sunnudagur, 2. júní 2013

Bil á milli tómataplantna

Fyrirspyrjandi Hrafnhildur Þ., til svara var Hafsteinn H. (1. júní 2013)

Hrafnhildur Þ:
getur einhver sagt mér hversu langt bil þarf að vera á milli tómatplantna sem eru í fullum vexti? Ég er með frauðplastkassa 80 cm langa og 37 á breidd.

    Hafsteinn Hafliðason Ef ég fæ myndina rétt, þá ættu tvær plöntur að passa í hvern kassa. En heldur verður þröngt um þær. Venjulegt bil á milli plantna er haft 50-60cm á beði. Í raun eru þessir kassar þínir svipaðir þeim ílátum sem hafðir eru undit tómatræktun í gróðurhúsum. En þar fá plönturnar, tvær í kassa, stöðuga vökvun með áburðarvatni. ...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli