föstudagur, 30. desember 2011

Meistaravörn: Áhrif asparryðs á kal í ösp | Fréttir | Um SR

20.12.2011

Hinn 15. desember sl. varði Helga Ösp Jónsdóttir M.Sc. verkefni sitt í plöntusjúkdómafræði við Kaupmannahafnarháskóla. Ritgerðin ber heitið Effects of poplar leaf rust Melampsora larici-populina on frost resistance in poplars. Vinna við verkefnið var að mestu unnin hér á landi. Prófanir á frostskemmdum voru gerðar í Kalstofunni á Möðruvöllum í Hörgárdal. Leiðbeinendur við verkefnið voru Iben M. Thomsen við Kaupmannahafnarháskóla og Halldór Sverrisson hjá Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá og LbhÍ. Prófdómendur luku lofsorði á ritgerð Helgu.

Helga Ösp hefur verið starfsmaður á Mógilsá meðfram námi og tekið þátt í ýmsum verkefnum þar, m.a. asparverkefnum og skógarúttekt. Hún sá að miklu leyti um úrvinnslu niðurstaðna á mælingum úr asparklónatilraunum Mógilsár og er meðhöfundur að Riti Mógilsár um það efni sem út kom fyrr í þessum mánuði.

Skógrækt ríkisins óskar Helgu Ösp til hamingju með þennan áfanga. Hún bætist nú í fámennan hóp íslenskra plöntusjúkdómafræðinga.

frett20122011_2

Texti og myndir: Halldór Sverrisson


Source:http://www.skogur.is/um-skograekt-rikisins/frettir/nr/1657
Powered by Reader2Blogger

Engin ummæli:

Skrifa ummæli