föstudagur, 28. júní 2013

Ráð gegn lúpínu

Bestu aðgerðirnar gegn lúpínu eru þær sem lýst er annars vegar af Skógræktarfélagsi Íslands í júní 2010 og hins vegar af Gauki Hjartarsyni þremur árum síðar. Loks er það meinhollt, viðtalið við Helga Gíslason, framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur, sem fór í loftið sama dag og lýsing Gauks var sett á vefinn.

I) Gaukur

Smellið til að stækka.
II) Skógrækt ríkisins
Er nauðsynlegt að eiturúð‘ana – lúpínuna?Skógrækt ríkisins og Skógræktarfélag Íslands boða til kynningar [...] á umsögn um lúpínuskýrslu Náttúrufræðistofnunar Íslands og Landgræðslu ríkisins. Umsögnin, Athugasemdir til umhverfisráðherra um skýrsluna „Alaskalúpína og skógarkerfill á Íslandi: Útbreiðsla, varnir og nýting, verður formlega kynnt og fyrirspurnum fjölmiðlafólks svarað af fulltrúum Skógræktar ríkisins og Skógræktarfélags Íslands. Allir eru velkomnir.

Niðurstöður sérfræðinga Skógræktar ríkisins og Skógræktarfélags Íslands eru í stuttu máli:
Í skýrslu Náttúrufræðistofnunar Íslands og Landgræðslu ríkisins hefur ekki verið sýnt fram á né færð rök fyrir þvílíkri skaðsemi eða ógn af lúpínu eða skógarkerfli að það réttlæti kostnaðarsamar aðgerðir hins opinbera til útrýmingar þessara plöntutegunda. Hins vegar er fyllsta ástæða til að rannsaka vistfræðilega hegðun og útbreiðslu þeirra nánar til að hægt verði að komast að því hvort slík ógn sé fyrir hendi og þá hvar og í hversu miklum mæli. Einungis ber að skoða mögulega ógn út frá forsendum sem snúa að líffræðilegri fjölbreytni, en ekki t.d. hugmyndum um ásýnd lands (sem er háð smekk og ekki hægt að ræða á hlutbundinn hátt). Þar með falla niður rök fyrir því að eyða lúpínu á öllu hálendinu, í hraunum og öðrum gosminjum yfirleitt og á a.m.k. sumum friðlýstum svæðum. Skoða ber bæði jákvæð og neikvæð áhrif lúpínu og skógarkerfils á alla þá þætti líffræðilegrar fjölbreytni sem varpa má ljósi á með vönduðum rannsóknum áður en ákvarðanir eru teknar um upprætingu. Ekki er réttlætanlegt að loka landinu fyrir nýjum tegundum sem styrkt gætu íslensk gróðurlendi, gert landið byggilegra og betur í stakk búið að standast ytri áföll, og jafnframt gert landnýtingu hér á landi sjálfbærari.

Bæði umsögnin og skýrslan eru aðgengileg á vefnum:
Lúpína við Hvaleyrarvatn.

Í fréttum Stöðvar 2 var eftirfarandi haft eftir Jóni Loftssyni skógræktarstjóra um málið:
„Með því að banna lúpínu á hálendinu, þar sem hún nær ekki að þroska fræ, hvað þá annað, er verið að koma í veg fyrir að eyðimerkurlandið Ísland breytist í eitthvert frjósamara land. Sagt er að hún vaði yfir lyng. Það má vera. En lyngið, sem er útbreiddasta gróðurtegund í dag, er síðasta stig hnignunar gróðurfars. Þar eru oft komin rotsvæði, sem lúpínan gerir frjósamari en þau voru áður."
III) Skógræktarfélag reykjavíkur
„Ég mæli með hinni náttúrulegu aðferð. Grasafræðingar hafa bent á að hún virðist hörfa eftir þrjátíu til fimmtíu ár. Það er einfaldast að fólk sættist við þessa plöntu, að hún fái að skila sinni vinnu, hneigi sig síðan og fari," segir Helgi.

sunnudagur, 2. júní 2013

Bil á milli tómataplantna

Fyrirspyrjandi Hrafnhildur Þ., til svara var Hafsteinn H. (1. júní 2013)

Hrafnhildur Þ:
getur einhver sagt mér hversu langt bil þarf að vera á milli tómatplantna sem eru í fullum vexti? Ég er með frauðplastkassa 80 cm langa og 37 á breidd.

    Hafsteinn Hafliðason Ef ég fæ myndina rétt, þá ættu tvær plöntur að passa í hvern kassa. En heldur verður þröngt um þær. Venjulegt bil á milli plantna er haft 50-60cm á beði. Í raun eru þessir kassar þínir svipaðir þeim ílátum sem hafðir eru undit tómatræktun í gróðurhúsum. En þar fá plönturnar, tvær í kassa, stöðuga vökvun með áburðarvatni. ...