miðvikudagur, 10. september 2014

Góðar horfur fyrir ávaxtasumarið 2015 samkvæmt Nátthaga

Þessar kærkomu upplýsingar setur Ólafur Sturla Njálsson á FB-síðu garðplöntustöðvarinnar Nátthaga í dag:
Sumarið 2014, þrátt fyrir rigningatíð, er búið að vera svo hlýtt hér syðra (hvað þá fyrir norðan og austan), að ávaxtatrén virðast vera tilbúin með mikið af blómbrumum fyrir næsta sumar. Blómin myndast nefnilega í brumunum ári fyrir blómgun. Blaðkransabrum, ávaxtasporar, dvergsprotar og jafnvel endabrum virka þrýstin og lofa greinilega öllu fögru næsta sumar.  
Ef næsta sumar verður gott, verður loksins hægt að njóta ávaxtanna. Munið bara að ávaxtatrén þurfa mikið og gott skjól, hlýja staði og sólríka í okkar svala landi.
Aldinlundur í Yndisgarðinum, Fossvogi (2014).
Myndin fylgdi ekki færslunni á vef Nátthaga.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli