þriðjudagur, 22. maí 2012

Má auka lífslíkur og vöxt skógarplantna með samspili áburðargjafa í gróðrarstöð og foldu?

Sigríður Júlía Brynleifsdóttir og Hreinn Óskarsson skrifuðu grein í Ársskýrslu SR 2004. 

Meðfylgjandi mynd er þúsund orða virði. Greinin sjálf er á bls. 24-5 í ársskýrslunni, sem aðgengileg er á vef Skógræktar ríkisins.

Niðurstöður samkvæmt greininni:
Niðurstöður eftir þrjú sumur sýna að vökvun með áburðarvatni í gróðrarstöð bætir lífslíkur og vöxt marktækt ein og sér (P<0.001).
Áburðarvökvunin ein og sér kemur þó ekki í staðinn fyrir
áburðargjöf við gróðursetningu, sem gefur marktækt betri lifun og vöxt (P<0.05). Frostlyfting vegna holklaka er minni ef borið er á plöntur við gróðursetningu (P<0.05), sennilega vegna öflugra rótarkerfis og hæfilegs grasvaxtar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli