sunnudagur, 14. desember 2014

Tvær reynslusögur úr bændaskógrækt - skogarbondi.is

I. Þannig kviknaði þessi stóri áhugi á skógrækt
Bútar úr viðtali Önnu Guðmundsdóttur við Eddu Björnsdóttur, skógareiganda á Miðhúsum við Egilsstaði og fyrrv. formann Landssamtaka skógareigenda. Viðtalið birtist í ritinu “Við skógareigendur” 2. tbl. 8. árg. desember 2014.
[...]
Áhugi Eddu á stórfelldri skógrækt vaknaði ekki fyrr en í kjölfar þrenginganna sem urðu á Héraði í kjölfar niðurskurðar sauðfjár vegna riðu í kringum 1980. Þá höfðu þau verið með um 300 kindur sem þurfti að farga. Á þessum tíma segist Edda hafa verið komin á kaf í alls konar félagsmál og þá kviknaði þessi hugmynd með skógrækt meðan menn þyrftu að bíða af sér riðuna. Fljótsdalsáætlun hafði farið af stað nokkrum árum áður og það hafði sýnt sig góður árangur þar svo það var enn frekari hvatning. Svo að nokkrir aðilar fóru að tala sig saman og undirbúa að fara af stað með almenna bændaskógrækt. Hún lýsir ástandinu meðal bænda sem ömurlegu, því það var skorið niður á svo stóru svæði og engin atvinna sem hægt var að fara í, engin síldveiði eða slíkt. „Við fengum þingmennina í lið með okkur. Það kostaði margar og skemmtilegar uppákomur að sannfæra þá en það hafðist allt. Þannig kviknaði þessi stóri áhugi á skógrækt.“ Áður var búið að rækta alls konar skjólbelti á jörðinni en eftir þetta varð skógræktin á stærri skala.  
Eigin skógrækt 
Í Miðhúsum eru þau með um 60 ha undir skógrækt á nokkuð samfelldu svæði. Mest hefur verið plantað af lerki en dálítið af furu en svosegist Edda alltaf hafa verið voðalega hrifin af hengibjörk og plantaðtalsverðu af henni. Hún vex vel og hún segist stöðugt verða hrifnariaf henni. Svo er verið að læða einu og einu lauftré inn á milli. Markmið skógræktarinnar segir Edda fyrst og fremst hafa verið að rækta skjólskóg, því á þessu svæði var norðaustanáttin alltaf erfið og köld og mikill snjór, svo að hún sá að skógarskjólið myndi verða svo gott fyrir rollurnar en einnig til að bæta aðstöðu til útivistar. Hún hafði líka séð að þegar féð fór í birkiskóginn sem fyrir var, þá snerti það skóginnaldrei að neinu marki, þannig að skógurinn hafði sótt verulega fram þó að þau hefðu beitt hann að einhverju marki. Hún telur að kindur éti skóginn lítið nema annar beitargróður sé svo lélegur að hann nægi þeim ekki, það sé helst að lömb að vori fari eitthvað í laufið. Þegar skógurinn er kominn vel af stað geti bændur vel nýtt skóginn til beitar fyrir búpening og jafnvel til bóta að beita smávegis til að halda niðri mesta grasvextinum. Nú hefur skógur verið grisjaður þannig að hann er opnari og auðveldara að fara um hann og einnig hafa þau aðeins lagt stíga eða slóða. Grisjunarviðinn nýttu þau að langmestu leyti til uppkveikju því að verkstæðið þeirra er kynt með viði en stærstu tré gátu þau nýtt til smíða en það var ekki að neinu marki. 
[...]
Eddu finnst árangur skógræktarinnar vera ótrúlega góður,þrátt fyrir að alltaf sé verið að tala um afföll en henni finnst að ekki eigi að meta nýskógrækt fyrr en eftir 3 ár. Edda nefnir að hún fljúgi talsvert og henni finnst ótrúlegt að koma niður inn við Múla og fljúga út eftir Héraðinu og sjá alla skógana. Til dæmis í Fellunum þar sem skógrækt fer alveg upp á brún í Fellaheiðinni, allt upp í 700 m hæð. Erfitt er að gera sér grein fyrir hversu mikið þetta sé nema úr lofti eða með því að fara í gegnum skóginn en þá finnst henni að mætti líkja því við að vera komin til í Alaska eða á álíka slóðir og býður viðmælanda að fara í sýningarferð næst þegar hún kemur austur á Hérað. Edda nefnir að hún hafi plantað svolitlu af eðallauftrjám í skógarskjólið, m.a. eik sem hafi vaxið mun betur en hún átti von á. Eftir sumarið eru allt upp í 40cm árssprotar á eikartrjám og hæsta eikinorðin vel á 5. metra há. 
[...] 
Framtíð skógræktar hjá skógarbændum– áskoranir og tækifæri 
Edda telur að yngri kynslóðin sjái tækifærin í skógræktinni jafnvel betur en þeir eldri og hvað hún skiptir miklu máli í sambandi við búskap. Hún segist oft skipta skógrækt í tvennt; annars vegar „lýðveldisskógrækt“ þar sem menn draga upp flaggið á 17. júni og rjúka út og planta skógi og svo hins vegar þegar menn eru að gera þetta til hagsbóta fyrir sín býli og sínar skepnur. Því sá skógur skiptir svo miklu máli fyrir allan búskap. Svo nefnir hún stór svæði á Suðurlandi þar sem enginn maður býr eins og t.d. á Skeiðarársandi þar sem er að vaxa upp stærsti sjálfsáni skógur landssins og gífurleg tækifæri til ræktunar að skapast, ræktun í skjóli skógar. Það er sama hvort það eru hestar, kýr eða kindur eða kornið, það þarf á þessu skjóli að halda og til að koma í veg fyrir að veður skemmi uppskeruna. Menn setja skóginn ekki í besta ræktunarlandið en „þú nýtir alla skækla af skinninu og það er einmitt þannig sem á að stunda skógrækt. Nota það land sem þú sérð að verður aldrei frjósamt ræktarland til að auka þitt beitarland, þó að það verði ekki fyrr en eftir kannski 20 ár og gera það þá aðgengilegt fyrir skepnurnar með því að grisja hæfilega svo þær komist inn í skjólið til að bíta skógarbotninn.“
Edda vonar að hægt verði að hefja nýja sókn í skógrækt eftir mikinn niðurskurð, og skorar á stjórnvöld að íhuga sinn gang í loftslagsbreytingum því þetta sé besta tækifærið til að hafa áhrif og vinna gegn þeim. 
II. Skógarsaga úr Skagafirði 
Álfur Ketilsson og Margrét Stefánsdóttir, skógarbændur í Brennigerði í Skagafirði. Bútar úr grein sem unnin var upp úr lokaverkefni þeirra Álfs og Margrétar í Grænni skógum I á Norðurlandi vorið 2010. Greinin birtist í ritinu “Við skógareigendur” 2. tbl. 8. árg. desember 2014.
[...] 
Heimaskógrækt hófst [...] árið 1971. Girtur var tæpur ha út og niður af Bæjarhólnum, syðst í Holtinu. Þessi blettur var mjög erfiður viðureignar vegna vaðandi holklaka er velti öllum gróðri um koll eða mikillar grassprettu, sem kæfði trjágróður. Einkum varð snarrótin okkur þung í skauti. Við fylltum blettinn af birki, sem hvarf meðan við vorum í heyönnum og kom ekki upp úr sinunni fyrr en árum seinna og þá hálfum metra neðar í brekkunni. Þessar plöntur uxu fram undir fermingaraldur en dóu þá flestar drottni sínum, þar sem þær snérust sundur í öðrum hvorum vinklinum eða börkurinn losnaði og fúnaði. Þarna lærðum við þá lexíu aðgróðursetja alls ekki birki í graslendi nema mjög vel væri fylgst með því, svo ekki færi allt á kaf. Furan stóð sig í löku meðallagi, vildi bogna undir sinufarginu eða brenna í útmánaðaþurrki en lifði samt. Rauðgrenið fór líka nokkuð á kaf, en grenið, sem væntanlegavar einkum sitkabastarður, stóð sig best og er komið yfir 8 m hæð. Smám saman tókum við fleiri óræktarbletti undir heimaskógrækt og nú eru komnir um 5 ha undir skógrækt og ca. 12000 plöntur af ýmsum stærðum og gerðum, þar af er þriðjungur plantna heimaræktað birki og sitkabastarður. 
Fyrstu 2 áratugina slógum við heldur slöku við skógræktina enda í mörg horn að líta en árið 1994 byggðum við okkur 32 m2 gróðurhús úr járnrörum og gróðurhúsadúk. Hefur þetta skýli staðið sig frábærlega og er ennþá með sama dúkinn – eftir 16 ár. Virðast einkum 3 atriði hafa reynst happadrýgst: traust grind, upphitun á dúknum og mjög mikið tog á honum. Nú var hægt að rækta eigin plöntur. Birkifræ framan úr Fögruhlíð í Skagafirði og grenifræ úr heimareitvar notað og gafst vel. Sérstaklega komu greniplönturnar vel út enda ræktaðar sem garðplöntur og komust þannig fljótar upp úr grasi. Árið 1996 gerði Skógrækt ríkisins samanburðartilraun með mismunandi tegundir og kvæmi af greni í tæpan ha í túnskika í Brennigerði. Var plægt og gróðursett í plógfarið og hefur árangur orðið þokkalegur að okkar mati. Þau mistök voru þó gerð að plægt var eftir halla túnsinsog vildi því renna úr plógförum meðan þau voru að gróa. Var nokkru bjargað með því að bera moð og heyrusl í plógförin og eins var slegið gras frá plöntum, sem vildu fara í kaf, þar eins og annars staðar. Nú eru tæplega 1100 greniplöntur að vaxa þarna upp, 1 til 3 m á hæð. 
Skjólbelti 
Árið 1987 hófumst við handa að koma upp skjólbeltum um hús og tún. Samþykkt voru lög frá Alþingi um styrk til skjólbeltagerðar og ýttu þau undir framkvæmdaáhuga, en duttu fljótt út af fjárlögum. Nútímatækni, eins og lagning plastdúka, voru ekki fyrir hendi og því notast við það sem í boði var. Skárum þökur ofan af sumum túnum og tættum undir skjólbeltin. Einnig breyttum við einskeraplóg þannig að V-laga botnrás myndaðist og húsdýraáburður settur í rásina og síðan plöntuhnausinn. 
Við forræktuðum plönturnar í skjólbeltin og notuðum aðallega viðju og alaskavíði, grænan og brúnan. Sá græni hefur reynst okkur hlutfallslega betur vegna þess að hann vex ekki eins mikið og sá brúni,sem hefur tilhneigingu til þess að vaxa yfir sig og leggjast flatur. Reynt var að halda grasi og öðru illgresi í skefjum með eitrun og orfslætti og öðrum hefðbundnum aðferðum. Vorum nokkuð duglegað klippa utan og innanúr skjólbeltum fyrstu árin en hefðum máttvera duglegri að klippa ofanaf. 
Við mjökuðum skjólbeltaræktinni áfram næstu 10 árin eða til1997 en þá voru skjólbeltin orðin tæpir 3000 lengdarmetrar með 6 til 7 þús. plöntum, nær eingöngu heimaræktuðum. Haustið 2009 grisjuðum við skógarstíga um skjólbelti og skógarbletti og lögðum kurl í slóðirnar fyrir gesti og gangandi.  
Bændaskógrækt 
Gerður var „samningur um nytjaskógrækt“ á jörðinni Brennigerði, Skagafirði, við Norðurlandsskóga, dagsettur 14.12.2001. Sá samningur var endurnýjaður lítið breyttur 28.02.2008. Voru þar teknir tilskógræktar rúmlega 98 ha eða fjallshlíðin öll, frá túnum og upp á brún. Fyrir voru merkja- og vörslugirðingar, sem voru látnar ráða stærð skógargirðingar. Um sumarið var lakasta girðingin endurnýjuð og aðrar endurbættar. Jafnframt var mótað fyrir slóðum um allt fjallið og þær ýturuddar. Urðu þær alls 6,2 km og færar flestum torfærutækjum, svo sem jeppum, dráttarvélum og sexhjóli, sem við keyptum árið 2005 og hefur mest verið notað síðan til allra aðdrátta og flutninga. Eftir er að malbera stígana, sem væri mjög til bóta, þars em þeir vilja missíga. Einnig þurfti að grafa fyrir a.m.k. 10 ræsum þar sem brúa þurfti bleytur og læki. Þessar framkvæmdir voru unnar 2002 og 2003 og tókst slóðagerðin sérlega vel vegna misgengislaga í fjallinu, þar sem hægt var að þræða melrinda og hjalla. Eins hefur lítið borið á úrrennsli, sem menn þó óttuðust nokkuð. Útivistarfólk hefur fengið að rölta eða skokka eftir þessum slóðum og hafa ýmsir notfært sér það, enda einkar þægilegir til þeirra hluta.  
Á 8 árum, eða frá hausti 2001 voru gróðursettar alls um 114 þúsund plöntur. Á árunum 2003 til 2006 þegar Johan Holst var svæðisstjóri NLS á Norðurlandi vestra, kom hann á haustin með hóp vaskra kanadískra járnkarla og gróðursettu þau um 75 þúsund plöntur. Munaði um minna og kunnum við öllu því fólki ómældar þakkir fyrir góð handtök og hjálp alla. Sá galli var þó á gjöf Njarðar að Kanadafólkið forðaðist allar beinar línur eins og heitan eldinn við gróðursetninguna og lentum við því í stökustu vandræðum að finna plönturnar að vori þegar átti að gefa þeim áburðarskammtinn sinn.  
Hvað vex best? er einhver algengasta spurningin, sem beint er að okkur skógarbændum og er þá átt við hvaða plöntutegund dafnar best í skógræktinni. Það er ekki alltaf auðvelt að svara þeirri spurningu, gæti verið hvað sem er af þessum algengustu trjátegundum. Síðustu þrjú árin hefur lerkinu miðað vel áfram, en kól árin á undan og skilaði litlu nema tvítoppum. Elsta lerkið farið að nálgast 2 m og er ótrúlega duglegt í melunum en hætt við rótarsliti, gæti menn sín ekki gagnvart holklaka í flagmóum. Lifun er misjöfn en þó framar vonum. Búið er að gróðursetja tæplega 67 þús. lerki eða 66% samkvæmt áætlun. 
Öspin er að skjótast upp fyrir 2 m og hefur dafnað nokkuð vel. Er þó þurftarfrek og skilaði vafalítið meiri vexti, væri henni boðin betri jörð. Höfum sett hana niður við brekkurætur í grennd við mýrina. Hefðum viljað fá meira af henni en í boði hefur verið en förum þó gætilega, vitandi af asparryðinu, sem hefur þó ekki ennþá ekki orðið vart við. Búið er að gróðursetja tæplega 2 þús. aspir eða 67% af áætlun. Stafafuran hefur reynst nokkuð áhugaverð. Þær spretthörðustu teygja sig upp undir hné á meðalmanni og margar farnar að líta í kringum sig, tilbúnar í kapphlaup.  
Stafafuran hefur fyrst og fremst veriðgróðursett í mólendi og hefur orðið að berjast fyrir lífi sínu við fjalldrapann og lynggróður. Hún hefur viljað brúnkast á útmánuðum en kemur þó græn undan vetri nú í vor 2010. Höfum reynt nokkuð við lindifuru en hún vill bögglast undan krapahríðinni og blautasnjónum. Búið er að gróðursetja tæplega 12 þús. furur ýmissa tegunda eða 52% af áætlun. 
Grenið hefur reynst okkur svolítið brokkgengt en þó misjafnt eftir tegundum. Blágrenið fer hægt af stað en er þokkalega farsælt. Sitkabastarður kröfuharðari með áburð og aðrar grenitegundir lakari. Erum þó búin að gróðursetja rúmlega 1000 plöntur af sitkabastarði úr heimaræktun í garðplöntustærð, sem eru álitlegar. Grenið er yfirleitt nokkuð duglegt í grasbeðjunni en miklu lélegra í lynginu og hrópar þar á áburðargjöf. Búið er að gróðursetja rúmlega 9 þús. greni ýmissa tegunda eða 63% af áætlun. 
Mynd úr greininni.
Birkið hefur valdið okkur vonbrigðum, enn sem komið er. Vex hægt og hættir við að missa toppinn, sérstaklega af völdum skaraveðra, sem hér geta orðið býsna hörð. Höfum líka sett birkið í skógarjaðra og afmarkaða lundi. Er þó komið á annan metra á hæð og tekið nokkuð við sér góðviðrisárin 2007 til 2009. Höfum reynt hengibirki en væntanlega ekki gefið því nóga frjósama jörð til þess að sýndi dugnað sinn. Búið er að gróðursetja tæp 21 þús. birkiplöntur eða 80% af áætlun. Fleiri tegundir hafa verið reyndar en með misjöfnum árangri. Rúmlega 1000 reyniplöntur hafa verið vistaðar í skógarjöðrum til skreytingar á útivistarskóginum. Þrífast misjafnlega og virðast bíða eftir skógarskjólinu. Elri verið notað í eyður og sem landnemar á ýmsa staði upp um fjallið.  
Lokaorð 
Þegar við hjónin lítum til baka eftir nær 40 ára búskap, blasa við okkur miklar breytingar, sem dagur hversdagsins hefur hulið sýn. Gróður hefur stóraukist og breyst með tilkomu skógarins og friðunar landsins. Berjaspretta fer sívaxandi og einkum breiðir aðalberjalyngið úr sér. Nýir landnemar skjóta upp kollinum eins og hrútaberjalyng og einir. Fuglaflóran breytist líka. Stelkar, hrossagaukar og jaðrakan hreiðra um sig í sinunni. Auðnutittlingar og músarindlar leita í skóginn og rjúpan í skjólbeltin. Á eftir henni kemur tófan, sem því miður gerir sig alltof heimakomna. Og branduglan hefur stundum vetrarsetu í skóginum og verpir í túnfætinum. [...]

miðvikudagur, 3. desember 2014

Stofnar falla - óveðrið 30. nóvember 2014

Vonskuveðrið sem reið yfir 30. nóvember 2014 hafði mun minni trjáskaða í för með sér en búast mátti við miðað við veðurspár. Hér eru þó dæmi um slíkt úr þremur fréttum.

"Rúmlega  60 ára gömul ösp rifnaði upp með rótum í Dalvíkurbyggð um klukkan hálfeitt í nótt. Öspin stóð milli tveggja húsa á Goðabraut." Svo sagði á fréttavefnum mbl.is síðdegis 1. des. 2014 og birtist myndin hér að neðan með fréttinni.

 Hér er svo skjáskot úr frétt RÚV um þakplötur og tré sem fóru á hliðina.
Smellið til að stækka.
Öllu meiri skaði varð í nokkrum skógum á vegum Skógræktar ríkisins sem nýlega höfðu verið grisjaðir. Eftirfarandi er brot úr frétt stofnunarinnar sem birtist 3. desember 2014:
Við [grisjun] opnast skógarnir, trén sem eftir standa fá aukið vaxtarrými, botngróðurinn eflist og aðgengi til útivistar batnar, sem er allt af hinu góða. Á móti kemur að trén eru berskjaldaðri fyrir vindi fyrst um sinn, eða þar til þau hafa fengið tækifæri til að gildna svolítið, sem tekur nokkur ár.
Mestur getur skaðinn orðið í miklu hvassviðri strax í kjölfar grisjunar og er hann einkum tvenns konar:
  • Há og tiltölulega mjóstofna tré sveiflast í vindinum, rifna upp með rótum og leggjast á hliðina
  • Krónumikil tré brotna, oftast þar sem einhver veikleiki er í stofninum.
Veðrið sem gerði sunnudagskvöldið 30. nóvember olli nokkrum skógarskaða. Óheppilegt var að nánast hvergi var frost í jörð, auk þess sem jarðvegur var víða mjög blautur. Við þær aðstæður þarf ekki endilega mikinn vind til að tré rifni upp, sérstaklega ekki í nýgrisjuðum skógum. Upprunalegur myndatexti: Í þessum nýgrisjaða reit í Vaglaskógi
hafa stafafurutré bæði rifnað upp með rótum og brotnað.

Upprunalegur myndatexti:
Hér hefur óveðrið fellt mörg á hliðina í Norðtunguskógi.


Ágæt skýrsla er í frétt S.r. um skaða í Norðtunguskógi í Borgarfirði, Stálpastaðaskógi í Skorradal og í Vaglaskógi í Fnjóskadal. Texti með fréttinni eftir Þröst Eysteinsson og myndir eftir Valdimar Reynisson og Rúnar Ísleifsson.

Til samanburðar eru hér nokkrar myndir af óveðrinu sem heimsótti landið í nóvember 2012.

föstudagur, 28. nóvember 2014

Stórvirki á 7-8 þúsund hekturum - frásögn í þremur hlutum af landgræðslu, beitarstýringu og (beitar)skógrækt á Daðastöðum.

Inngangur
Daðastaðir er bær í Núpasveit við Öxarfjörð, N-Þingeyjarsýslu, Norðurþingi. Þar búa Gunnar Einarsson og Guðrún Sigríður Kristjánsdóttir og hafa þau getið sér mjög gott orð fyrir landbætur á Daðastöðum.

Síðuhaldari tók sér bessaleyfi til að afrita brot af því sem Gunnar hefur skrifað til að birta hér í fræðsluskyni, auk fjögurra mynda af vef búsins, dadastadir.is/.


I. hluti. Texti eftir Gunnar sem birtist í janúar 2003 á landbunadur.is

Við keyptum Daðastaðina seinnipart vetrar 1982 og fluttum þangað um vorið. Daðastaðir eru í Öxarfjarðarhreppi, Norður Þingeyjarsýslu. Það hafði verið vel byggt upp á Daðastöðum. Hús fyrir 1000 fjár og tvö íbúðarhús. Landið sem við höfum, Daðastaðir, Arnarstaðir og Arnarhóll, eru sneið sem er 4–5 km á breidd með sjó og 20 km inn í land. Það er ekki langt frá að okkar land sé þrisvar sinnum stærra en Heiðmörk. Við höfum haft svipað bú í mörg ár. Höfum núna 600 ær plús ásetningsgimbrar, smálömb og hrúta, allt í allt um 800 fjár, 13 nautgripi og níu hross. Landið er frá allt því að vera í mjög góðu ásigkomulagi yfir í að vera í mjög slæmu ásigkomulagi. Hinir frómustu menn höfðu lýst landi þessara jarða sem alveg einstöku landi til sauðfjárræktar. Þar að auki var altalað að á Norð-Austurlandi væri alls engin ofbeit. Þegar tók að vora og snjóa leysti kom það í ljós að mun meira var um örfoka land en ég átti von á. Það sem var þó jafnvel enn verra var að landið var mikið beitt. Það mikið beitt að á haustin var allt gras upp nagað. Fallþungi var heldur ekki viðunandi.

[...]

LANDBÆTUR Á DAÐASTÖÐUM
Við byrjuðum strax að að rækta upp þá mela sem voru næst bænum og höfum síðan fikrað okkur sífellt lengra. Fyrst sjálf og síðar í samvinnu við Landgræðsluna í verkefninu „Bændur rækta landið“. Við berum á fimm tonn af áburði á ári, mest á mela sem við erum að rækta upp. Við höfum borið fræ á flesta mela sem við höfum ræktað og skít og moð á þá alla, flesta oftar en einu sinni. Við höfum ræktað nokkra tugi hektara á þennan hátt.

Við girtum í áföngum af neðri hluta landsins, ca. 700 hektara, í viðbót við ca. 150 hektara sem voru innan gömlu túngirðinganna og lukum því fyrir átta árum. Innan þessarar girðingar er eitt stórt hólf og þrjú minni hólf sem við erum að rækta upp með lúpínu. Það hólf sem við girtum fyrst er ca. 15–20 hektarar, var hreinn melur.

Næsta var ca. 80 hektarar, í bland melar og móar, meira gróið en ógróið. Þriðja hólfið var ca. 35 hektarar, að hálfu gróið. Við girtum þessi hólf, en Landgræðslan sáði fyrir okkur lúpínu í tvö fyrstu hólfin og útvegaði okkur fræ í það síðasta. Melarnir í síðasttalda hólfinu eru mjög grófir. Ég sáði í þá með kastdreifara. Ég blandaði fræinu í sand til að magnið yrði hæfilegt.

Við sáðum fyrstu lúpínunni fyrir 10 árum og má segja að þeir melar séu mikið til grónir. Við erum farin að beita þá, mest þó á haustin. Lúpínan er þegar farin að hopa og þó nokkuð gras komið í elstu sáninguna. Stærsta hólfið notum við til beitar lítillega á vorin, en fyrst og fremst á haustin. Frá október til desember. Við höfum þó nokkuð gert af því, bæði innan og utan girðinga, að láta jarðýtu ryðja niður börð og sá í þau og hefur það gengið í heildina vel. Um 4 km frá bænum var mjög illa farið land sem girt var af síðastliðið sumar. Þetta er 11 km girðing utan um 600 hektara lands. Þessi girðing er girt með stuðningi frá Pokasjóði, Framleiðnisjóði og Landgræðslunni. Við vonum að klára mikið til að sá lúpínu í þetta land næsta sumar. Landið þarna er frá rúmlega 100 metrum upp í 250 metra hæð yfir sjávarmáli. Það er mikið eftir af melum á landinu okkar sem þarf að rækta upp, en það fer eftir hvernig gengur að rækta upp þetta hólf hvernig framhaldið verður. Á svæðinu frá heimagirðingunni að þessari nýju girðingu eru melar, um 20–30 hektarar, sem ég vonast líka til að geta ræktað upp með fræi og áburði á næstu tveim til þrem árum.

ÁÆTLUNIN
Ég hef gert áætlun sem við höfum unnið eftir, bæði til langs og stutts tíma. Í sinni einföldustu mynd hefur hún gengið út á að girða af tímabundið það land þar sem verst er farið og sá lúpínu í það, en nota fræ skít og áburð á mela sem ekki er gott að girða af.

HVERNIG LÍT ÉG Á LAND?
Skoðanir mínar um beit og landbætur hafa mótast af ýmsu sem ég hef lesið, ferðalögum og af því að ræða við aðra. En ég tel að ég hafi lært mest af því sem í dag er kallað að lesa landið. Margt sem ég trúði og hélt hér áður fyrr hef ég orðið að endurskoða eftir því sem náttúran kennir mér meira. Ég tel að frjósemi jarðvegs sé atriði sem of lítið sé rætt um. Mínar skoðanir og viðhorf eru nátengd þessu atriði. Það ræðst mikið af frjósemi jarðvegs hvað vex í honum, sé frjósemin lítil sem engin vex lítið. Það sést ef til vill ein og ein planta. Væri sturtað frjósömum jarðvegi í hrúgu á mel eða í rofabarð þyrfti yfirleitt ekki að sá í hrúguna, hún gréri fljótt upp. Mér sýnist líka að ef frjósemi jarðvegs er hrunin getur það eitt og sér leitt til uppblásturs. Þegar frjósemi melanna eykst fara að vaxa mosar og beitilyng. Krækiberjalyng fer líka að sjást. Þegar frjósemin eykst meira fer að koma bláberjalyng og eitthvað af grasi fer að sjást. Ef ég ber skít í eitt ár á lyngmóa breytist gróðurfarið, gras fer að verða ráðandi. Hér er gamall túnblettur sem unnin var úr mólendi fyrir 30–40 árum. Það hefur ekki verið borið á þetta tún í fjölda ára. Frjósemi hans er að minnka og lyngið farið að taka við af grasinu. Það sama er að gerast á melum sem við ræktuðum upp fyrir nokkrum árum og erum hætt að bera á.

Þegar við erum búin að rækta upp mela, hvort sem það er með skít og áburði eða með lúpínu, fara melarnir að gefa af sér áburð. Kindurnar beita sér og flytja til frjósemina. Meðan melarnir eru gróðurlausir taka þeir frá móunum. Það er greinilegt að móarnir fara að batna hraðar þegar melarnir gróa upp. Meira gras kemur í þá.

Það er þó nokkuð kjarr hér á jörðinni og meðal annars samfelldur um 15–20 hektara skógur og kjarr út frá þessum skógi. Utan við skóginn er sum staðar rýr mói, hann er að vísu skárri en hann var fyrir 20 árum, en engu að síður mjög lélegur víða. Mosi, beitilyng og krækiberjalyng ráðandi. Skógurinn sækir út á þessa móa. Það eru stakar birkiplöntur þarna um allt, fleiri eftir því sem nær dregur skóginum. Enn nær skóginum eru runnar með opnu landi á milli. Þarna er allt annar gróður, bláberjalyng og gras. Krækiberjalyng og beitilyng hefur vikið. Þegar komið er inn í skóginn er gras og blágresi ráðandi.

Niðurstaða mín er sú að það eru ekki bara landnotin sem hafa leitt til uppblásturs, það hefur ekki síður verið hrun í frjósemi, sem hefur leitt til þess að gróðurfarið er aðeins rústir þess sem áður var. Landið getur gjörbreyst og uppskeran margfaldast. Mitt hlutverk er að ýta undir og flýta fyrir að það gerist.

BIRKIÐ OG SAUÐKINDIN
Ég trúði því hér áður að sauðfé og birki ættu illa saman. Meðal annars hafði ég séð myndir þar sem birkið óð upp innan við girðingu en ekkert var utan við. Ég hafði líka gengið meðfram svona girðingu. Ég hafði séð hvernig birki kom upp á landi sem hafði verið friðað. En þetta er ekki svona einfalt. Kindur vilja hafa aðgang að mismunandi gróðri. Ef kindur eru á rúmu og hóflega beittu landi éta þær eitthvað, en aðeins lítið af birki. Ef komið er kjarr í landið ver það litlu plöntunnar. Þetta sést skýrt hjá okkur. Þarna eru litlar plöntur sem ég fylgist með. Um leið og við erum komin hundrað eða nokkuð hundruð metra frá kjarri gætu þær haldið birkinu niðri. Maður sér það sama með lúpínuna að ef það er stök planta sem vex langt frá öðrum lúpínum eru þær oft bitnar niður, en plöntur nær eða í útjöðrum eru lítið bitnar. Þetta segir mér í fyrsta lagi, að girðingar geta beinlínis komið í veg fyrir að birki dreifi úr sér. Í öðru lagi, til að ná hámarks uppskeru á landi eins og okkar, og miklu víðar á landinu, er best að landið sé með birkikjarri. Ég reikna með að 1/3 væri mjög gott. Það er oft nauðsynlegt að friða land tímabundið til að fá gróðurinn á skrið. Síðan má beita landið og meðan það heldur áfram að batna erum við hér og sjáum til þess að í landið veljist gróður sem þolir beit.

BÚSKAPUR OG ÚTIVIST
Takið eftir, það er svona land sem er best til útiveru. Miklu skemmtilegra land heldur en land sem er þéttvaxið birki. Til lengri tíma er miklu heppilegra fyrir útivistar fólk að það sé búið í landinu og það beitt. Hugsið ykkur heilu héruðin gróin birkikjarri sem er nærri ófært yfirferðar. Birkifrumskógur er ekkert sérstaklega útivistar vænn, það höfum við reynt hér. Það er líka ljóst að það verður mikið verk að halda landinu opnu. Það eru til tæki í þetta og verða án efa enn betri tæki til. Þegar of mikið birki fer að verða stórt vandamál væri hægt að grípa til þeirra. Þannig gróðurfar er ekki eins og var á Íslandi við landnám, en það er keimlíkt.

MÓAR ERU OFT LÉLEGT BEITILAND
Ég er í dag farin að líta sérstaklega lélega móa svipuðum augum og ég leit mela hér áður. Þeir eru ekki að gefa nema brot af þeirri uppskeru sem þeir ættu að gefa. Það er alveg ljóst að við aðstæður eins og hjá okkur er algjörlega óviðunandi að tala um að landið haldist svipað. Það verður að stór lagast, þó það sé notað til beitar.

Hófleg sumarbeit og friðun, munu þegar tímar líða, gjörbreyta gróðurfari á Íslandi. Einhverjum mun þykja eftirsjá í melum með lambagrasi og holtasóley og móum með krækiberjalyngi. Staðreyndin er sú að að þessi gróður verður áfram til, en hann verður dæmdur til að hverfa af stórum svæðum. Ef til dæmis Reykvíkingum er umhugað að hafa land í Öskjuhlíðinni ófrjósamt og gróið lyngi með berjum fyrir börnin, gætu þeir níðst á landinu með beit allt árið. Best væri að láta fjármenn halda fénu á beit. Ef þeir kvarta undan kulda þá er bara að rétta þeim aðra peysu. Bændur hafa aflagt þessa búskaparhætti, en tæknin er en þekkt.

LÚPÍNAN OG LANDBÆTUR
Við hjónin vorum að klára að slá 20 hektara tún hér í sumar. Aðrir tíu hektarar lágu flatir í brekkunni fyrir ofan. Ég fór út að tína upp plast sem borist hafði út á tún. Ósköp var maður lítill þarna í miðri slægjunni og ég hugsaði til þess að ef við hefðum þurft að snúa þessu öllu með hrífu og hirða allt með gamla laginu. Innan við þrem sólahringum seinna voru þessir þrjátíu hektarar komnir í plast. Tæknin sem notuð er verður að vera í takt við vandann. Mér leist strax mjög vel á lúpínu sem landbótajurt, þegar ég kynntist henni sem unglingur fyrir ofan Hafnafjörð. Áður en ég varð bóndi fékk ég fjölskylduna með mér til að týna lúpínufræ, sem ég svo sáði með góðum árangi. Ég sá líka, að eftir að við fluttum hingað norður, að lúpínan gæti gert okkur mögulegt að rækta melana margfalt hraðar upp. Þrátt fyrir góðan ásetning fórum við ekki að nota lúpínu til ræktunar fyrr en við gátum fengið fræ frá landgræðslunni. Ræktunin með lúpínunni hefur verið töfrum líkust. Það er geysilega gaman að sjá lúpínuna breyta öllu þessu landi, sem áður voru ófrjósamir melar, í gott beitiland.

Hér er ég komin að því sem ég tel lykilatriði, landbætur eru tæknilegt vandamál. Við höfum þegar tækni sem er ágæt, eins og að rækta upp með fræi, áburði og lúpínu þar sem hún á við. Það er líka hægt að planta trjám. En það þarf að þróa fleiri aðferðir sem duga bónda með vandamál af þeirri stærðargráðu sem við höfum á Daðastöðum. Númer eitt er að fá smárafræ eða aðra tækni sem er til og koma smára í beitilandið. Það er margt tæknilegs eðlis sem mér hefur dottið í hug, en ekki komið í verk að gera. Ég er þeirrar skoðunar að það ætti að eyða meira í tæknilegar lausnir og minna í margt annað.

[...]


II. hluti. Texti eftir Gunnar sem birtist í desember 2013 á facebook.com – vinir lúpínunnar

[...] ef við ætlum að halda áfram og efla sauðfjárrækt þá verðum við að gera landið upp. Þar hlýtur lúpínan að vera í einu af aðalhlutverkunum. Tökum dæmi: fyrir 20 árum girtum við af 80 hektara (Þjófsstaðahólfið). Þetta var mjög illa farið land, helmingurinn melar. Hinn helmingurinn var gróðurtorfur sem flestar voru afmarkaðar af rofabörðum. Vatnsrof og flagmóar voru algengir. Það voru þarna líka fallegar lautir. Það var hægt að standa í þessum lautum og sjá ekkert annað en fallegt gróið land en heildarmyndin var allt önnur. Landið var varla beitarhæft. Við girtum svæðið og létum ryðja niður mörgum kílómetrum af rofabörðum. Landgræðslan sáði fyrir okkur lúpínu í hluta melana og síðan sáðum við sjálf í hluta. Lúpínan hefur síðan dreift sé yfir flesta þá mela sem ekki var sáð í. Við friðuðum svæðið í 4-5 ár, það hefur verið beitt síðan en lítið yfir hásumarið.

Það er þannig með sauðkindina að hún smakkar á öllu. Ef það er lítið af lúpínu klárar hún hana en þegar það eru komnar breiður af henni er uppskeran margföld miðað við það litla sem sauðkindin étur af henni. Ef lúpína er í girðingu nær hún ekki að hefja landnám utan hennar ef það er beit þar. Ef girðing, sem er meira en eitthvert frímerki, er opnuð og beit er hófleg, getur lúpínan dreift úr sér þrátt fyrir beit. Það sama á við um birki og víði.

Í Þjófsstaðahólfinu, þar sem áður voru berir melar, er í dag gott beitiland með grasi og lúpínu í bland. Lúpínan er bæði að gefa eftir og í sókn á síðustu melana. Það er kjarr þarna sem er í sókn en það þyrfti að vera meira af því. Við hefðum átt að sá eða planta birki jafnvel setja eitthvað af lerki á sínum tíma. Það er ekkert því til fyrirstöðu tæknilega að koma kjarri og skógi í þetta land á komandi árum. Lúpínan ein og sér tryggir ekki hámarksuppskeru. Til þess þarf kjarr. Lúpínan er líkari grunnmálningu þegar ryðgaður bíll er gerður upp. Grunnurinn er nauðsynlegur til að ná endanlegu markmiði. Hefðum við notað fræ og áburð hefði þurft túnaskammt af áburði í mörg ár til að ná þeirri frjósemi sem nú er í melunum. Áburðurinn 500kgx40hx10ár = 200 tonn, dreifingin + flutningurinn með skipum og bílum hefðu ekki aðeins kostað fjársjóð heldur líka kostað mikla olíunotkun.

Séð í samhengi er Þjófsstaðagirðingin 1% af landinu sem við höfum. Það eru 1000 hektarar af melum hérna og aðrir 1000 af illa grónu landi. Ef við framreiknum hvað það kostaði að ná góðri frjósemi í þetta land með fræi og áburði gæti dæmið litið út einhvern veginn svona: 1600 hektarar x 0,5 tonn x 10 ár x 90.000 krónur per tonn áburður með dreifingu = 720.000.000 krónur.

Lúpínan er þannig raunhæf, ódýr, vistvæn leið til að gera upp land. Við erum núna með 750 hektara girðingu sem við erum að sá lúpínu í (Grjótfjallagirðingin). Við höfum líka aðra lúpínuakra og ræktum líka mikið með fræi og áburði. Ræktun með fræi og áburði getur vel gengið en samanburður á þessum aðferðum í yfir 30 ár hefur sannfært mig um að uppgræðsla með lúpínu er sú aðferð sem við ættum að einbeita okkur að sem fyrsta grunni.

Landið sem við höfum er rúmlega 7000 hektarar. Bæði mjög gott og mjög vont land. Í dag er hér beit fyrir 800 ær. Eftir að búið væri að gera alla jörðina upp væri vel hægt að hafa hér 2500 ær. Þá væri landið líka gott fyrir nautgripi eins og Ísland var á fyrstu öldum Íslands byggðar. Hvernig þetta land verður notað eftir 100 ár veit enginn, en verðum við ekki að vona og reikna með að komandi kynslóðir vilji frekar gott en vont land?

Heimildir: Gróður og gróðurfar á Daðastöðum, Arnarstöðum og Arnarhól.


III. hluti. Texti eftir Gunnar sem birtist í september 2014 á facebook.com – áhugafólk um landgræðslu

Áhrif beitar eru oft einfölduð svo mikið að sannleikurinn týnist. Til lengri tíma er málefnaleg umræða miklu líklegri til að gagnast gróðurfarinu en einhliða áróður. Ég er sammála því að sauðkindin hafi átt drjúgan þátt í að valda mikilli landeyðingu og hnignun gróðurs. Einnig að sauðkindin geti tafið og/eða hindrað framgang gróðurs. En áhrif beitar eru ekki eins einföld eins og margir virðast halda. Ef einhver efast um það sem ég held hér fram þá er sá hinn sami velkominn hingað á Daðastaði þar sem eftirfarandi blasir við.

Í fyrsta lagi getur land sem er beitt gróið upp og þá ekki sem einhver undantekning heldur sem algengt stef. Þetta gerist oft þannig að mosi byrjar að nema land síðan fylgir krækiberjalyng, beitilyng, fjalldrapi og fleira gott. Þetta er að gerast hér á stórum svæðum þrátt fyrir verulega beit. 

Í öðru lagi gerist oft ekkert á ógrónum melum áratugum saman þó þeir séu friðaðir. 

Í þriðja lagi er birkið. Það er greinilegt að sauðkindin getur hindrað að birki breiði úr sér. Ég trúði því einu sinni að birki dreifði aðeins úr sér á friðuðu land En þetta er heldur ekki svona einfalt. Sauðkindin velur sér fjölbreyttan gróður. Sumur gróður, til dæmis margar blómjurtir og gras, eru í uppáhaldi. Ýmis annar gróður er étinn, en samt síður. Sumar jurtir eru aðeins lítið bitnar og þá meira eins og krydd eða, eins og haldið hefur verið fram, að þær velji þær til að bæta heilsuna. 

Til að skýra málið nánar er gott að taka lúpínu sem dæmi um áhrif beitar. Svipaðar reglur gilda um beit á til dæmis birki og víði. Ef við reynum að sá lúpínu á mel sem er beittur, jafnvel lítið beittur, er hún étin upp til agna. Ef við friðum melinn og sáum í hann, nær lúpínan sér á strik og vex að girðingunni. Hver einasta planta sem vex utan við girðinguna er étin. Ef við opnum nú girðinguna (gefum okkur að melurinn sé nokkrir hektarar og beitin hófleg) þá éta nú kindurnar af lúpínuskóginum og ýmsan annan gróður sem komin er í lúpínubreiðuna og láta litlu lúpínuplönturnar mikið til eiga sig þannig að lúpínan dreifir nú úr sér á beittu landi. Girðingin, sem upphaflega var forsenda þess að lúpínan náði sér á strik, fer að hindra útbreiðslu hennar. Kindur éta þó nokkuð af lúpínu. Ég sé til dæmis oft plöntur sem standa einhvern spöl frá lúpínubreiðunni sem eru mikið bitnar þó þær drepist sjaldnast ef þær hafa náð þroska. 

Hér á Daðastöðum sé ég kindur stundum éta birki, sérstaklega þegar þær hafa ekki fengið birki einhvern tíma eins og þegar við látum þær út af túnunum á vorin. Ég sé samt nánast aldrei birkiplöntur sem hafa verið bitnar þannig að það skaði þær að ráði. Birkið er hér mjög víða í mikilli sókn. Ekkert síður á því landi sem er beitt. Það má þó vel vera að það séu svæði hér sem hafa það fáar birkiplöntur að beitin hindri framgang þess. Gulvíðir, sem kindur vilja miklu frekar en birki, er á síðari árum í mikilli sókn. Loðvíðir er í mestu uppáhaldi hjá sauðkindinni af þessum runnum. Á þeim svæðum sem lítið var af honum hefur friðun greinilega þau áhrif að hann nær sér á strik. 

Til að skýra enn frekar hvað ég á við þá förum við niður að þjóðvegi á sléttlendi sem þar er, en þar er mikið af loðvíði á beittu landi. Kindurnar éta verulega af honum en samt ekki meira en svo að hann stækkar og dreifir úr sér. Á næstu jörð er samskonar land og þar er engin loðvíðir nema meðfram veginum þar sem þær ná ekki til hans. Þetta er ekki vegna þess að það sé endilega eitthvað meira beitt Núpsmegin en hér hjá mér heldur vegna þess að loðvíðirinn hefur aldrei náð sér á strik þar. 

Á þessu svæði hér ætti birki- og sauðfjárrækt að vera samofin hluti af þrennunni. Vegna þess að birkið margfaldar sjálfbæra uppskeru. Þegar komið er vel af birki á eitthvert svæði hérna hefur sumarbeit engin áhrif á frekari útbreiðslu þess.

Það er jafn sjálfsagt að friða land eins og að beita það. Það er eðlilegur hluti af búskap. 
Við erum með 10% af okkar landi friðað. 20% væri enn betra. Það er aftur á móti ekki gerlegt að friða allt illa farið land í einu. Þótt við hefðum 20% af landinu friðað og værum þar fyrir utan að rækta mela í stórum stíl væri enginn vandi að finna óbeitarhæft land sem við beittum hérna, mynda það síðan og skrifa undir eitthvað ljótt um sauðkindina. Það er mín reynsla að það sé ekki nóg að friða land, það verður líka að gera eitthvað til að laga landið. Það sem skiptir megin máli er hvort búskapur flýtir fyrir eða hvort hann tefji fyrir því að landið grói. 

Tökum dæmi það var talað um það hér á síðunni (eða lúpínusíðunni) að Leirhöfn á Sléttu væri auglýst til ábúðar og að af myndum mætti ráða að landið væri þarna illa farið. Það er alveg rétt að Leirhafnarfjöllin eru illa farin, þó er birki víða í sókn í þeim. Helgi og Lína í Hjarðarási eru búin að girða af syðri hluta Leirhafnarfjallana og eru að laga þann part. Sléttan er stór og vel gróin. Þar mættu vera fleiri kindur en eru þar í dag. Það sem þyrfti væri duglegur bóndi í Leirhöfn sem byggi stóru sauðfjárbúi bónda og girti af restina af Leirhafnarfjöllunum og sáði í þau lúpínu. Þannig flýtti búskapurinn fyrir landbótum, útbreiðslu birkis og við fengjum land, land með mannlífi. Án íhlutunar verða þessi fjöll ógróin langt inn í framtíðina.

Við megum ekki gleyma því hvað við erum heppin að í heimi þar sem ástand gróðurlenda stefnir víða norður og niður, getum við hér á Íslandi gert við þetta mjög svo illa farna land og gert það að góðu landi til landbúnaðar.
Smellið til að stækka.þriðjudagur, 28. október 2014

Metársvöxtur stafafuru á Höfða í Fljótsdalshéraði

Í frétt frá Sr. í dag segir frá toppsprota á furutré í þjóðskóginum á Höfða á Völlum í Fljótsdalshéraði. Höfði er í eigu og umsjá Skógræktarinnar og og fagmálastjóri Skógræktarinnar býr á jörðinni.
[R]eyndist árssprotinn 2014 vera 105 cm langur – einn komma núll fimm metrar. Þetta er að öllum líkindum met fyrir stafafuru á Íslandi.
Fura þessi er í reit sem gróðursett var í árið 1996 og er kvæmið Taraldsey frá Noregi. [...]
Mynd af skogur.is, myndefni 18 ára fura og Örvar Már Jónsson, Hreiðarsstöðum.
Ljósmyndari: Þröstur Eysteinsson fagmálastjóri.
Ársvöxtur á Höfða komst einnig í fréttir 15. október 2013 og þá var það blágreni í lúpínubreiðu (sem líkist þó sigurskúfsbreiðu) sem fangaði athygli ljósmyndara.
Mynd af skogarbondi.is, ljósmyndari: Hlynur G. Sigurðsson

laugardagur, 13. september 2014

Fræðsluhorn Bændablaðsins - Skógarber til nytja (I)

Sá mikli garðyrkjufræðingur Hafsteinn Hafliðason er byrjaður að skrifa pistla í Bændablaðið og fagna því allir góðir garðáhugamenn.

Hér skal gripið niður í síðasta kafla pistilsins sem birtist 11. sept. 2014, Skógarber til nytja – fyrri hluti. Kaflinn fjallar um bersarunna.
Sú berjarunnategund frá N-Ameríku sem mest hefur komið á óvart er bersarunninn (Viburnum edule). Á heimamálinu kallast ber hans „highland cranberry“, „squashberry“ eða „mooseberry“, svo kannski sannast það hér að kært barn ber mörg nöfn! Bersarunninn vex um skóga N-Ameríku, frá Alaska í vestri til Nýfundnalands í austri. Hingað til lands kom hann fyrir um þrjátíu árum. Fyrst og fremst var litið á hann sem einkar harðgeran og skrautlegan garðrunna með viðfelldið vaxtarlag, fallega laufgerð, snotra klasa með hvítum blómum. En síðast en ekki síst fyrir líflegan haustlit og þessi stóru og skínandi rauðu ber. 
Á síðustu árum hefur þar færst í vöxt að planta honum innan um annan trjágróður í sumarbústaðalöndum. Þar hefur hann svo sannarlega sannað harðgervi sitt og aðlögunarhæfileika. Þótt hann dafni kannski ekki vel á hörðum mel á bersvæði, þá fellur hann vel að birkikjarri og víðistóðum ef asparlundir og greniskógar standa honum ekki til boða. Hann virðist aldrei láta vorhret eða rysjótt sumur hafa áhrif á sig. Heldur sínu striki með blómgun og berjaframleiðslu hvað sem á dynur. Og svo sannarlega er hann góður kostur sem undirgróður í skógum og skjólbeltum. 
Bersarunnanum má fjölga hvort sem er með græðlingum eða fræsáningu. Ekki eru gallsúr berin neitt lostæti til að tína upp í sig, þótt þau séu afar lokkandi í sínum gisnu klösum á greinunum. Þau þarf að matreiða í marmelaði eða hlaup. En meðan á þeirri framkvæmd stendur finnst mörgum að anganin sem upp gýs sé ekki mjög hugljúf. Sumir nefna táfýlusokka í því samhengi. En ef maður setur ekki slíka smámuni fyrir sig er afurðin ómótstæðileg. Bersaberjahlaup er afar gott með allri villibráð, desertostum og rauðvíni. Jafnvel ósætum byggvöfflum með þeyttum rjóma. 

Bersarunni í haustlitum.
Myndin fylgdi ekki pistlinum úr Bædablaðinu.
Bersarunni í haustlitum (2).
Myndin fylgdi ekki pistlinum úr Bædablaðinu.

miðvikudagur, 10. september 2014

Góðar horfur fyrir ávaxtasumarið 2015 samkvæmt Nátthaga

Þessar kærkomu upplýsingar setur Ólafur Sturla Njálsson á FB-síðu garðplöntustöðvarinnar Nátthaga í dag:
Sumarið 2014, þrátt fyrir rigningatíð, er búið að vera svo hlýtt hér syðra (hvað þá fyrir norðan og austan), að ávaxtatrén virðast vera tilbúin með mikið af blómbrumum fyrir næsta sumar. Blómin myndast nefnilega í brumunum ári fyrir blómgun. Blaðkransabrum, ávaxtasporar, dvergsprotar og jafnvel endabrum virka þrýstin og lofa greinilega öllu fögru næsta sumar.  
Ef næsta sumar verður gott, verður loksins hægt að njóta ávaxtanna. Munið bara að ávaxtatrén þurfa mikið og gott skjól, hlýja staði og sólríka í okkar svala landi.
Aldinlundur í Yndisgarðinum, Fossvogi (2014).
Myndin fylgdi ekki færslunni á vef Nátthaga.

mánudagur, 18. ágúst 2014

Eplatré - yrki sem hafa reynst vel á Íslandi

Af vef Ávaxtaklúbbs Garðyrkjufélags Íslands á facebook.


fimmtudagur, 7. ágúst 2014

Hvenær er best að klippa trjágróður?

Frekar seint er að klippa tré og runna þegar komið er fram í ágúst, fyrir utan víði og ösp. Trén eru að ljúka vexti og ganga frá brumum fyrir veturinn.

Sumarklipping er gerð tímabilið 20. júní til 20. júlí, þá nær gróðurinn að ljúka vextinum á eðlilegum tíma.

Formklippingar og stærri inngrip er best að ráðast í að vetri til (febrúar og mars) á meðan gróðurinn er lauflaus.

Að mestu byggt á þjóðráðum H. Hafliðasonar

Limgerði með kasmírreyni.

mánudagur, 4. ágúst 2014

Lítið um ertuyglu

Minna er um ertuyglu þessa dagana en á sama tíma síðustu sumur. Ertuygla lifir einkum á plöntum af belgjurtaætt (ertuætt) en leggst einnig talsvert á annan gróður. Alaskavíðir er henni t.d. vel að skapi.

Árið 2007 fór hún að gera vart við sig fyrr en áður, í lok júlí, en hafði í mörg sumur fram að því verið mest áberandi í ágúst og september, eins og sagt er frá í frétt á vef Hekluskóga 24. júlí 2008:
Yglurnar hafa fundist í miklu magni víða um Suðurland síðustu ár og þá í ágúst og september. Hafa þær þá verið svo seint á ferðinni, að flestar trjátegundir hafa verið búnar að mynda brum og hausta sig. Hafa tré því sjaldnast beinlínis drepist af völdum yglunnar, heldur hefur þetta hægt á vexti eða valdið kali þegar trén hafa reynt að mynda nýja sprota.
Nú virðast ertuyglurnar þó vera heldur fyrr á ferðinni en síðustu sumur og hugsanlega í meira magni. 


fimmtudagur, 3. júlí 2014

Endurútgefnar leiðbeiningar um fyrstu skref í skógrækt

Fræðsluefni um skógrækt
Skogarbondi.is 3. júlí 2014 
Nú hafa Landshlutaverkefnin í skógrækt endurskoðað og endurútgefið bæklinginn „Fræðsluefni um skógrækt“ og má nálgast hann hér á PDF formi. Markmið bæklingsins er að koma til móts við skógarbændur sem eru að stíga sín fyrstu skref í skógrækt auk þess sem þrautreyndir skógarbændur geta haft af bæklingnum mikið gagn.

---

Nýr bæklingur Landshlutaverkefnanna

Skogur.is 03.07.2014
Komin er út á vegum Landshlutaverkefna í skógrækt ný og endurbætt útgáfa bæklingsins Fræðsluefni um skógrækt. Bæklingurinn nýtist skógarbændum sem eru að stíga sín fyrstu skref í skógrækt jafnt sem öllum öðrum skógræktendum.
[...]
---
Yndisskógur í Breiðholti.

föstudagur, 20. júní 2014

Skemmdir á alaskavíði við Gunnarsholt vegna haustfeta

Frétt sem birtist í dag á vef Landgræðslu ríkisins:

Skemmdir á alaskavíði


haustfeti1Víða um land ber töluvert á skordýraskemmdum á trjágróðri, til dæmis eftir birkikembu sem hefur herjað á höfuðborgarsvæðinu og sumstaðar á Suðurlandi. Að undanförnu hafa komið í ljós miklar skordýraskemmdir á alaskavíðibeltum við Gunnarsholt. Skjólbelti sem nær frá þjóðveginum upp að Gunnarsholti er lauflítið og víða nær lauflaust.

Sömu sögu er að segja víðar, til dæmi á Reyðarvatni skammt austan við Gunnarsholt. Alls er þarna um að ræða allnokkra tugi kílómetra af skjólbeltum. Alaskavíðirinn er ein röð af þremur tegundum, en það sér mun minna á alaskaösp og viðju í hinum röðunum. Orsakavaldurinn er lirfa haustfeta. Athuganir á skemmdu laufi hafa sýnt að þar eru nær einvörðungu haustfetalirfur en sáralítið hefur fundist af öðrum tegundum sem sækja í víði, til dæmis víðifeta. Lirfa haustfetans er á ferli fyrrihluta sumars og nú eru lirfurnar nær fullvaxta og eru að fara að púpa sig. Fiðrildin skríða svo úr púpu að haustinu og verpa.

Þessi sömu skjólbelti skemmdust einnig mikið í fyrra og þá fundust einnig haustfetalirfur í laufi. Sá víðir sem skemmdist mest í fyrra laufgaðist illa í vor og sumar plöntur alls ekki. Hætta er á að plöntur sem verða fyrir svona faraldri ár eftir ár kali illa og jafnvel drepist.
Alaskavíðir á Reyðarvatni mikið étinn af haustfeta.

Lauflaus víðir við veginn upp að Gunnarsholti. Þessi víðir skemmdist einnig mikið í fyrra.

Haustfetalirfa á Reyðarvatni

fimmtudagur, 19. júní 2014

Koparnagli til að drepa tré

Þessi útskýring frá Nicholas W Lepp, prófessor í plöntuvísindum við Liverpool John Moores University jarðar álitaefnið um hvort kopar geti drepið tré:
TO UNDERSTAND the potential impact of embedding a poece of copper in a tree trunk on the long term health of the tree, some basic plant physiology and chemistry needs to be considered. In order to kill a tree, a toxin must interfere with cell division in the regions from which a tree grows - root and shoot tips and the cambium, a ring of dividing cells inthe stem and roots. In addition, inhibition of a vital process such as photosynthesis will have a similar deleterious effect. Implanting a piece of copper in a tree trunk will only affect such vital processes if the copper is transported from the implant to the roots and shoots. There are two routes that copper could take. The first is in the xylem, the woody tissue that forms the bulk of the tree trunk (wood) but also forms the main transport route for water from the soil, via the roots to the leaves. Movement here is controlled by the rate of water loss from the leaf and this process is regulated by stomata on the under surface of the leaf. Materials move passively with the flow of water, although those with a positive charge will fix to negative charged sites in the walls of the xylem tissues. The phloem tissue (bark) is highly specialised and is responsible for transport of products of photosynthesis from leaves to shoots and roots. It can rapidly seal off any injured tissues. Copper from an implant would need to dissolve before it could move to roots or shoots and affect plant vitality. The pH of the phloem and xylem sap is slightly acidic (pH 5 - 6) so some copper would slowly dissolve. Copper binds preferentially to the xylem tissue and shows limited mobility as a cation. It readily forms stable organic complexes with small molecules such as amino acids and appears to move through the xylem in this form. These complexes are very stable and may not dissociate at the end of the transport pathway. If so, these will not easily pass across biological membranes and inhibit metabolic activity. Copper movement from leaves, via the phloem is very slow so the redistribution via this tissue from an implant would also be slow. The slow rate of copper release from a metallic implant would be unlikely to cause significant problems for a healthy tree. As the main route to living tissue would be via the xylem, the patterns of water movement within a tree would also be important in the subsequent transport of copper. These vary with tree species - in some water ascends straight up whilst in others, water movement occurs in a spiral of verying pitch. Several implants would be required to make certain that all parts of the tree crown were reached by copper. In conclusion, I would consider it unlikely that a single copper implant would prove fatal to a healthy tree; an old or already debilitated tree may prove to be more susceptible.
Af vef The Guardian.
Grenitré í Reykjavík.

laugardagur, 24. maí 2014

Eins, tveggja og þriggja hólfa moltukassar

Fyrsti moltukassinn er að mestu búinn til úr grisjunarvið, eitt hólf.
Kassi tvö er útbúinn tveimur hólfum fyrir venjulega moltugerð og plássi fyrir moltutunnu á kantinum.
Sá þriðji er með þremur hólfum, leiðbeiningar fyrir smíði hans má finna hér.

þriðjudagur, 20. maí 2014

Skogur.is: Fræmiðstöð Skógræktarinnar - Fræ af flestum skógartrjám sem bera fræ á Íslandi

Af vef S.r.:
Nýr uppfærður frælisti er nú kominn á vef Skógræktar ríkisins. Frælistinn er lagfærður reglulega eftir því sem berst af fræi í fræbanka Skógræktarinnar í fræmiðstöðinni á Vöglum í Fnjóskadal. Nýr hnappur fyrir frælistann hefur verið settur á forsíðu vefsins skogur.is. 
Á Vöglum í Fnjóskadal er fræmiðstöð Skógræktar ríkisins og þar er líka framleitt fræ af úrvalsbirki og lerkiyrkinu Hrym í stóru gróðurhúsi sem kallað er Fræhúsið. Fræmiðstöðin á Vöglum selur trjáfræ af flestum skógartrjám sem bera fræ á Íslandi. Á listanum er nú til dæmis fræ af ilmbjörk frá 21 stað á Íslandi (Betula pubescens), steinbjarkarblendingur frá Tumastöðum og úr Múlakoti (Betula ermanii x pubescens), nokkrar tegundir af elri frá sömu stöðum, mest af sitkaelri (Alnus sinuata). Nefna má auk ilmreynis knappareyni (Sorbus americana) og úlfareyni (Sorbus x hostii), auðvitað líka hið frábæra lerkiyrki ,Hrym' og svo mýrarlerki, líka fjallaþin, rauðgreni og að sjálfsögðu sitkagrenifræ sem tekið hefur verið af trjám á einum tíu stöðum hérlendis. Nokkrar furutegundir eru á listanum og loks er gaman að nefna fræ af tveimur tegundum eðallauftrjáa sem þarna eru á lista. Þar er bæði askur (Fraxinus excelcior) og garðahlynur (Acer pseudoplatanus). Fræin eru af trjám sem vaxa á Tumastöðum og í Múlakoti. 
[...] 
Nokkuð hefur borið á því að jafnvel reynt ræktunarfólk viti ekki af þessari þjónustu Skógræktar ríkisins og því er vakin sérstök athygli á henni hér. Þjónusta fræmiðstöðvarinnar er öllum opin og aðgengileg.
---
Svokallað fræhús - mynd af skogur.is.
Brot af frælistanum 2014.

Hnappurinn á forsíðu S.r.

laugardagur, 17. maí 2014

Rótarhormón fyrir græðlinga úr víðiberki eða víðigreinum

Uppskrift að heimatilbúnu rótarhormónaseyði (rótarhvata): 

Innihald: Fyrsta árs greinar af víði eða ösp. Börkur á einnig að virka.

Aðferð:
  1. Greinar klipptar niður í nokkurra cm búta / börkur rifinn niður.
  2. Sett í ílát, t.d. glas, og sjóðandi vatni hellt yfir.
  3. Látið kólna yfir nótt.
  4. Síað, t.d. með kaffifilter.
  5. Græðlingar látnir standa í vökvanum í nokkra klukkutíma eða yfir nótt áður en þeim er stungið niður. Einnig má vökva græðlinga sem stungið hefur verið í niður með víðisvatninu, mælt er með því að gera það tvisvar til að hámarka árangur.
Geyma má vökvann í lokuðu íláti í ísskáp í allt að tvo mánuði.


Meira um hormónaseyði vefnum Deep Green Permaculture:
“Willow Water” – How it Works
“Willow Water” is a homebrew plant rooting hormone that is easily made and can be used to increase the strike rate (growth of roots) of cuttings that you’re trying to propagate. 
The way that it works can be attributed to two substances that can be found within the Salix (Willow) species, namely, indolebutyric acid (IBA) and Salicylic acid (SA). 
Indolebutyric acid (IBA) is a plant hormone that stimulates root growth. It is present in high concentrations in the growing tips of willow branches. By using the actively growing parts of a willow branch, cutting them, and soaking them in water, you can get significant quantities of IBA to leach out into the water. 
Salicylic acid (SA) (which is a chemical similar to the headache medicine Aspirin) is a plant hormone which is involved in signalling a plant’s defences, it is involved in the process of “systemic acquired resistance” (SAR) – where an attack on one part of the plant induces a resistance response to pathogens (triggers the plant’s internal defences) in other parts of the plant. It can also trigger a defence response in nearby plants by converting the salicylic acid into a volatile chemical form. 
When you make willow water, both salicylic acid and IBA leach into the water, and both have a beneficial effect when used for the propagation of cuttings. One of the biggest threats to newly propagated cuttings is infection by bacteria and fungi. Salicylic acid helps plants to fight off infection, and can thus give cuttings a better chance of survival. Plants, when attacked by infectious agents, often do not produce salicylic acid quickly enough to defend themselves, so providing the acid in water can be particularly beneficial.
Græðlingar af hegg / heggvið (Prunus padus) um miðjan júlí.
Í maí árið eftir eru þeir flestir lifandi - ekki voru notuð rótarhormón.


laugardagur, 3. maí 2014

Blágrenisakur

Fallega myndskreytt frétt af vef Gróðrarstöðvarinnar Kjarrs, Kjarri Ölfusi:
Gleðilegt sumar 
Það vorar hratt og gróðurinn tekur framförum með hverjum deginum. Upptaka á plöntum er hafin og byrjað er að tína á sölusvæðið sýnishorn af harðgerðari tegundum. Sjaldnast er sölusvæðið fullmótað fyrr en um miðjan maí og vonandi gengur það eftir. Hér má sjá blágreni sem bíður upptöku.
Flokkar: Fréttir úr gróðrarstöð 2. maí 2014


þriðjudagur, 8. apríl 2014

Embla

Hér er stuttur útdráttur úr viðtali Jónatans Garðarssonar við Þorstein Tómasson jurtaerfðafræðing, á Rás 1 nú nýlega.

Í viðtalinu fer Jónatan yfir það hvernig hópur manna tók sig saman 1985 með ræktunarstöðvum, stofnunum og samtökum, til að vinna saman úr safni erfðaefnis sem Óli Valur Hansson hafði safnað í Alaska. Í ferðinni var m.a. safnað fræi af elri og birki. Vilhjálmur Lúðvíksson (þá frkvstj. Rannís) veitti hópnum forystu og fékk hann nafnið Gróðurbótafélagið.

Hópurinn tók sig einnig saman um að rækta nýtt yrki af íslensku birki, sem síðan fékk nafnið Embla. Embla er beinvaxnara, ljósara og „meira tré“ en birkið sem algengast var að sjá á Íslandi. Tilgangurinn var einnig að tryggja einsleitnari vöxt af fræi, þ.e. að unnt væri að ganga út frá því að birkið sem yxi upp yrði hátt og glæsilegt, en ekki runni. Um sé að ræða mjög gott borgartré meðal annars. Móðurplöntur voru valdar m.a. í Breiðholti og Hafnarfirði.

Í dag er Jónatan að gera tilraunir með afbrigði sem hefur rauð blöð, en það er afbrigði sem ræktað hefur verið upp á Finnlandi og hefur honum tekist að færa rauða litinn í íslenskan efnivið. Rauði liturinn ræðst af einum ríkjandi erfðavísi, afkomendur Emblu og nýja afbrigðisins verða því til helminga rauðblaða og grænblaða.   

Minnst er á ræktunina í frétt á skogur.is í dag:
Auk áframhaldandi þróunar Emblu-yrkisins er unnið að kynbótum þar sem norrænt birki er notað til að fá breytt og bætt vaxtarlag. Nýjasta yrkið, Kofoed, er nefnt eftir fyrsta skógræktarstjóra Íslands, Agner Fransico Kofoed-Hansen, sem var frumkvöðull í verndun og nýtingu birkisins. Það er mjög beinvaxið og fallegt auk þess sem það getur vaxið mjög hratt. Stutt er líka í að ræktendum bjóðist yrki með rauðan blaðlit og hvítan stofn sem mun henta vel sem garðtré.
Til viðbótar má grípa niður í viðtal við Guðmund Vernharðasson hjá Gróðrastöðinni Mörk, um Embluverkefnið, í Mbl. 21. apríl 2006.
  • "Birkið, sem valið var til kynbótaferlisins, er einvörðungu af suðvesturhorni landsins enda þrífst það best þar, þó dæmi séu um að Embla hafi haft það ágætt í öðrum landshlutum."
  • "Sóst er eftir að birkið verði hraðvaxta, beinvaxið með einn ríkjandi stofn og einnig er reynt að hafa stofninn eins hvítan og hægt er."
  • Þá skiptir greinavöxtur og króna trésins einnig verulegu máli, að sögn Guðmundar. "Það er verið að sækjast eftir heppilegum greinavinkli, en hann á að vera víður þannig að minni hætta sé á að tréð brotni."
Embla í Breiðholti, nálægt Mjódd.

mánudagur, 7. apríl 2014

Íslensk sáðmold á enn langt í land

Það er opinbert leyndarmál að íslensk mold, sem seld er í verslunum, er síðri að gæðum en sú erlenda mold sem flutt er til landsins. Auk þess er sú síðarnefnda yfirleitt mun ódýrari.

Það sama virðist eiga við um íslenska sáðmold. Hér eru myndir.
Erlend sáðmold í Bauhaus.
Íslensk sáðmold í Byko.
Íslensk og erlend sáðmold.
Erlend sáðmold í Bauhaus (Svíþjóð).
Í dag eru 129 sænskar í kringum 2.200 ísl.kr.

mánudagur, 24. mars 2014

Moltumars - gropinn jarðvegur

Moltumars 2014

Sigurbjörn Einarsson jarðvegslíffræðingur: Nokkur orð um ræktunarmold. Skógræktarritið 1986.
Inngangur 
Það hefur vakið forundran margra sem standa utan innsta hrings ræktunarmanna hér á landi hvers vegna sækja þurfi mold langan veg um Atlantsála breiða til Skandinavíu til að rækta í ýmsar af nytjaplöntum okkar, svo sem trjáplöntur. Er ekki þar verið að sækja vatnið yfir lækinn, hugsar margur með sér. Í þessu greinarkorni er fjallað um mikilsverðustu eiginleika mýrarmoldarinnar og hugleiddir möguleikar á nýtingu íslensks hráefnis til moldarframleiðslu. [...] 
Vatnsdrægni - mikilvægur eiginleiki  
Þó að á seinni árum hafi komið til sögunnar tilreidd efni, svo sem steinull, til að rækta í nytjaplöntur, þá er mýrarmoldin mest notuð víðast hvar og ætla má að svo verði um nánustu framtíð. Mikilvægustu eiginleikar hennar er hve vatnsdræg og létt í meðförum hún er. Mun eftirfarandi umfjöllun miðast við mold af slíkum uppruna. Til einföldunar skal það undirstrikað að meginefnisþættir moldarinnar eru fast efni, loft og vatn. Gerð fasta hlutans ákvarðast af plöntuleifunum sem mynda mýrina sem moldin er tekin úr. Einkennistegundir mýra hér á landi eru starir og ýmsar mosategundir, fífur og heilgrös í minna mæli. Vatnsdrægni moldar, sem mynduð er úr framangreindum plöntutegundum, er nokkuð mismunandi eins og eftirfarandi þýskar niðurstöður gefa til kynna (Penningsfeld og Kurzmann 1966): 
Tafla 1. Vatnsdrægni 100 g af lítið ummyndaðri mold af mismunandi uppruna
Barnamosamold* 1000 - 1500 g vatns
Starmýrarmold 700 - 800 g vatns
Fífumýrarmold 500 - 600 g vatns
Grasmýrarmold 400 - 500 g vatns
* Sphagnum (Bergþór Jóhannsson 1985) 
Vatnsdrægnin ákvarðast af stærð holrúmanna, eftirleiðis nefnd gropur, sem eru hið innra með moldinni. Þótt heildar-gropuhluti moldarinnar ráði miklu um eiginleika hennar, þá er stærðardreifing þeirra ekki síður mikilvæg, en hún er breytileg eftir rotnunarstigi plöntuleifanna. Í lítið ummyndaðri mold eru flestar gropurnar stórar, en með aukinni rotnun eykst hlutur þeirra smáu. Þegar moldin er vökvuð ræður hlutfall stórra og smárra gropa um að hve miklum hluta þær fyllast vatni. Ef gropurnar eru margar og smáar fyllist stærstur hluti þeirra vatni fyrir tilverknað hár-pípukraftsins og hlutur lofts fer minnkandi. Þessu má líkja við það þegar lopapeysa þófnar. Þeir sem gengið hafa í þæfðri ullarpeysu í rigningarúða hafa orðið þess varir að hún ver einkar vel gegn regnvatninu, en þyngd hennar getur orðið ótrúlega mikil. Við það að peysan þófnar þéttist hún og gropurnar í lopanum minnka. Þegar regnvatnið fellur á hana, binst vatnið í gropunum, en hripar ekki í gegn. Sé lopapeysan ekki þæfð, hripar vatnið fremur í gegnum hana vegna þess hve hún er gisin. Sama máli gegnir um lítið ummyndaða mýrarmold. Í henni er hluti gropanna það stór að vatnið staðnæmist þar ekki, heldur hripar í gegnum þær. 
Stærð gropanna hefur ekki aðeins áhrif á hve mikið vatn er í moldinni, heldur einnig hve fast það er bundið, vegna þess að því smærri sem þær eru, því fastar binda þær vatnið. Þeir sem hafa þvegið þvott í nútímalegri þvottavél, þar sem þvotturinn er undinn í þeytivindu, hafa orðið þess varir að sum plöggin eru mun þyngri en önnur þó stærð þeirra sé áþekk. Því veldur að þau eru misþétt ofin og gropurnar í þeim því misstórar. Við fáum þannig hugmynd um stærð gropanna og hve miklum raka þau halda í sér eftir að sama krafti hefur verið beitt til að vinda hann úr. [..] 
Súrefnisskortur veldur rótardauða trjáplantna uppeldi ungplantna  
Í skógrækt fer nú að mestu fram í s.k. fjölpottabrettum. Í þeirri ræktun er notuð innflutt barnamosamold. algengast er að plönturnar séu hafðar eitt ár í húsi og eitt ár úti áður en þeim er plantað út. Til þess að plöntunum farnist vel á þeim tíma í svo litlu rótarými sem er í bökkunum er nauðsynlegt að eiginleikar moldarinnar varðveitist að því er varðar hlutfall loftfylltra og vatnsfylltra gropa. Eitt af því nauðsynlegasta fyrir þrif plantnanna er að rótunum berist nægilegt súrefni vegna öndunar þeirra, ella geta þær drepist. Skertur lífsþróttur þeirra af þessum völdum tærir viðnámsþróttinn gagnvart sýkingum og getur það magnað og hraðað rótadauða, sé hans tekið að gæta á annað borð. Þol gagnvart súrefnisskorti getur verið tegundabundið. Ef um þollitlar tegundir er að ræða, getur verið skammt á milli viðunandi niðurstöðu og stóráfalls.
Greinina má finna óstytta á slóðinni http://skog.is/skjol/skogrit1986/ bls. 61 (síða 65 í skjalinu).


þriðjudagur, 11. mars 2014

Hvaða trjátegundir eru "innlendar"?

Úr greininni Hjartardýr í Vopnfirskum skógarlundum. Sunnudagsblað Mbl. 15. október 2000:
[...], það er erfitt að sjá fyrir sér Ísland í dag annars vegar með sínum gróðursnauðu holtum, rjúpum og heimskautarefum og hins vegar Ísland í árdaga vafið barr- og laufskógum með beyki í öndvegi meðal lauftrjáa og vínviður óx í Arnarfirði, en smá hjartadýr tipluðu í lautum og stígum. En þannig var Ísland í árdaga. 15 milljón ár er eru stuttur tími í jarðsögunni, næstum eins og lítil flís í planka. 
Elsta berg á Íslandi er austast og vestast og stafar það af landrekinu, bergið verður yngra þegar nær miðjunni dregur. Gróðurleifar finnast bæði austanlands og vestan, en þær fallegustu eru í surtarbrandi á Vestfjörðum, en þar hafa á nokkrum stöðum varðveist laufblöð, eða för eftir þau. Þau elstu eru sem fyrr segir 15 milljón ára gömul frá míósenskeiði tertiertímabilsins. Laufblöð af beyki, vínvið, furu, risafuru, álmi, lind og valhnotu hafa fundist, að ógleymdum kínarauðviði sem talið var að væri útdauður, uns hann fannst fyrir tilviljun í afskekktum dal í miðju Kínaveldi árið 1941, að sögn Leifs Símonarsonar, [...]

Úr greininni Íslandsskógar. Lesbók Mbl. 11. desember 1999:
[...]
Íslandsskógar fyrir milljónum áraÁ seinni hluta tertíertímabilsins í jarðsögunni, fyrir 10-15 milljónum ára, ríkti heittemprað loftslag á þeim eyjum í Norður-Atlantshafi sem mynduðu landgrunn Íslands. Hér óx skógur í líkingu við þann sem nú er í suðausturhluta Bandaríkjanna. Fundist hafa steingervingar af um 50 ættkvíslum plantna frá þessum tíma, einkum trjáa. Af lauftrjám hafa hér verið magnolíutré, túlípantré, lárviður, valhnota, álmur, eik, hlynur, beyki, hesli, ölur og birki. Einnig hafa barrtré eins og stórviður, fenjatré, lerki, þinur, greni og fura vaxið hér á míósentímabilinu, sem lauk fyrir rúmum fimm milljónum ára. 
Síðari hluti tertíertímabilsins er nefndur plíósen og á því tímabili fór loftslag kólnandi. Veðurfar hér hefur á þeim tíma verið temprað og flóran lík því sem nú er um vestanverða Mið-Evrópu. Kaldasti mánuður ársins hefur haft meðalhita um eða yfir 0 C. Á því tímabili höfðu barrskógar yfirhöndina. 
Skógar á ísöldFyrir um þremur milljónum ára varð gagnger breyting á loftslagi og sjávarhita á norðurhveli jarðar. Ísöld tók við með sín jökulskeið og hlýskeið. Þá mynduðust í fyrsta sinn víðáttumiklir jöklar á Íslandi. Fæst tré þoldu loftslag jökulskeiðanna og skógarnir náðu ekki að rétta sig af á hlýskeiðum á einangraðri eyju eins og þeir gerðu á meginlöndunum. Steingervingar benda þó til þess að frá upphafi ísaldar og þar til fyrir rúmri einni milljón ára hafi fura, ölur, birki og víðir vaxið hér. En þá dó furan út og ölurinn fór sömu leið fyrir um 500.000 árum, á síðasta og kaldasta jökulskeiði ísaldarinnar.
Á síðustu tveimur hlýskeiðum ísaldar hefur gróður hér verið orðinn svipaður og nú er, með birki og víði sem eina trjágróðurinn. Þó er líklegt að bæði einir og reynir hafi lifað af ísöldina. 
[...] 

Jarðvegsskán

Úr BS verkefni Ágústu Helgadóttur, Krækilyng (Empetrum nigrum) í frumframvindu (2010):
Lífræn jarðvegsskán myndar örugg set fyrir margar tegundir plantna (t.d. Elmarsdóttir o.fl. 2003; Ása L. Aradóttir o.fl. 2006) en hún samanstendur af nánu sambýli jarðvegsagna, cyanobaktería, þörunga, fléttna, sveppa og mosa í yfirborði jarðvegs (Belnap o.fl. 2001). Lífræn jarðvegsskán gerir yfirborðið stöðugra, minnkar líkur á frostlyftingu og kemur í veg fyrir að yfirborðsagnir fari af stað með vindi eða vatnsrofi (Gold og Bliss 1995; Evans og Johansen 1999). 
Lífræn jarðvegsskán eykur frjósemi og skapar öruggara fræset (raka og skjól fyrir fræin).
Myndin er af sjálfsáðum stafafuruplöntum á útivistarsvði í Reykjavík.

Fyrirlestrar af fræðaþingi landbúnaðarins aðgengilegir - skógrækt á rofnu landi

Á vef SR má nálgast fyrirlestra sem fluttir voru á fræðaþingi landbúnaðarins 7. mars 2014, hljóð og glærur. Fyrirlestrar á málstofunni um skógrækt á rofnu landi eru margir fróðlegir, sumir örlítið langdregnir.

Hér að neðan eru tvær glærur af málstofunni, hún er aðgengileg í heild sinni (3 klst. og 46 mín.) í hátt í 700 MB skrá.
Fræðileg skógarmörk á Íslandi.
Úr fyrirlestri Björns Traustasonar, landfræðings hjá Rannsóknastöðinni á Mógilsá, um umfang lítt og hálfgróinna svæða neðan skógarmarka.
Samspil lúpínu við birki og víði á Hólasandi. Lúpínu var plantað á svipuðum tíma og birkinu og víðinum en hefur hopað (ein planta sést vinstra megin á myndinni).
Úr fyrirlestri Daða L. Friðrikssonar hjá héraðssetri Landgræðslunnar á Húsavík um landgræðsluskógrækt í Þingeyjarsýslum

þriðjudagur, 4. mars 2014

Þörf grein, af vef Landgræðslu ríkisins.


Ástand úthagavistkerfa og sumarbeit sauðfjár


Grein úr Bændablaðinu (20/02/14) eftir Þórunni Pétursdóttur Lr.

Sauðfjárbúskapur byggir afkomu sína að miklu leyti á sumarbeit. Mest allt sauðfé landsins gengur frjálst á afréttum og upprekstrarheimalöndum frá því síðla júní fram í september ár hvert. Það væri gott og blessað ef úthagavistkerfin væru allsstaðar heil og í fullri virkni. Því miður skortir sumsstaðar talsvert upp á að svo sé. Sauðfjárbeit úthagavistkerfa er dæmi um samsett kerfi manns og náttúru. Beitarnýting kerfanna þarf að vera markviss og rýra ekki náttúrugæði þeirra. Stýring á nýtingu auðlindarinnar þarf því að vera heildstæð; í ákvarðanatöku jafnt sem í framkvæmdum og mati á árangri.

Röskuð úthagavistkerfi

Talsverður hluti íslenskra úthagavistkerfa er raskaður og virkni þeirra því undir vistfræðilegri getu. Vistferlar raskaðra kerfa eru rofnir og þau gjarnan föst í ósjálfbæru ástandi. Landgræðsla sem miðar að vistheimt er því oft nauðsynleg til að auka vistfræðilega virkni og efla þanþol kerfanna gegn nýtingu og eða umhverfislegum áföllum. Landgræðsla er samheiti yfir aðgerðir sem fela í sér lágmarks inngrip til viðgerða á náttúrulegum ferla skaddaðra vistkerfa og stuðla helst að vistheimt þeirra. Ferlið miðar að því að ýta röskuðum kerfum yfir lífræna eða ólífræna þröskulda sem halda virkni þeirra niðri og örva framvindu staðargróðurs.

Landgræðsla sem miðar að vistheimt er ferli sem tekur jafnan marga áratugi. Gróður tekur oftast fljótt við sér þegar aðstæður batna, s.s. við áburðargjöf eða önnur inngrip. Það tekur engu að síður langan tíma að byggja upp jarðvegsgæðin sem þarf til að miðla næringarefnum og vatni til viðhalds á öflugri gróðurþekju.

Vistheimt og samfélag

Síðustu áratugina hefur aukin þekking á eðli rofferla og starfsemi vistkerfa haft mikil áhrif á landgræðsluaðferðir. Nú er lögð áhersla á að örva útbreiðslu staðargróðurs í stað áburðarfrekra grassáninga eins og tíðkuðust á árum áður. Landbúnaðartengdar aðferðir hafa því vikið fyrir vistfræðilegum nálgunum við uppgræðslu lands. Stjórnsýslulegar nálganir hafa sömuleiðis breyst umtalsvert á síðustu áratugum. Áður fyrr var lítil bein tenging við hagsmunaaðila og landgræðsluverkefnum sinnt nær eingöngu af stjórnvöldum. Í dag er lögð mikil áhersla á samstarf og sameiginlega ábyrgð ríkis og landnotenda á endurheimt vistkerfa og bættri landnýtingu.

Þessar áherslubreytingar má sjá í margvíslegum samstarfsverkefnum stjórnvalda og bænda. Þar má nefna samfélagsverkefni eins og Bændur Græða Landið (BGL), starf landgræðslufélaga og styrkveitingar Landbótasjóðs. Landnýtingarþáttur gæðastýringar í sauðfjárrækt, sem er hluti af samningi sauðfjárbænda og ríkisvaldsins, hefur einnig haft mikil áhrif. Eins má nefna verkefnið Betra Bú sem ætlað var að auka læsi landeigandans á auðlind sína – landið sjálft.

Sauðfjárbeit úthagavistkerfa

Líklega eru fáir eins meðvitaðir um gildi landgræðslu/vistheimtar eins og sauðfjárbændur og natni þeirra og elja við uppgræðslustörf einstök. Það er engu að síður umhugsunarvert að sú þekking virðist ekki hafa veigamikil áhrif hvernig þeir beita fé sínu að sumri. Þrátt fyrir góða viðleitni til markvissari beitarstýringar í gegnum landnýtingarþátt gæðastýringar í sauðfjárrækt þá hefur ekki tekist sem skyldi. Enn skortir heildstæða áætlun fyrir skipulag sauðfjárbeitar að sumarlagi. Flestir sauðfjárbændur beita enn afrétti og upprekstarheimalönd samkvæmt gömlum hefðum. Í einhverjum tilfellum er sauðfé eingöngu beitt á afgirt heimaland viðkomandi bújarðar, en þau dæmi eru fá.

Þó talsvert af sumarbeitilandi sauðfjár sé vistfræðilega í ágætu ásigkomulagi þá er í of mörgum tilfellum enn verið að beita fé á illa farið land og auðnir. Í öðrum tilfellum er beitarálag á afmörkuðum svæðum of mikið og hætta á landhnignun. Ágangur á eignarland annarra er þáttur sem þarf líka að taka á. Heildstætt beitarskipulag myndi gera okkur kleyft að vinna staðbundið að úrlausnum og aðlaga þær að hverju tilfelli fyrir sig.

Þörfin eftir heildstæðu nýtingarskipulagi úthagavistkerfa tengist ekki eingöngu beitarstýringu. Hún kemur líka til vegna búháttabreytinga til sveita sem og stóraukins fjölda ferðamanna. Það eru margir hagsmunahópar sem vilja nýta úthagavistkerfi í almannaeign til annars en sauðfjárbeitar og þeirra rétt þarf líka að virða.

Sauðfjárbændur og heildstætt beitarskipulag

Misgott ástand úthagavistkerfa er eitt af stærstu umhverfismálum Íslands – eitthvað sem við getum ekki látið reka á reiðanum lengur. Það er löngu tímabært að taka á nýtingu þeirra af mun meiri festu en hingað til hefur tíðkast. Endurheimt raskaðra vistkerfa, bætt beitarskipulag og markviss vöktun á vistfræðilegu ástandi úthagavistkerfa eru forgangsatriði til að efla og viðhalda þessari auðlind sem er undirstaða sauðfjárbúskapar eins og hann er stundaður í dag. Þar þarf þó að hafa í huga að mikill breytileiki er á ástandi og gerð lands eftir landssvæðum. Beitarskipulag þarf því að vinna svæðisbundið útfrá vistfræðilegum og landfræðilegum forsendum hverju sinni. Það þarf sömuleiðis að vinna í nánu samstarfi allra hlutaðeigandi aðila og í sem mestri sátt.

Þó vistfræðilegt ástand úthagavistkerfa sé sameiginlegt hagsmunamál þjóðarinnar eru fáir hagsmunahópar betur fallnir til að leiða gerð heildstæðs nýtingar- og beitarskipulags en sauðfjárbændur sjálfir. Ég hvet þá því til að taka þetta mál upp á sína arma hið fyrsta og kalla eftir aðstoð stjórnvalda til að koma á svæðisbundnum þverfaglegum vinnuhópum til að móta öflugt beitarstýringar- og vistfræðilegt vöktunarkerfi í hverjum landsfjórðungi fyrir sig. Það yrði okkar allra hagur.

---