föstudagur, 27. janúar 2012

Rannsóknarskýrsla ? Aspir við Kringlumýrarbraut | Horticum menntafélag

Rannsóknarskýrsla – áhrif jarðvegsfyllinga á heilbrigði og vöxt trjágróðurs

EFLA verkfræðistofa og Rannsóknarstöð skógræktar ríkisins hafa nýlega lokið við rannsóknarskýrslu vegna áhrifa jarðvegfyllinga á heilbrigði og vöxt trjágróðurs.

Markmiðið með rannsókninni, sem var unnin að frumkvæði verkfræðistofunnar EFLU í samstarfi við Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá, Félag skrúðgarðyrkjumeistara og umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar, var að kanna áhrif jarðvegsfyllinga á heilbrigði og vöxt trjágróðurs.

Rannsóknin var unnin í tveimur hlutum, þ.e. haustið 2010, þegar tré var grafið upp úr hljóðmön við Kringlumýrarbraut og mat lagt á viðarvef og rótarkerfi. Haustið 2011 voru síðan borkjarnar teknir úr trjám í sömu mön til að leggja mat á vöxt trjánna.

Niðurstöður rannsóknarinnar staðfesta að súrefni í jarðvegi hefur mikil áhrif á heilbrigði og vöxt trjágróðurs.

Höfundar vona að niðurstöður rannsóknarinnar verði jákvætt innlegg í faglega uppbyggingu og umhirðu trjágróðurs á Íslandi. Þolmörk aspa gagnvart jarðvegsdýpi eru nú betur þekkt en áður sem og áhrif á viðarvöxt og heilbrigði.

Lesa má skýrsluna hér[1]

References

  1. ^ Lesa má skýrsluna hér (www.horticum.is)

Source:http://www.horticum.is/?p=1463
Powered by Reader2Blogger

Engin ummæli:

Skrifa ummæli