miðvikudagur, 8. febrúar 2012

Skógur er miklu meira útsýni

Hárrétt hjá Ólafi í Nátthaga og skemmtileg lýsing.

Nátthagi Garðplöntustöð
Bara þrír erfiðir skaflar eftir en annars orðið autt á milli. Þvílíkur munur að komast um á jafnsléttu. Jú jú, nokkrar greinar hér og þar koma brotnar undan snjónum, en ávaxtatrén sluppu öll nema eitt. Ég þakka mikið fyrir skógarskjólið. Svona ætti þetta að vera á öllu byggðu bóli á Íslandi. Finn ekki fyrir rokinu fyrr en ég þarf að skreppa að heiman!! Það er mikil synd að til sé fólk sem amast við skógrækt og skjólbelti af því að því finnst þau ekki passa við ásýnd víðáttu og auðna Íslands. Meira að segja á láglendi! Svona geta menn verið vanir útsýni samtímis þeim fórnarkostnaði sem veðurslit orsakar á öllu og andlegu úthaldi okkar líka. Skógur er miklu meira útsýni og margfalt meira líf í honum, svo mikið að menn gleðjast yfir óvæntum uglum hér og þar og margs konar skógarfuglum sem lífga upp á tilveruna allan veturinn og éta skordýrin á sumrin. Hér gæti verið svo miklu betra að lifa ef menn bæru gæfu til að styðja betur við almennt ræktunarstarf til skjóls og yndisauka í harðbýlu landi. Skógur ýtir undir meiri útiveru og hreyfingu og vilji menn víðáttuútsýnis njóta, þá er stutt að labba út fyrir skóg og skjól alls staðar á landinu okkar bláa.

Upprunaleg færsla Ólafs

Engin ummæli:

Skrifa ummæli