mánudagur, 17. september 2012

Verkefnabanki Lesið í skóginn opnaður | Fréttir | Um SR

Áhugaverð verkefni t.d. um fræsöfnun og sáningu trjáfræs.

---

Í gær, á Degi íslenskrar náttúru, opnaði verkefna­banki Lesið í skóginn – sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi.

Í þróunarverkefninu Lesið í skóginn með skólum hafa safnast mörg verkefni á sviði útikennslu. Ása Erlingsdóttir, Margrét Lára Eðvarðsdóttir og Ólafur Oddsson hafa síðustu ár safnað verkefnunum frá þeim skólum sem tóku þátt í verk­efninu. Þörf kennara fyrir aðgang að rafrænum hugmynda­banka hefur ítrekað komið fram en verkefni  á sviði náttúrulæsis geta einnig nýst aðilum í ferðaþjónustu, landvörslu, skógrækt og landbúnaði.

Aðalnámsskrá grunnskóla gerir kröfur um kennslu námsgreina utandyra, menntun til sjálfbærni og aukið náttúru­læsi. Verkefnabankinn kemur til móts við þessar lögboðnu skyldur. Í  honum er að finna verkefni fyrir allar námsgreinar, alla aldurshópa á grunnskólastigi og allar árstíðirnar. Verkefnin bjóða upp á fjölbreytt námsefni og kennsluaðferðir.

Verkefnin hafa nú verið gerð aðgengileg á vef Skógræktar ríkisins og telur bankinn þegar 70 verkefni.  Er það von höfunda að notendur bankans muni senda inn ný verkefni svo bankinn verði lifandi, stækki með árunum og verði sívaxandi uppspretta hugmynda fyrir kennara og aðra áhugasama um ókomna framtíð.Source:http://www.skogur.is/um-skograekt-rikisins/frettir/nr/1824
Powered by Reader2Blogger

laugardagur, 15. september 2012

Skógarhögg í Klofningi

11. 09. 2012 kl. 13:07 - 60 ára gamall skógur grisjaður á KlofningiSkógurinn á Klofningi er víða mjög þéttur. Ljósm.: Kristján Torfi Einarsson.

Kræklóttar rætur benda til erfiðra upphafsára.

Í Klofningsskógi.
11. 09. 2012 kl. 13:07 - 60 ára gamall skógur grisjaður á Klofningi
Undanfarna daga hefur verið unnið að grisjun á greni í reit Skógræktarfélags Önundarfjarðar á Klofningi.
Fyrst var gróðursett á Klofningi á sjötta áratug síðustu aldar og eru trén því um sextíu ára gömul.
Gústaf Jarl Viðarsson, skógarhöggsmaður, sem er að grisja reitinn, telur að trén hafi átt erfitt uppdráttar fyrstu árin. Þetta megi sjá á margstofna og kræklóttum stofnum trjánna sem bendi til þess að fyrstu toppar trjánna hafi drepist. Fyrstu árin eða áratugina hafi líklega lítill árangur verið sjáanlegur af gróðursetningu. Trén hafi átt erfitt uppdráttar lengi vel sökum veðurfars en með tíð og tíma hafi vöxturinn færst í aukanna og nú í dag er lundurinn gróskumikill.   
Síðustu ár hefur vöxturinn verið hraður. Toppar grenitrjánna í Klofningsreit sýna að vöxturinn hefur verið allt að þrjátíu sentímetrar á ári. Þegar svona hratt vex, er mikilvægt að grisja til að þau tré sem eftir verða, hafi pláss til að vaxa og dafna. Skógræktarfélag Önundarfjarðar fékk styrk til grisjunar  frá Landgræðslusjóði. Mörg trén eru nú upp undir tíu metra há. Haldi trén áfram að vaxa jafn hratt og undanfarin ár, er þess ekki langt að bíða að tuttugu metra há grenitré verði á Klofningi.
Skógræktarfrélag Önundarfjarðar heldur aðalfund sinn á fimmtudaginn nk. og auðvita vonum við að sem flestir sjái sér fært að mæta.
Eins og sést á toppunum, hafa trén vaxið hratt síðustu ár.
Eins og sést á toppunum, hafa trén vaxið hratt síðustu ár.
Talsvert fellur til af timbri við grisjunina.
Ýmislegt er hægt að smíða úr timbrinu sem til fellur.
Skráð af: Kristján Torfi Einarsson.  - Björn Ingi Bjarnason

Original source: http://www.vestur.is/skoda/2737/