miðvikudagur, 11. apríl 2012

Ársrit Skógræktar ríkisins 2011 er komið út

11.04.2012

Út er komið Ársrit Skógræktar ríkisins. Meðal efnis í Ársritinu að þessu sinni er umfjöllun um jarðhitaskóginn á Suðurlandi, bætta aðstöðu fyrir ferðamenn í Haukadalsskógi, áhrif áburðargjafar á nýgróðursetningar, Alþjóðlegt ár skóga á Íslandi, þróunarsamstarf við Þjórsárskóla, flatarmál skógræktar á Íslandi og varnir gegn ertuyglu. Ritið er veglegt, eða tæplega 90 blaðsíður að þessu sinni.

Ársritið í áskrift

Ársritið er selt í áskrift og kostar ársáskrift 2.000 kr. Hringdu í síma 470-2000 eða sendu tölvupóst á netfangið skogur[hjá]skogur.is, gefðu upp nafn, heimilisfang og kennitölu.


 Arsrit_SR_2011_forsida

Mynd:

Forsíða Ársrits Skógræktar ríkisins 2011


[Beinn tengill á ritið: http://www.skogur.is/media/utgafa/Arsrit_SR_2011_lores.pdf]


Source:http://www.skogur.is/um-skograekt-rikisins/frettir/nr/1710
Powered by Reader2Blogger

þriðjudagur, 10. apríl 2012

Meira af elri

Laufblaðið, 2. tbl. 1. árgangs Laufblaðsins, nóvember 1992:

Öflugar trjátegundir sem vekja vonir 
    Þegar starf að verkefni um Landgræðsluskóga hófst 1990, var ákveðið að gera tilraunir með tegundir, sem ekki höfðu verið reyndar áður við erfið jarðvegsskilyrði. Meðal annars var ákveðið að reyna öl (elri), en nokkrar vísbendingar benda til þess að hann geti verið öflug uppgræðsluplanta. 
    Mjög lítið reyndist vera til af honum, en fyrir velvilja fengust í gróðrarstöð Skógræktar ríkisins á Tumastöðum um 5000 plöntur af sitkaöl, Alnus viridis, ssp. sinuata (frá Alaska) og evrópugrænöl, A. viridis, ssp. viridis (frá Davos í Sviss, 1500 m y.s.). 
    Á landgræðsluskógarsvæðinu í Breiðdal var elrið áberandi öflugasta plantan þegar svæðið var skoðað í sumar. 
    Sömu sögu er að segja af svæði við Vík í Mýrdal sem kannað var nýlega. Þar höfðu verið gróðursettar um 40 plöntur og voru þær allar lifandi og þær fallegustu um 30 cm.  
    Á söndunum og hrauninu fyrir ofan Þorlákshöfn er landgræðsluskógarsvæði, þar sem lögð var út tilraun Skógræktar ríkisins og Rannsóknastofnunar landbúnaðarins 1989 (með efnivið frá Alaska úr ferð Óla Vals og félaga frá 1985) en þar er vöxtur á einstaka elrisklónum mjög góður. Af víðitegundunum, sem reyndar hafa verið við Þorlákshöfn, virðist jörfavíðir S-4 gefa besta raun. 
    Ofangreindur árangur gefur vissulega vísbendingu um að ölur henti vel til uppgræðslu á mörgum svæðum við suðurströndina, en þar hefur trjárækt eða skógrækt víða átt erfitt uppdráttar. Árangurinn ætti að vera hvatning til frekari dáða og jafnframt leiðarvísir um áherslur í tegundavali á næstu árum.

-----

Skogur.is, 28. júlí 2009:

Gráelri nær nýjum hæðum

Í Haukadalsskógi var gróðursett gráelri sem ættað er frá Noregi árið 1961 við læki í Austmannabrekku. Hafa þessi tré sáð sér niður með lækjum og sprottið upp í háum greniskógum. Skógræktarmenn voru á ferð í Haukadalsskógi og mældu nokkur af þessum trjám og eru þau hæstu þeirra um 15 m há og setja þau afar skemmtilegan svip á greniskóginn þar sem þau teygja sig upp í ljósið milli grenitrjánna.

Mynd: Hreinn Óskarsson

Kjarnaskógur 60 ára

Í 2. tbl. 1. árgangs Laufblaðsins, árið 1992, segir frá því að 40 ár séu liðin síðan hafist var handa við friðun Kjarna í landi Akureyrarbæjar. Skógræktarfélag Akureyrar, sem þá var deild í Skógræktarfélagi Eyfirðinga, fékk landið á leigu.

Það þýðir að Kjarnaskógur er 60 ára í ár.
Áfram segir í umfjöllun Laufblaðsins:
Fyrst var hafist handa við útplöntun í maí 1952, en þá var gróðursett birki neðst og austast á athafnasvæðinu. Þær plöntur eru nú beinvaxinn birkiskógur að meðalhæð um 6 metrar. Flatarmál hins friðaða lands var um 100 hektarar. Fyrstu árin var gróðursetningarstarfið aðallega í höndum sjálfboðaliða. Áhugafólkið mætti eftir vinnu á kvöldin og um helgar, skátar, starfsmannafélög, karlakórar og ýmsir klúbbar lögðu hönd á plóginn. Árangurinn af skógræktarstarfinu er nú löngu kominn í ljós. Kjarnaland sem var, heitir nú Kjarnaskógur og er fjölsótt útivistarsvæði. Árið 1972 gerðu Akureyrarbær og Skógræktarfélag Akureyrar með sér samning um rekstur útivistarsvæðis í Kjarnalandi. Skógræktarfélagið afhenti bænum svæðið nær fullplantað en tók að sér að sjá um skipulagningu og framkvæmdir við að gera Kjarnaland að útivistarsvæði fyrir bæjarbúa.
Fjöldi gesta virðist haldast sá sami milli 1992 og 2001, sbr. eftirfarandi mynd af kjarnaskogur.is:

mánudagur, 9. apríl 2012

Auðnutittlingar og grenilýs

(Laufblaðið 2003/2, bls. 3).

    Auðnutittlingar eru smáfuglar, að mestu ljósgráir og yrjóttir með rautt enni. Þeir eru af finkuætt og hafa dæmigerðan gogg sérhæfðan að fræáti. Auðnutittlingar halda sig mest í trjám og tíðast í birki og eru afar fimir en setjast einnig á jörðina, sérstaklega í moldarflög og arfastóð til að tína fræ. Á sumrin éta þeir töluvert af skordýrum og lirfum þeirra. 
    Aðalvetrarfæða auðnutittlinga eru birkifræ en einnig fræ annarra plantna, t.d. fjalldrapa, reynis og ýmissa blóma og grasa. Brum sumra runna eru einnig á matseðlinum á vorin. Í seinni tíð hefur einnig mátt sjá þá hangandi á grenikönglum að tína úr þeim fræið. Auðnutittlinga er hægt að venja á fuglafóður ef þeim er gefið smágert finku- eða páfagaukafræ og verða þessir spöku fuglar þá daglegir gestir yfir köldustu mánuðina. 
    Sá grunur læddist að mér að auðnutittlingar væru að éta grenilýs þegar ég var staddur í Vífilsstaðahlíð að vorlagi fyrir tveimur árum og fylgdist með auðnutittlingum sem flögruðu um í grenitrjám en það getur verið erfitt að staðfesta slíkt. Þetta atferli hef ég svo séð nokkrum sinnum síðan. Það var svo nú á vormánuðum, í byrjun mars að ég fylgdist með 35 fugla hópi á stuttu færi í lágvöxnum (3-5 m) sitkagrenitrjám í Laugardalsgarðinum að ég gat staðfest hvað var hér að gerast. Fuglarnir flögruðu um og voru mest á innanverðum sprotunum (2-3 ára) og voru greinilega af tína af barrnálunum. Þegar ég skoðaði sprotana þar sem fuglarnir voru mest á ferðinni mátti sjá töluvert af grenilúsum. Síðan hef ég séð þetta lúsaát auðnutittlinganna oft. 
    Aðrir fuglar sem éta mikið af grenilúsum eru hinir nýju íbúar landsins, glókollarnir ásamt þeim gamalkunna birkiskógafugli, músarrindlinum. Ljóst er að allar þessar tegundir fugla njóta góðs af lúsunum. Þeim fer fjölgandi hér á landi og setjast þeir fljótlega að í ræktuðum nýskógum eða trjálundum. Þessar fuglategundir éta líka fleiri skaðleg skordýr, eins og t.d. blaðlýs og fiðrildalirfur, og eru þar með mikilvægur þáttur í vistkerfi skóganna. 

Viðauki 
Síðan þessi grein var skrifuð hefur bæst á listann yfir þá fugla sem tína grenilýs en bæði stari og þúfutittlingur hafa sést stunda þá iðju. En enn vantar þó maríuerlu í hópinn og jafnvel skógarþröst.

Einar Þorleifsson, Fuglaverndarfélaginu


Stýfa aspir, ekki kolla þær


(Laufblaðið 2002/2, bls. 4).
EYÐILEGGIÐ EKKI ALASKAASPIRNAR MEÐ STÝFINGU 
Töluvert hefur borið á því að undanförnu að garðeigendur og garðyrkjumenn toppstýfi stórar alaskaaspir í görðum. Afar mikilvægt er að fólk geri sér grein fyrir því hvaða afleiðingar þetta hefur í för með sér. Þetta getur auðveldlega valdið varanlegum skemmdum á gömlum trjám. Á meginlandi Evrópu er gömul hefð fyrir því klippa ofan af trjám og halda þeim þannig í ákveðinni hæð. Kallast aðferðin á ensku „pollarding“ sem hefur verið kölluð stýfing eða kollun hér á landi. 
Til þess að fá þetta form á trén þarf hins vegar að klippa þau reglulega. Einnig er yfirleitt mælt með því að byrja klippingarnar á trjánum ungum. Ekki er nóg að höggva bara ofan af trjánum, ekki síst ef um er að ræða gömul tré. Laufblaðið vill vekja athygli lesenda á að fara varlega í þessum efnum.
Fallega klipptar alaskaaspir (eða balsamaspir) í miðborg Viborg í Rússlandi. Þessi klipping kallast „pollarding“ og er algeng í garðrækt í Evrópu. Þetta form fæst ekki nema með reglulegri klippingu trjánna. Vanhugsaðar toppstýfingar geta hins vegar eyðilagt trén. Mynd: JGP.

Aspirnar fyrir framan Tæknigarð eru annað gott dæmi um stýfðar aspir.
Myndin birtist ekki með greininni í Laufblaðinu. Fleiri myndir af
snyrtingu aspanna við Tæknigarð hér.
Aspir í Kópavogi sem búið er að afskræma með kollun. Myndin birtist ekki með greininni í Laufblaðinu. 

Lindifura - Höfum við veitt henni næga athygli?

(Laufblaðið 2005/2, bls. 4)

Haustið 1986 var ég staddur á Hallormsstað og greip þá með mér nokkra köngla sem höfðu fallið af lindifurunum sem þar standa. Úr þessum könglum fékk ég tæpan hálfan bolla af fræi, en lindifurufræ eru stórar hnetur sem um þessar mundir eru tískuvara í matargerð. Þessu fræi sáði ég þá um haustið í hálfgróinn lyngmóa. Sáningin virtist ekki ætla að bera neinn árangur enda eru furuhnetur ekki síður vinsælar hjá hagamúsum en stjörnukokkum.
    Svo var það vorið 1994 að mér varð gengið þarna um móann og þegar ég var að virða fyrir mér snotra sjálfsáða birkiplöntu rak ég augun í litla furuplöntu sem var að gægjast upp úr mosanum rétt hjá birkinu. Þessi planta, sem hér fylgir mynd af, er nú orðin mannhæðar há, þ.e. 170 sm og hefur aldrei séð á henni þó að hún standi á berangri. Seinustu árin hefur meðal ársvöxturinn verið 23 sm. 
    Lindifurur eru með allra harðgerðustu trjám. Í Alpafjöllunum taka þær við þar sem rauðgreni og skógarfura hætta, í u.þ.b. 1700 metra hæð og vaxa í bland við lerkiskógana upp að skógarmörkum. Lindifururnar á Hallormsstað, sem fræið var af, munu vera ættaðar austan úr Síberíu. Sáð var til þeirra í byrjun 20. aldar og fóru þær að bera köngla og sá sér á 6. áratugnum. Það er mikils um vert að hafa sem fjölbreyttastan gróður í skógum og útivistarsvæðum framtíðarinnar og þá er um að gera að sniðganga ekki lindifuruna. Enda þótt hún sé kannski ekki með hraðvöxnustu trjátegundum er hún einstaklega falleg og hefur þegar sýnt að hún kann vel við sig hér á landi.

Reykjavík, 10. apríl 2005
Jóhann Pálsson


-----

Um tilurð lindifurutrjánna í Hallormsstað skrifar Sigurður Blöndal í Skógræktarritið 1988 í greininni Fyrr og nú (bls. 100): 

miðvikudagur, 4. apríl 2012

Sub-irrigation and self-watering systems

Borrowed pictures, click to enlarge.mánudagur, 2. apríl 2012

Sumardagskrá skógræktarfélaga á höfuðborgarsvæðinu


Sumardagskrá skógræktarfélaga á höfuðborgarsvæðinu

Dags.      Viðburður
17.04        Fræðslufundur. Ræktun í kerjum og pottum – Skógur á svölunum. Menntaskólinn í Kópavogi, kl. 19:30. Sk.Kópavogs.

07.05.        Fræðslufundur. Erindi um umhverfismál á vegum umhverfisstjóra Mosfellsbæjar og um berjarunna. Listasalur Kjarna, Þverholti 2, kl. 17:30. Sk. Mosfellsbæjar.

08.05.        Fræðslufundur. Lýðheilsa í náttúrunni. Menntaskólinn í Kópavogi, kl. 19:30. Sk. Kópavogs.

15.05.       Fræðsluganga. Vífilsstaðavatn – gróður og fuglalíf. Kl. 20:00. Sk. Garðabæjar.

19.05.        Handverkssýning eldri borgara á tálguðum og útskornum munum. Selið, Kaldárselsveg,

17.04        Fræðslufundur. Ræktun í kerjum og pottum – Skógur á svölunum. Menntaskólinn í Kópavogi, kl. 19:30. Sk.Kópavogs.

07.05.        Fræðslufundur. Erindi um umhverfismál á vegum umhverfisstjóra Mosfellsbæjar og um berjarunna. Listasalur Kjarna, Þverholti 2, kl. 17:30. Sk. Mosfellsbæjar.

08.05.        Fræðslufundur. Lýðheilsa í náttúrunni. Menntaskólinn í Kópavogi, kl. 19:30. Sk. Kópavogs.

15.05.        Fræðsluganga. Vífilsstaðavatn – gróður og fuglalíf. Kl. 20:00. Sk. Garðabæjar.

19.05.        Handverkssýning eldri borgara á tálguðum og útskornum munum. Selið, Kaldárselsveg, kl. 10:00-18:00. Sk. Hafnarfjarðar.

02.06        Fuglaskoðun í Höfðaskógi í tengslum við bæjarhátíðina „Bjarta daga“. Selið, Kaldárselsveg, kl.

10:00.       Sk. Hafnarfjarðar.

05.06.       Ferð í Brynjudal – gróðursetning og umhirða. Kl. 18:00. Sk. Garðabæjar.

12.06.       Fræðsluganga. Selhólar í Lækjarbotnum – Gróður, jarðfræði og saga. Kl. 19:30. Sk. Kópavogs.

19.06.       Fræðsluganga. Æsustaðahlíð, kl. 20:00. Sk. Mosfellsbæjar.

19.06.       Fræðsluganga. Smalaholt. kl. 20:00. Sk. Garðabæjar.

21.06.        Fræðsluganga. Landgræðsluskógurinn í Seldal. Kl. 20:00. Sk. Hafnarfjarðar..

26.06.        Fræðsluganga. Guðmundarlundur - Náttúruupplifun, útivist og gróður. Kl. 19:30. Sk.Kópavogs.

10.07.        Fræðsluganga. Kópavogsdalur - Vin í alfaraleið, gróður og saga. Kl. 19:30. Sk. Kópavogs.

14. 07.       Fræðsluganga. Trjásafnið og Rósagarðurinn í Höfðaskógi. Selið, Kaldárselsveg, kl. 10:00. Sk. Hafnarfjarðar.

24.07.        Fræðsluganga. Vatnsendahlíð – Rétt við bæjardyrnar, gróður og jarðfræði. Kl. 19:30. Sk. Kópavogs.

18.08.        Ferðalag á Úlfljótsvatn. Ber og sveppir. Skoðað nýtt svæði Skógræktarfélags Íslands. Sk. Mosfellsbæjar.

18.08.        Skógar- og útivistardagur fjölskyldunnar. Árleg hátíð í Höfðaskógi og við Hvaleyrarvatn sem haldin er í samstarfi við ýmsa aðila í Hafnarfirði. Kl. 14:00-17:00. Sk. Hafnarfjarðar.

20.08.        Fræðsluganga. Sveppir. Heiðmörk. Sk. Reykjavíkur.

01.09.        Fjölskyldudagur á Fossá í Hvalfirði. Fræðsluganga. Kl. 11:00. Fossárfélagið - Sk. Kópavogs, Kjalarness, Kjósarhrepps og Mosfellsbæjar.

08.09.        Haustferð. Kl. 9:00-19:00. Sk.Garðabæjar.

15.09.        Fræðsluganga. Guðmundarlundur - Tré, runnar, fræsöfnun og sáning. Kl. 11:00. Sk. Kópavogs.

15.09.        Gróðursetning sjálfboðaliða í Vatnshlíð í minningarreit um hjónin Hjálmar R. Bárðarson og Else S. Bárðarson. Kl. 10:00. Sk. Hafnarfjarðar

27.09.        Fræðsluganga. Haustið í skóginum. Heiðmörk. Sk. Reykjavíkur.

06.10.        Fræðsluganga. Hellisgerði og nágrenni – merk tré í bænum. Kl. 10:00. Sk. Hafnarfjarðar.

Nánari dagskrá hvers viðburðar verður auglýst síðar.

Fleiri viðburðir geta bæst við.
Mynd úr blaðinu.
Ræktun Skógræktarfélags Breiðdæla.
Laufblaðið á skog.is