mánudagur, 19. ágúst 2013

Ertuygla leggst á skógartré, ágúst 2004

Meðfylgjandi texti er úr frétt á skogur.is frá 20. ágúst 2004. Til að nálgast myndirnar með fréttinni þarf hins vegar að notast við vefsafnið. Hér eru myndir og texti saman.

20.08.2004

Ertuygla leggst á skógartré

Ertuygla hefur etið upp stórar lúpínubreiður á Suðurlandi í sumar. Þegar lúpína er uppétin fer yglan yfir á aðrar jurtir í lúpínubreiðunum. Á Markarfljótsaurum hafa ýmsar trjátegundir verið gróðursettar í tilraunaskyni í gamlar lúpínubreiður. Yfirleitt vaxa þessar trjátegundir vel og er það þakkað niturbindingu lúpínunnar. Nú gjalda trjáplönturnar þess hins vegar að búa í nábýli við lúpínurnar eins og meðfylgjandi myndir sýna. Þrátt fyrir að bragðast frekar illa fá grenitré flest eru frekar smá (50-100 cm) ekki frið fyrir svöngum yglunum. Ekki er vitað hvort þessi ygluplága hefur varanleg áhrif á lúpínurnar eða trén sem í henni vaxa.





Myndir: "ho".

Engin ummæli:

Skrifa ummæli