föstudagur, 10. ágúst 2012

Áminning frá Nátthaga - hvenær er best að gróðursetja

Hæ Hó. Ég minni á að besti gróðursetninga tími ársins er framundan. Nægur raki, meiri dögg eftir dimmar nætur, oftar von á rigningu. Sem sagt hægt að gróðursetja án þess að eiga von á að allt skrælni úr þurrki næstu vikurnar. Og svona til að útskýra af hverju. Rætur trjáplantna vaxa mest á vorin og á haustin, þegar ofanvöxturinn er lítill eða minnkandi. Sem sagt þegar ársvöxtur sumarsins hægir á sér og undirbýr endabrumsmyndun og herðir sprotann fyrir veturinn, taka ræturnar að vaxa af miklum krafti. Sem sagt gróðursetjið sem allra mest úr þessu. Ég hef gert það sjálfur í áraraðir, og reyndar gróðursett yfir allan veturinn líka, þegar jörð er frostlaus. Rótunum líður jú miklu betur ofan í jörðu, heldur en bíðandi í potti ofan jarðar allan veturinn. Deilið þessu endilega sem mest með kærri kveðju frá Óla í Nátthaga.


Source:http://www.facebook.com/permalink.php?story_fbid=445872215435572&id=218669008155895
Powered by Reader2Blogger

Engin ummæli:

Skrifa ummæli