mánudagur, 17. ágúst 2015

Ágúst H. - Spírun fræs

Af vefnum ahb.is


Spírun fræs

Skrifað um May 20, 2015 · in Almennt
"Mikið vatn er runnið til sjávar síðan eg lærði grasafræði um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar í Uppsölum í Svíþjóð. Ýmislegt, sem þá var hulið, hefur verið uppgötvað hin síðari ár. Sérstaklega á það við um erfðafræði og lífeðlisfræði plantna. Margvísleg flókin efnaferli hafa verið rannsökuð í þaula og mörg ferli eru nú þekkt í smæstu atriðum. Engu að síður var mönnum nokkuð ljós heildarmyndin á þessum árum, þó að menn kynnu ekki að skýra hana til hlítar.
Eitt var það fyrirbrigði, sem mönnum var hugleikið á þessum árum, og það var hvað veldur því, að fræ (eða gró) tekur að spíra eða ála eins og það er á stundum nefnt. Snemma var mönnum ljóst, að þrennt þurfti til: vatn, súrefni og hæfilegur hiti.
Síðar kom á daginn, að ljós skiptir einnig miklu máli, þó einkum, ef fræið er lítið. Ekki er þó svo að skilja, að fræ þurfi að liggja ofan á jörðinni, því að nægilegt ljós nær 2-4 cm niður í jarðveginn og að auki er ljósþörfin mjög mismikil. Fræ einstakra tegunda þarf allt að hálfs mánaðar birtu en annarra kannski ekki nema hálfan sólarhring og þá nægir í sumum tilfellum skær birta af tungli. Meðal tegunda, sem örvast í lítilli birtu eru furur og birki. Þá er sumt fræ háð tímalengd ljóss, ljóslotubundið, eða öllu heldur tímalengd myrkurs. Einnig getur styrkur steinefna í jarðvegi ráðið miklu. Skortur á nitri (köfnunarefni) er algeng ástæða fyrir því að fræ nær ekki að spíra.
En það eru aðeins fáein fræ, sem spíra viðstöðulaust standi þeim þetta allt til boða. Það má nefna víðifræ og flestar ertur (baunir). Algengast er, að fræ þurfi að undirgangast tilskilinn hvíldartíma og álar ekki nema við sérstakar aðstæður.
Flestir hafa heyrt um fræ með svo þéttan hjúp, að hvorki vatn né súrefni komast inn nema rispur eða sprungur myndist í skelina. Gamalt ráð er að núa slíku fræi á milli blaða af sandpappír. Margar eyðimerkurtegundir þroska slíkt fræ og hefur verið talið, að það þurfi að hrekjast í sandi til að spíra. En meðal tegunda, sem vaxa ekki í eyðimerkum, eru ýmsar örverur, sem vinna þá á fræskelinni og flýta þannig fyrir spírun. [...]"
Greinin í heild er aðgengileg hér.Ein aðferð við beina sáningu stafafuru er að henda könglum á sáningarstað.
Myndin er ekki úr færslu ÁHB.
mánudagur, 10. ágúst 2015

Sauðkind og viðja


Myndbandið er frá 2009, rétthafi líklega Höskuldur Þórhallsson. Sótt héðan.