miðvikudagur, 22. maí 2013

Asparglytta - ráð gegn asparglyttu

Haldið til haga úr umræðum innan fb-hópsins ræktaðu garðinni þinn:

Asparglyttan heldur sig helst þar sem er skjól og leggst eingöngu á ösp og víði. Litlir og lágvaxnir aspargræðlingar geta farið illa út úr henni og sumar tegundir víðis láta mjög á sjá. Jafnvel getur verið ráð að losa sig við víðirunna sem eru í uppáhaldi hjá glytunni. Þess má geta að stundum stoppa asparglyttur mjög stutt við, skemma svolítið af laufi og láta sig svo hverfa úr viðkomandi garði.

Ráð Hafsteins Hafliðas. (maí 2013):
Hugsanlega má fylgjast með því þegar fyrstu bjöllurnar birtast og síðan lirfurnar sem verða til eftir tímgunarleiki þeirra. Þegar lirfurnar eru farnar að sjást gæti hrifið að úða á þær með einhverju banvænu fyrir þær. T.d. blöndu af matarolíu (repju- eða sólblóma-) og rauðspritti, einn desilítra af hvoru, saman við 10 lítra af volgu sápvatni. 
Ráð Jóhannesar B. Jónss. (júlí 2012):
Permasect virkar mjög vel á asparglyttu. Það hef ég reynt nokkrum sinnum í sumar. Mæli samt ekki með notkun þess nema að í óefni stefni.

laugardagur, 18. maí 2013

10 Things You Should Know About Containers (But Probably Don’t) from This Garden Is Illegal by Hanna

Source: http://www.thisgardenisillegal.com/2013/05/10-things-you-should-know-about-containers-but-probably-dont.html

[...]

1. They need water daily, or even twice daily [...]
2. You don’t use soil in containers [...]
3. If you let a container dry out, you need to soak it [...]
4. They need to be fertilized [...]

5. They need their soil replenished [...]


---

Útiker í Byko.

fimmtudagur, 2. maí 2013

Glærur af vorfundum með skógarbændum

Vorfundum með skógarbændum er nú lokið, en haldnir voru fimm fundir í hinum ýmsu sýslum á Norðurlandi. Þar var staða Norðurlandsskóga kynnt og hverjar framtíðarhorfur verkefnisins væru. Einnig var skerpt á atriðum sem hafa þarf í huga við meðhöndlun á skógarplöntum eftir að þær yfirgefa dreifingarstöðvarnar. Þar sem lerki er sú tegund sem mest er gróðursett í landshlutanum var sérstök kynning á henni. Farið var yfir uppruna þeirra kvæma sem eru í mestri notkun, framleiðslu á Hrym og svo eiginleikum viðarins. Hér meðfylgjandi eru glærur frá fyrirlestrunum fyrir þá sem ekki sáu sér fært að mæta.

Meðhondlun skogarplantna  Lerkividur Lerkitegundir[1][2][3]


References

  1. ^ Meðhondlun skogarplantna (www.skogarbondi.is) - glærur
  2. ^ Lerkividur (www.skogarbondi.is)
  3. ^ Lerkitegundir (www.skogarbondi.is)

Source:http://www.skogarbondi.is/glaerur-af-vorfundum-med-skogarbaendum/?utm_source=rss&utm_medium=rss&utm_campaign=glaerur-af-vorfundum-med-skogarbaendum
Powered by Reader2Blogger