föstudagur, 24. ágúst 2012

Eldri rit Skógræktarritsins á rafrænu formi

Eldri árgangar Skógræktarritsins voru  skannaðir inn og gefnir út í nokkrum skrefum frá 2012-17:

Fésbókarsíða Skógræktarritsins 21. febrúar 2017: Nú eru árin 2005 til 2010 komin inn.

Fésbókarsíða Skógræktarritsins 13. júlí 2015: Nú eru árin 2001 til 2004 komin á vefinn, auk fyrsta tölublaðs 2005. Þeim sem eru forvitnir um nýrri tölublöð má benda á sérstakt áskriftartilboð.

Skógræktarfélagið 27. júní 2013: Fyrstu tveir árgangar Skógræktarritsins eru nú komnir á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands. Þar með eru öll Skógræktarrit útgefin á 20. öldinni komin á vefinn!

Skógræktarfélagið 17. maí 2013: Árgangar 1950-1959 af Skógræktarritinu eru nú komnir inn á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands. Alltaf gaman að rifja upp eða fræðast um gamla tíma i skógræktinni!

Fésbókarsíða Skógræktarfélags Íslands 30. apríl 2013: Nú er hægt að fletta í árgöngum 1960-1969 af ritinu á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands. Eldri árgangar væntanlegir fljótlega!

Fésbókarsíða Skógræktarfélags Íslands 25. feb. 2013: Nú hafa árgangar 1970-1979 af Skógræktarritinu bæst í hóp þeirra sem fletta má á heimasíðunni okkar.

Skógræktarfélagið 19. nóv. 2012: Árgangur 1980-1989 af Skógræktarritinu er nú kominn á vefinn. Ritið kom fyrst út um 1930 og hefur verið gefið út árlega síðan, með örfáum undartekningum. Það gekk undir nafninu Ársrit Skógræktarfélags Íslands fram til 1990.

Rúv.is 5. sept. 2012: "Við byrjuðum á áratugnum frá 1990 til dagsins í dag en elstu ritin frá 1932 verða orðin aðgengileg fyrir áramót." - haft eftir Ragnhildi Freysteinsdóttur, starfsmanni Skógræktarfélags Íslands, í þættinum samfélagið í nærmynd. 

Fésbókarsíða Skógræktarfélags Íslands 24. ágúst 2012: Jón Geir Pétursson, fulltrúi umhverfisráðuneytisins, opnaði nýja vefgátt á vefsvæði Skógræktarfélags Íslands. Þar er hægt að nálgast eldri rit Skógræktarritsins á rafrænu formi og leita í þeim eftir efnisorðum. Þessi nýjung mun án efa verða kærkomin skógræktarfólki sem og öðru áhugafólki um garð- og trjárækt. Jón Geir naut aðstoðar Ragnhildar Freysteinsdóttur, starfsmanns Skógræktarfélags Íslands, við opnun vefgáttarinnar en Ragnhildur hefur haft þetta verkefni með höndum undanfarin misseri.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli