miðvikudagur, 22. maí 2013

Asparglytta - ráð gegn asparglyttu

Haldið til haga úr umræðum innan fb-hópsins ræktaðu garðinni þinn:

Asparglyttan heldur sig helst þar sem er skjól og leggst eingöngu á ösp og víði. Litlir og lágvaxnir aspargræðlingar geta farið illa út úr henni og sumar tegundir víðis láta mjög á sjá. Jafnvel getur verið ráð að losa sig við víðirunna sem eru í uppáhaldi hjá glytunni. Þess má geta að stundum stoppa asparglyttur mjög stutt við, skemma svolítið af laufi og láta sig svo hverfa úr viðkomandi garði.

Ráð Hafsteins Hafliðas. (maí 2013):
Hugsanlega má fylgjast með því þegar fyrstu bjöllurnar birtast og síðan lirfurnar sem verða til eftir tímgunarleiki þeirra. Þegar lirfurnar eru farnar að sjást gæti hrifið að úða á þær með einhverju banvænu fyrir þær. T.d. blöndu af matarolíu (repju- eða sólblóma-) og rauðspritti, einn desilítra af hvoru, saman við 10 lítra af volgu sápvatni. 
Ráð Jóhannesar B. Jónss. (júlí 2012):
Permasect virkar mjög vel á asparglyttu. Það hef ég reynt nokkrum sinnum í sumar. Mæli samt ekki með notkun þess nema að í óefni stefni.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli