sunnudagur, 26. ágúst 2012

Pestiticides

Af vefnum www.dgsgardening.btinternet.co.uk/recipes.htm (sem liggur niðri þegar þetta er skrifað):


Pestiticides

Many plants produce their own defensive compounds to deter or kill anything which tries to rob them of food or water. These can be extracted and used in the garden to our advantage. There are already commercial products available which are based on plant extracts, eg. Derris from brassicas.
Pyrethrin is prepared from the dried flowerheads of Pyrethrum cinerariifolium. The active ingredients are pyrethrins and cinerins which kill on contact by paralysing the nervous system. The insects do not appear to become resistant to Pyrethrin.
Over the years gardeners have used a number of concoctions to fight off pests and diseases some of which are included here for interest only as it is illegal in the UK to use anything which is not licensed for specific uses by 'Big Brother' in his ivory tower, or riding on the gravy train, in Brussels.

Insecticide

  • Soap Spray
    Use liquid soap available from health shops, not detergent as it may damage plants.
    30ml liquid soap in 1 litre of water.
    It disrupts the cells of insects causing dehydration and death. Do not use in bright sunshine to avoid scorching foliage.
  • Rhubarb Leaves - contain oxalic acid
    1.1kg Rhubarb leaves to 1 litre water
    leave for one week,
    use liquid as a spray
    (Use Tomato, Elder or Nettle leaves instead)
    2.450g Rhubarb leaves in 1.1 litres of water
    Boil for 30 minutes, topping up to allow for evaporation.
    Allow to cool and add a dessertsoppnful of soap flakes as a wetting agent.
    Strain and use as a spray, undiluted.
  • Elder shoots - contain hydrocyanic acid - effective against aphids and caterpillars. Laurel leaves also contain this acid.450g young Elder shoots in 3 litres of water
    Boil for 30 minutes, strain and cool.
    Can be bottled while hot and will keep for 3 months.
    Use as a drench or spray.
  • Boric Acid (Borax) - a mild acidic powder which is the main ingredient in many proprietary products. Kills crawling insects by attacking their nervous system and causes dehydration - it can be mixed with an equal amount of icing sugar and sprinkled around as an ant bait. Also it can be dissolved in diluted hydrogen peroxide for use as a fungicidal disinfectant for hard surfaces or soil (not on plants).
  • 2 to 3 drops washing-up liquid in 1 gallon or 4.5 litres water,
    use as a spray
  • Cinamon powder will deter ants, so if it is sprinkled at the entrance to their nest, they will move away.
  • Garlic Spray - kills many insect pests and friends so use carefully
    1.Non-oily - Chop one or two complete garlic bulbs (heads) and cover with boiling water in a lidded jar. Leave to soak overnight.
    Strain and add to one litre of Soap Spray. Unused spray will decay but can be frozen to preserve.
    2.Oily - 100g chopped garlic soaked for at least 24 hours in 30ml Liquid Paraffin or Baby Oil.
    Add 500ml water with 5ml liquid soap and stir well to emulsify the oil.
    This should keep for a few months in a sealed jar.
    Use 30ml of preparation in 500ml water to spray plants.
    3.Powdered dry garlic bulbs
    Sprinkle the powder over affected plants or mix with water to make a spray.
    Do not use metallic containers as they may react with the mixture.
  • Wormwood Tea:
    8 ounces wormwood (Artemisia absinthium) leaves
    Simmer in 4 pints of water for 30 minutes.
    Strain, leave to cool and add 1 teaspoon of soft soap.
    Use as a spray for Aphids, Caterpillars, Flea Beetles and Moths.

    Place dried sprigs of Wormwood in the garden beside carrots and onions to mask their scent, thus distracting insects such as the carrot root fly. Water run-off into the soil from the living plant has a growth inhibiting effect on plants, but this does not occur with the dried herb.

föstudagur, 24. ágúst 2012

Eldri rit Skógræktarritsins á rafrænu formi

Eldri árgangar Skógræktarritsins voru  skannaðir inn og gefnir út í nokkrum skrefum frá 2012-17:

Fésbókarsíða Skógræktarritsins 21. febrúar 2017: Nú eru árin 2005 til 2010 komin inn.

Fésbókarsíða Skógræktarritsins 13. júlí 2015: Nú eru árin 2001 til 2004 komin á vefinn, auk fyrsta tölublaðs 2005. Þeim sem eru forvitnir um nýrri tölublöð má benda á sérstakt áskriftartilboð.

Skógræktarfélagið 27. júní 2013: Fyrstu tveir árgangar Skógræktarritsins eru nú komnir á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands. Þar með eru öll Skógræktarrit útgefin á 20. öldinni komin á vefinn!

Skógræktarfélagið 17. maí 2013: Árgangar 1950-1959 af Skógræktarritinu eru nú komnir inn á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands. Alltaf gaman að rifja upp eða fræðast um gamla tíma i skógræktinni!

Fésbókarsíða Skógræktarfélags Íslands 30. apríl 2013: Nú er hægt að fletta í árgöngum 1960-1969 af ritinu á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands. Eldri árgangar væntanlegir fljótlega!

Fésbókarsíða Skógræktarfélags Íslands 25. feb. 2013: Nú hafa árgangar 1970-1979 af Skógræktarritinu bæst í hóp þeirra sem fletta má á heimasíðunni okkar.

Skógræktarfélagið 19. nóv. 2012: Árgangur 1980-1989 af Skógræktarritinu er nú kominn á vefinn. Ritið kom fyrst út um 1930 og hefur verið gefið út árlega síðan, með örfáum undartekningum. Það gekk undir nafninu Ársrit Skógræktarfélags Íslands fram til 1990.

Rúv.is 5. sept. 2012: "Við byrjuðum á áratugnum frá 1990 til dagsins í dag en elstu ritin frá 1932 verða orðin aðgengileg fyrir áramót." - haft eftir Ragnhildi Freysteinsdóttur, starfsmanni Skógræktarfélags Íslands, í þættinum samfélagið í nærmynd. 

Fésbókarsíða Skógræktarfélags Íslands 24. ágúst 2012: Jón Geir Pétursson, fulltrúi umhverfisráðuneytisins, opnaði nýja vefgátt á vefsvæði Skógræktarfélags Íslands. Þar er hægt að nálgast eldri rit Skógræktarritsins á rafrænu formi og leita í þeim eftir efnisorðum. Þessi nýjung mun án efa verða kærkomin skógræktarfólki sem og öðru áhugafólki um garð- og trjárækt. Jón Geir naut aðstoðar Ragnhildar Freysteinsdóttur, starfsmanns Skógræktarfélags Íslands, við opnun vefgáttarinnar en Ragnhildur hefur haft þetta verkefni með höndum undanfarin misseri.

miðvikudagur, 22. ágúst 2012

Uppétnir stikilsberja- og rifsberjarunnar

Síðsumars hafa borist fregnir af stikilsberjarunnum og rifsberjarunnum sem étnir hafa verið upp til agna, öll lauf horfin og berin standa (allsber) eftir á greinunum. Skaðinn hefur verið slíkur að yglur hvers konar blikna í samanburðinum.
Þessa mynd setti Kristín Gísladóttir á
fb-vefinn Ræktaðu garðinn þinn 16. ágúst 2012.
Sökin hefur verið rakin til rifsþélu (d. Stor stikkelsbærbladhveps, e. Gooseberry sawfly), þ.e. lirfur hennar, sem leggst aðallega á stikilsberjarunna en einnig á annað rifs, þ.á m. rauðrifs (rifsberjarunna). Myndir af lirfunum má skoða með því að leita að Nematus ribesii.

Eftirfarandi stendur skrifað um kvikindið á vef Náttúrufræðistofunar Íslands (Erling Ólafsson):


Rifsþéla - Nematus ribesii (Scopoli, 1763)

Fylking: Arthropoda  Flokkur: Insecta  Ættbálkur: Hymenoptera  Ætt: Tenthredinidae


Rifsþéla, kvendýr. 7 mm. ©EÓ


[Smellið á myndir til að stækka]
Útbreiðsla
Gjörvöll Evrópa, N-Ameríka. Upplýsingar liggja ekki fyrir um nákvæmari útbreiðslu.

Ísland
Reykjavík, Mosfellsbær; e.t.v. Hveragerði en óstaðfest (eintök liggja ekki fyrir).
Lífshættir
Rifsþéla er blaðvespa sem sérhæfir sig á rifstegundir (Ribes). Stikilsber (R. uva-crispa) er fyrsti valkostur en rauðberjarifs (R. rubrum) er einnig á matseðlinum og e.t.v. fleiri tegundir ættkvíslarinnar. Í ljós hefur komið að fullorðin dýr skríða úr púpum á haustin, frá september og fram í nóvember, svo gera má ráð fyrir að tegundin liggi vetrardvalann á fullorðinsstigi. Síðan fara þélurnar á kreik á vorin til að makast og verpa. Annars hefur rifsþélu enn ekki orðið vart snemma sumars enda skammt síðan hún kom til sögu. Vitneskja um lífshættina er því enn afar takmörkuð.
Almennt
Rifsþéla er mjög nýlegur landnemi hér á landi. Það hefur ekki verið skráð hvenær hennar varð fyrst vart, en fyrstu fullorðnu eintökin í safni Náttúrufræðistofnunar eru frá sumrinu 2010. Tveim til þrem árum áður fór að berast til eyrna hvittur um afkastamikla meinsemd á rauðberjarifsi og ennfrekar á stikilsberjum. Runnar nær aflaufguðust síðsumars og voru þar að verki ókunnuglegar lirfur. Náttúrufræðistofnun bárust slíkar lirfur til athugunar í ágúst 2010. Þær náðu að púpa sig og klekjast tiltölulega skömmu síðar. Allt benti þá til að um N. ribesii væri að ræða, en því miður eru vandfundnar ritaðar heimildir til að fara eftir við greiningu. Þessi niðurstaða er þó kynnt hér en kann að verða endurskoðuð síðar.
Rifsþélu virðist fara fjölgandi í görðum, skv. lýsingum sem heyrast. Hverju fram vindur er þó erfitt að segja til um. Það fer eftir því hversu vel aðrar rifstegundir en stikilsber duga rifsþélunni til framdráttar, en stikilsber er mun fágætari tegund í ræktun í görðum okkar en t.d. rauðberjarifs og sólberjarifs (R. nigrum). Ekki fer á milli mála að lirfur rifsþélu eru mikil átvögl sem geta gengið afar hart að runnunum. Nýbúa þessum verður því seint fagnað.
Rifsþéla er áþekk öðrum blaðvespum hvað stærð og heildarútlit varðar en hún er verulega frábrugðin þeim hinum á lit, einkum kvendýrin. Bæði kyn eru með dökkan haus að undanskilinni gulri vör (ofan við kjálkana) og gulum baug yfir augum (meira áberandi á kerlum). Á karlinum er frambolur dökkur nema framhornin gul, afturbolur dökkur að ofan og ljós að neðan, en breytilegt er hve hátt upp með hliðunum guli liturinn teygir sig. Á kerlunni er frambolur gulur nema bakplötur og kviðplötur dökkar, afturbolur hins vegar algulur. Fætur gulir á báðum kynjum. Lirfan er ljósgulgræn, alsett dökkum dílum hver með einum dökkum, sterkum bursta. Haus svartur, einnig fætur, gangvörtur greinilegar á afturbol.
Heimildir
Encyclopedia of Live. Acantholyda erythrocephalahttp://www.eol.org/pages/604185 [skoðað 6.7.2011]
Fauna Europaea. Acantholyda erythrocephala.  http://www.faunaeur.org/full_results.php?id=355136[skoðað 6.7.2011]
©Erling Ólafsson, 6. júlí 2011

þriðjudagur, 14. ágúst 2012

Skógar- og útivistardagur fjölskyldunnar laugardaginn 18. ágúst 2012

 
Hjálmarslundur í Vatnshlíð (í hlíðinni norður af Hvaleyrarvatni) – kl. 14.00
1.  Ávarp: Jónatan Garðarsson formaður Skógræktarfélags Hafnarfjarðar.
2.  Ávarp: Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar
3.  Helgistund í umsjón séra Gunnþórs Ingasonar.
4.  Ávarp: Guðbrandur Brynjúlfsson formaður Landgræðslusjóðs.
5.  Afjúpun minnisvarða um Hjálmar R. Bárðarson og Else S. Bárðarson.
6.  Ganga með Jónatani Garðarssyni um Höfðaskóg að bækistöðvum Skógræktarfélags Hafnarfjarðar og Þallar.

Bækistöðvar Skógræktarfélags Hafnarfjarðar og Þallar við Kaldárselsveg – kl. 15.00
1.  Veitingar að göngu lokinni.
2.  Þórður Marteinsson leikur ljúf lög á harmonikku.
3.  Skógargetraun fyrir yngstu kynslóðina. Dregið úr réttum svörum og verðlaun veitt kl. 16.30.
4.  Heitt í kolunum á hlaðinu. Komið með á grillið.
5.  Gömlu góðu leikirnir fyrir krakka á öllum aldri í boði ÍTH.
 
Hestamiðstöð Íshesta – kl. 15.00
1.  Börnin fá að fara á hestbak í gerðinu við Hestamiðstöð Íshesta milli kl. 15.00 – 16.00.

Source:http://skoghf.is/frettir/104-skogar-og-utivistardagur-fjoelskyldunnar-laugardaginn-18-agust-2012
Powered by Reader2Blogger

mánudagur, 13. ágúst 2012

Fræ af birki

Það er skemmtilega auðvelt að safna fræi af íslensku birki (Betula pubescens) eins og segir í grein eftir Ásu L. Aradóttur og Þröst Eysteinsson í Mbl. 16. okt. 1994:
Best er að safna birkifræi seint í september eða í október, t.d. skömmu eftir lauffall þegar gott er að sjá fræreklana. Ekkert er því þó til fyrirstöðu að safna fræi frameftir vetri, en líkur á að stormar feyki því af trjánum aukast eftir því sem á líður.

Ef smellt er á myndina sést að fræhlífarnar (frælaufin) eru mun
fyrirferðameiri hluti fræbelgjanna (-reklanna) en sjálft birkifræið. 
Spurningar og svör.
Spurning:
Hvenær er besti tíminn til að týna reklana af birkinu? Hvernig veit ég að fræin/reklarnir eru orðnir nógu þroskaðir? 
Svar:
Þegar þú tekur utanum reklana og fræið rennur laust í greip þér um leið og þú dregur að þér höndina. 
https://www.facebook.com/groups/61097954674/permalink/10151129574394675/

Spurning:
Eru einhver góð ráð varðandi sáningu fræjanna?
Svar:
Fræplönturnar þrífast best í hálfgrónum jarðvegi, þar sem ekki er frostlyfting eða annað jarðvegsrof. Best er að setja fræið í jaðra gróðurbletta eða þar sem er svolítil mosaþekja eða önnur lágplöntuþekja. Einnig er sennilega hægt að sparka smásár í gróðurinn eða nota verkfæri til þess arna. Síðan má setja smávegis af fræi á hvern blett og þrýsta því niður með fætinum. Oftast er þó látið duga að dreifsá fræinu í hálfgróið land.
...
Í öllum tilvikum er gott að undirbúa sáningarblettina með vægri áburðargjöf til að draga úr frostlyftingu eða bera á eftir á. Það bætir líka vöxt plantnanna. Ef sáð er í bletti duga fáein áburðarkorn í hvern lófastórann blett.
https://www.facebook.com/groups/152041324951766/permalink/237825123040052/

Best spírun og lifun næst þar sem land er hálfgróið eða gróðurlagi mjög þunnt (<1 cm). Lítill árangur er af sáningu í gróið land og þar sem land er óstöðugt. Smellið á mynd til að gera hana læsilega. Sjá nánar um áhrif víðis í grein í Náttúrufræðingnum, 2. tbl. 1992, Áhrif víðis á landnám birkis á skóglausu svæði.

Birkifræ í kílóum og lítrum og spírunarhlutfall.
Milli 200 og 1000 spírandi fræ eiga að vera í hverju grammi af þurru, hreinsuðu birkifræi, en talan getur farið allt upp í 1400. Það geta því verið milljón fræ í einu kílói. Einn lítri af þurru fræi er 90 -100 g. Sá sem safnar þremur lítrum (sem er tekur kannski 20-40 mínútur) hefur því safnað 270 g sem gera frá 54.000 til 270.000 spírandi fræ. Frægæði nýtast að sjálfsögðu ekki til fulls nema í stjórnuðum aðstæðum.

Við sáningu beint í jörðu er spírun misjöfn og lifun fræplantna oft mjög takmörkuð. Hjá Hekluskógum hafa menn sáð kílói í hvern hektara. Þeir hjá Highland Birchwoods í Skotlandi mæla með 2 g/m2. Í Búfræðingnum 1. tbl. 1951 gefur Sigurður Jónasson þessar leiðbeiningar í grein sinni Nokkur orð um skógrækt:
Fræmagnið í hvern ferm. fer eftir spírunarhæfni fræsins. Sé furu- eða grenifræ með spíruprósent 70 fer 8—10 gr. af því á ferm. Aftur á móti er birkifræi venjulega sáð svo þétt, að það hylji að mestu moldina.
Í innisáningu mun spírunarprósenta hins vegar vera frá 20% og upp í 80% en 30-50% ku vera algengast. Í Ársriti Skógræktarfélags Íslands 1949 gefa Hákon Bjarnason og Einar G. Sæmundsen þessa skýringu á lélegri spírun og lifun í greinini Fræsöfnun, sáning og gróðursetning:
[...] margir kvarta oft undan lélegri spírun birkifræs, þótt sýnt hafi verið með spírunartilraunum, að fræið hafi verið sæmilegt eða jafnvel mjög gott. Skýringin á þessu er ofur einföld. Menn hafa þá ekki gætt þess, að birkifræið má aldrei þorna, meðan á spírun stendur, og verður að hafa vakandi auga með því í þurrkatíð, og meira að segja þótt ekki komi nema einn þurrkdagur, ef fræið er ekki vel byrgt. Örskömm þornun á spírandi birkifræi getur riðið því alveg að fullu. 
Meira um birkifræ.
1) Sáning í bakka, texti og myndir: http://sumarogsol.blogspot.com/2013/01/saning-kristinn-h-orsteinsson-i-mbl-1999.html

2) Sáning í jörðu, texti og myndband: http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/1188613/

3) Söfnun og sáning í jörðu, texti og myndir: http://www.hekluskogar.is/birkifrae.htm

4) Sáning, texti: http://www.gardurinn.is/default.asp?sid_id=30200&tId=1

Kynbætta birkið Embla, myndin er tekin í Breiðholti.
Hér að ofan er myndbandið Stækkum birkiskóga á Íslandi. frá 1999 sem framleitt var fyrir Landgræðslu ríkisins og Skógrækt ríkisins. Af vef LandgræðslunnarFramleiðandi: Valdimar Leifsson, lengd 4 mínútur. 

Fræ af gullregni

Fræbelgir af gullregni.
Þann 12. ágúst 2012 spruttu upp umræður í fésbókarhópnum 'Ræktaðu garðinn þinn' um söfnun og sáningu fræs af gullregni. Til svara var einkum Hafsteinn nokkur Hafliðason og ekki verður undan því komist að birta bestu bitana hér á eftir:

Spurning:
Mig langar til að koma til fræjum úr gullsóp og gullregni. Er góður tími núna að safna belgjum eða er rétt að bíða aðeins. Á að taka belgi sem hafa fallið til jarðar eða taka belgi sem eru á plöntunni?
Svar:
Fullþroskað fræ er í brúnum belgjum. Best að sá strax í sáðreit utandyra og fylgjast vel með þegar þau spíra næsta vor. Dreifsett (priklað) þegar komin eru fjögur til fimm blöð umfram kímblöðin ...
Það er ekki víst að öll fræin spíri fyrsta vorið - en á öðru vori ætti allt að hafa sýnt sig. ...
Innskot:
Svo er nokkuð víst að þú færð engin gullregn ef fræin eru af garðagullregni, en af fjallagullregni gæti komið hellingur af nýjum trjám.
Viðbótarspurning:
Er þá hægt að greina hvora tegundina maður er með í garðinum, það finnast græðlingar í garðinum svo að þá ætti ég að vera með fjallagullregn.
Svar:
Mjög líklega - einkum ef gullregnið þitt er fjallagullregn. Það er uppréttara og með stinnari greinum en garðagullregnið. Garðagullregnið er oftast runni með útsveigðum greinum. 

Apríl.
Maí.
Júní.

Ágúst.
Viðeigandi er að fylgja þessu eftir með tilvitnun í Hafliða Jónsson úr Morgunblaðinu (30.06.1989), bls.B 7:
Venjulega blómgast gullregn ekki fyrr en það hefur náð 12-14 ára aldri og ég hugsa að klipping hafi lítil áhrif á blómgunartíma þess. Hinsvegar er nauðsynlegt að stjórna vexti þess ef stefnt er að fallega vöxnu tré. Gullregnið þarf frjóan jarðveg en ekki áburðar- gjöf og fyrstu árin eftir gróðursetningu er sjálfsagt að veita því stuðning og fyrstu árin vetrarskjól. Þarf kalkríkan jarðveg og sólríkan vaxtarstað. Gullregni er aðeins fjölgað með fræi.
Í Morgunblaðinu 12. júlí 2001 segir Guðríður Helgadóttir frá garða- og fjallagullregni á þennan hátt:
Til er blendingur milli strandgullregns og fjallagullregns sem ýmist er kallaður garðagullregn eða blendingsgullregn, Laburnum x watereri. Blendingsgullregn sameinar helstu kosti beggja foreldra sinna, blómklasarnir eru langir eins og hjá fjallagullregni og blómin stór eins og hjá strandgullregni. Yrkið Laburnum x watereri ‘Vossi’, sem er upprunnið í Hollandi um 1875, er sérstaklega verðmæt garðplantna. Það er ágrætt og blómstrar því strax en fjallagullregn blómstrar ekki fyrr en það verður kynþroska allt að 15-20 ára gamalt. Blómklasar ‘Vossii’ yrkisins geta orðið allt að 50 cm langir. Einn af aðalkostum blendingsgullregns er sá að það myndar örsjaldan fræ og þá einungis örfá í einu en fræin eru einmitt eitraðasti hluti gullregna.
Jafnframt má við þetta bæta smá fróðleik af nrk.no:
[Garðagullregn - Laburnum x walterei 'Vossii'] vil ha en solrik plass med vanlig godt drenert hagejord. Nord for Vestfjorden (Nord-Norge) bør man bruke L. alpinum [Fjallagullregn].
Ef ekki er sáð beint í jörð, þá er mælt með að láta fræið liggja í vatni í 24 tíma og svo í mold (eða kaldörvað í 4 vikur og sáð þegar frost fer úr jörð). Önnur leið er að setja fræið í heitt vatn líkt og segir á treeseedonline.com:
The [easiest] method is place the seeds in a heat proof container and pour hot (not boiling!) water 70-80 degrees Celsius over them and leave them to soak for between 12 and 24 hours. Seeds that have been successfully pretreated will have swollen to around 3 times their previous size. Remove all swollen seeds as these will be damaged by further pretreatments. These can be sown immediately. This hot water treatment can be repeated up to 3 times, making the water a little hotter each time. Seeds that remain small need to be dried for further treatment.
[...]
Sow in pots or seed trays of good quality compost at a depth of about 2 cm (just less than 1 inch). The seed usually germinates in under 4 weeks at 15-20°C. It is important that temperatures are not greatly higher than this or germination will be reduced. Growth in the first year is modest, usually between 20 and 40 cm. 

föstudagur, 10. ágúst 2012

Áminning frá Nátthaga - hvenær er best að gróðursetja

Hæ Hó. Ég minni á að besti gróðursetninga tími ársins er framundan. Nægur raki, meiri dögg eftir dimmar nætur, oftar von á rigningu. Sem sagt hægt að gróðursetja án þess að eiga von á að allt skrælni úr þurrki næstu vikurnar. Og svona til að útskýra af hverju. Rætur trjáplantna vaxa mest á vorin og á haustin, þegar ofanvöxturinn er lítill eða minnkandi. Sem sagt þegar ársvöxtur sumarsins hægir á sér og undirbýr endabrumsmyndun og herðir sprotann fyrir veturinn, taka ræturnar að vaxa af miklum krafti. Sem sagt gróðursetjið sem allra mest úr þessu. Ég hef gert það sjálfur í áraraðir, og reyndar gróðursett yfir allan veturinn líka, þegar jörð er frostlaus. Rótunum líður jú miklu betur ofan í jörðu, heldur en bíðandi í potti ofan jarðar allan veturinn. Deilið þessu endilega sem mest með kærri kveðju frá Óla í Nátthaga.


Source:http://www.facebook.com/permalink.php?story_fbid=445872215435572&id=218669008155895
Powered by Reader2Blogger

miðvikudagur, 8. ágúst 2012

Lífrænt heimatilbúið pöddueitur

Á síðum Bændablaðsins eru birtar þrjár góðar uppskriftir að lífrænu skordýraeitri sem brotnar fljótt niður og hefur ekki langtímaáhrif í jarðvegi.

Um er að ræða seyði úr rabarbarablöðum, rauðspritt og parafínolíumix og loks gamla og góða sápan og sódavatnið.
Smellið til að stækka.

Blaðlýs
Sumar geta flogið, aðrar ekki.
Einnig eru til blöndur þar sem notast er við alkohól, matarolíu, hvítlauk, tóbak, chile-pipar og svo mætti eflaust lengi telja. Fínt að leita að 'organic pestacides' á netinu. Einnig má benda á greinina Vistvænar varnir úr baðherbergi og eldhússkáp sem aðgengileg er á rit.is. Þá gaf Steinn Kárason lesendum nokkrar uppskriftir í bók sinni Trjáklippingar árið 1995.

Mynd af farmcarolina.com (Mark Brincefield).
"[...] chewing tobacco is often recommended 
for insect control. Tobacco contains 
nicotine, which is a lethal pesticide [...]"