þriðjudagur, 12. mars 2013

RÚV: Okkar á milli - Sigurður Arnarson

Viðtal aðgengilegt sem hlaðvarp (MP3, 35,7 MB) á vef RÚV.

"Rætt er við Sigurð Arnarson, kennara á Akureyri, sem er mikill áhugamaður um skógrækt og ekki síður landgræðslu. Hann segir frá því hvernig ræktunaráhuginn byrjaði hjá honum sem strák í Hafnarfirði og ræðir um tilraunir sem hann gerði með niturbindandi plöntur þegar hann var skógarbóndi í Eyrarteigi í Skriðdal.

Sigurður ræðir um eðli íslensks jarðvegs sem skortir einkum nitur en einnig brennistein og hversu mikilvægt er að rækta niturbindandi plöntur og friða land fyrir beit til að endurheimta landgæði og snúa við gróður- og jarðvegseyðingu. Sigurður gagnrýnir Landgræðsluna og segir hana ekki stunda eðlilega landgræðslu heldur viðhald á beitarlandi. Hann gagnrýnir líka lausagöngu sauðfjár á Íslandi og telur mikilvægt að bændum verði gert að halda sauðfé sínu innan girðinga og beit verði stýrt á land sem þolir beit. Umsjón: Pétur Halldórsson peturh@ruv.is"
Mynd Hrafns Arnórssonar 2012
af lúpínureit á Melrakkasléttu ekki langt frá Leirhafnarbæjum.

Mynd Aðalsteins Sigurgeirssonar 2012
af beit skammt austan Grindavíkur


Engin ummæli:

Skrifa ummæli