalla Hylobius abietis og corniflex

04 Feb ' 03:37
Hylobius abietis (04.02. 2013).
Ýmsar aðferðir hafa verið prófaðar í skandinavískri skógrækt til að draga úr afföllum vegna ranabjöllutegundar (Hylobius abietis) sem þar gerir mikinn usla. Dýrið er náfrænka íslensku ranabjöllunnar en er öllu verri skaðvaldur í skógrækt . Hún nagar stofn nýgróðursettra skógarplantna og afbarkar þær þannig að plönturnar deyja Drottni sínum í unnvörpum.

Meðal tilrauna sem gerðar hafa verið til að sporna við þessu er svokölluð kúamykjuaðferð. Pappír ætlaður til endurvinnslu var bleyttur upp og blandaður bindiefnum og svo var slummu af efninu komið fyrir í kringum plöntuna í þeim tilgangi að gera umhverfið minna aðlaðandi fyrir skordýrið. Þessi aðferð virkaði illa. Sú aðferð að skýla neðsta hluta plantnanna með plasthlíf sem svo brotnaði niður á nokkrum árum, reyndist vel en var full dýr í framkvæmd.

Conniflex aðferðin er það sem virðist duga best. Þá er neðsti hluti skógarplantnanna húðaður sandi sem er festur á stofninn með límblöndu. Sandurinn fer það illa í munni ranabjöllunnar að lifun í gróðursetningum stóreykst eftir meðhöndlun plantnanna. Niðurstöður sænskra tilrauna sýna að lifun í skógarfuru jókst úr 29% í 97% ef plöntur voru húðaðar með Conniflex, eins jókst lifun í rauðgreni úr 26% í 86%. Húðun skógarplantnanna fer fram í gróðrarstöðinni áður en þær eru afhentar til skógarbænda og hér meðfylgjandi er myndband sem sýnir það ferli. [1]Conniflex myndband.[2]

References

  1. ^ Conniflex myndband. (www.youtube.com)
  2. ^ Permalink (page2rss.com)
  3. ^ View Entire Page (page2rss.com)

Ranabjöllulirfa. Myndin fylgdi ekki færslu Norðurlandaskóga.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli