þriðjudagur, 11. mars 2014

Jarðvegsskán

Úr BS verkefni Ágústu Helgadóttur, Krækilyng (Empetrum nigrum) í frumframvindu (2010):
Lífræn jarðvegsskán myndar örugg set fyrir margar tegundir plantna (t.d. Elmarsdóttir o.fl. 2003; Ása L. Aradóttir o.fl. 2006) en hún samanstendur af nánu sambýli jarðvegsagna, cyanobaktería, þörunga, fléttna, sveppa og mosa í yfirborði jarðvegs (Belnap o.fl. 2001). Lífræn jarðvegsskán gerir yfirborðið stöðugra, minnkar líkur á frostlyftingu og kemur í veg fyrir að yfirborðsagnir fari af stað með vindi eða vatnsrofi (Gold og Bliss 1995; Evans og Johansen 1999). 
Lífræn jarðvegsskán eykur frjósemi og skapar öruggara fræset (raka og skjól fyrir fræin).
Myndin er af sjálfsáðum stafafuruplöntum á útivistarsvði í Reykjavík.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli