sunnudagur, 18. október 2020

Litlu gróðrarstöðvarnar

Þessar gróðrarstöðvar, sem kalla sig reyndar sumar gróðurstöð eða garðplöntustöð, gleymast stundum í umræðunni.

1) Gróðurstöðin Hæðarenda. Háagerði, Grímsnesi
Ekið er upp afleggjara sem merktur er Búrfell frá Biskupstungnabraut við Seyðishóla. Stöðin er smá í sniðum og úrvalið af trjáplöntum takmarkað við nokkrar vel valdar tegundir. Einnig er þar selt útiræktað grænmeti.




2) Gróðrarstöðin Þorgautsstöðum 2 í Hvítarsíðu Borgarfirði
Síðuhaldari á eftir að heimsækja stöðina.

3) Garðaþjónusta Gylfa, garðplöntustöð
Gylfi rekur garðaþjónustu að Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð, 861 Hvolsvelli. Stöðin var ekki opin þegar síðuhaldari kom þar við en aðkoman var heimilisleg.

4) Ölur, Sólheimum
Á Sólheimum er rekin skógræktarstöð með algengustu trjám og runnum. Viðhaldi hefur verið mjög ábótavant undanfarin ár og stöðin er ekki sérlega snyrtileg en vörurnar standa ágætlega fyrir sínu.



5) Hvammur II, Flúðum.
Auðvelt er að finna Hvamm II þegar komið er á Flúðir, einfaldlega beygt inn á Hvammsveg af veginum sem liggur í gegnum bæinn. Þarna má finna ágætlega fjölbreytt úrval og verðið er með því besta sem þekkist.
Útisvæði, Hvammur II.
Gróðurhús, Hvammur II.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli